Barátta stóð þá yfir gegn ebólu-faraldri í landinu.
Um 50 konur og stúlkur tilkynntu um kynferðisbrot, sem voru framin bæði af innlendum og erlendum hjálparstarfsmönnum. Um var að ræða að minnsta kosti níu nauðganir og tvær konur urðu óléttar í kjölfar ofbeldisins.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, segir málið „óafsakanlegt“.
Óháð nefnd tók ásakanirnar út og tók meðal annars viðtöl við tugi kvenna sem sögðu að þeim hefðu verið boðin störf í skiptum fyrir kynlíf. Áfengi var borið í aðrar konur, ráðist á sumar á sjúkrahúsum og öðrum nauðgað.
Af 83 hjálparstarfsmönnum sem eru grunaðir um að hafa brotið gegn konum á tímabilinu, var 21 starfsmaður WHO.
Talsmenn stofnunarinnar sögðu að fjórum starfsmönnum sem væru enn við störf hefði verið sagt upp og að gripið yrði til frekari aðgerða. Tedros sagði skýrsluna erfiðan lestur og bað fórnarlömbin afsökunar.
Sagði hann ábyrgðina liggja á sínum herðum og hét því að styðja við fórnarlömb misnotkunar og gera úttekt á innviðum WHO og „menningunni“ innan stofnunarinnar.