Sjómenn – hvernig breytum við þessu? Guðmundur Helgi Þórarinsson, Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 23. september 2021 09:45 Að undanförnu höfum við formenn þriggja stéttarfélaga sjómanna spurt ýmissa spurninga. Það er starf okkar sem kjörnir fulltrúar sjómanna að sinna þessari vinnu. Við höfum reynt að vekja athygli á að uppi er grunur um að ekki sé rétt gert upp við sjómenn, hvort það sé eðlilegt að virðiskeðjan sé öll á einni hendi eins og okkur grunar og það sé hægt að stjórna hvar hagnaðurinn er tekinn út. Það hlýtur að vera réttlátt krafa að rétt verð fyrir fiskinn í sjónum skili sér alla leið til Íslands. Við höfum einnig spurt þeirrar spurningar hvort það sé eðlilegt að sjómenn hafi lakari lífeyrisréttindi en annað launafólk í landinu. Útgerðin skilar að meðaltali 20 milljarða króna hagnaði á ári, en er samt ekki tilbúin að láta sjómenn njóta sömu lífeyrisréttinda og annað launafólk. Við höfum spurt af þessu á fundum með þingflokkum, í blaðagreinum, auglýsingum og við samningaborðið. Það er ljóst að útgerðin ætlar ekki að svara þessum spurningum, þau ætla að þæfa málið, hafa sjómenn samningslausa og stjórna sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fyrir lítið endurgjald í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Engin áhugi á málefnum sjómanna Þegar við hófum þessa vegferð þá vissum við að það var við ramman reip að draga. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði ekki áhuga málefnum sjómanna, hann hafði áhuga á einhverju allt öðru í sínu starfi. Flestir þingflokkar tóku vel á móti okkur, sögðu að þau gerðu sér grein fyrir svindlinu og svínaríinu en höfðu mismiklar hugmyndir um hvernig megi breyta þessu. VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannafélag íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa þrjú meginmarkmið við samningaborðið. Að sama hlutfall sé greitt fyrir sjómenn og annað launafólk í lífeyrissjóð, að kauptrygging sjómanna hækki eins og laun í landi hafa hækkað, en í dag er það þannig að þegar illa fiskast þá eru laun sjómanna lægri en lægstu taxtar á almennum vinnumarkaði eru. Síðast en ekki síst, og raunar það allra mikilvægasta, að útgerðin greiði sjómönnum rétt verð fyrir fiskinn. Ekkert traust Ljóst er að auka þarf eftirlit og gagnsæi með útgerðarmönnum, á meðan það er ekki gert skapast ekki traust á milli þjóðarinnar, sjómanna og útgerðarmanna. Leyfa þarf stéttarfélögum sjómanna að koma að borðinu við það eftirlit. Okkar vinna felst í því að gæta hagsmuna sjómanna og því mikilvægt að við séum við borðið. Stéttarfélög sjómanna hafa í mörg ár bent á ógagnsæi í verðlagningu á sjávarafurðum. Á það hefur útgerðin ekki viljað hlusta og hefur vilji til að að breyta þessu verið við frostmark. Þess vegna erum við á þeim stað sem við erum á í dag. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa haft langan tíma til þess að breyta þessu, ákveðnir flokkar hafa setið á skýrslum þar sem kemur fram að grunur sé um milliverðlagningu á fiskafurðum frá landinu, ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa gefið útgerðinni afslátt af tryggingagjaldi án þess að setja það skilyrði á móti að hækka mótframlag í lífeyrissjóð fyrir sjómenn, skilyrði sem öll önnur fyrirtæki á landinu þurftu að gangast undir. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa engan áhuga á breytingum! Því spyrjum við kæru sjómenn – er þetta eðlilegt og hvernig getum við breytt þessu? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna Bergur Þorkelsson, formaður SÍ Einar Hannes Harðarson, formaður SVG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu höfum við formenn þriggja stéttarfélaga sjómanna spurt ýmissa spurninga. Það er starf okkar sem kjörnir fulltrúar sjómanna að sinna þessari vinnu. Við höfum reynt að vekja athygli á að uppi er grunur um að ekki sé rétt gert upp við sjómenn, hvort það sé eðlilegt að virðiskeðjan sé öll á einni hendi eins og okkur grunar og það sé hægt að stjórna hvar hagnaðurinn er tekinn út. Það hlýtur að vera réttlátt krafa að rétt verð fyrir fiskinn í sjónum skili sér alla leið til Íslands. Við höfum einnig spurt þeirrar spurningar hvort það sé eðlilegt að sjómenn hafi lakari lífeyrisréttindi en annað launafólk í landinu. Útgerðin skilar að meðaltali 20 milljarða króna hagnaði á ári, en er samt ekki tilbúin að láta sjómenn njóta sömu lífeyrisréttinda og annað launafólk. Við höfum spurt af þessu á fundum með þingflokkum, í blaðagreinum, auglýsingum og við samningaborðið. Það er ljóst að útgerðin ætlar ekki að svara þessum spurningum, þau ætla að þæfa málið, hafa sjómenn samningslausa og stjórna sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fyrir lítið endurgjald í óþökk meirihluta þjóðarinnar. Engin áhugi á málefnum sjómanna Þegar við hófum þessa vegferð þá vissum við að það var við ramman reip að draga. Sjávarútvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins hafði ekki áhuga málefnum sjómanna, hann hafði áhuga á einhverju allt öðru í sínu starfi. Flestir þingflokkar tóku vel á móti okkur, sögðu að þau gerðu sér grein fyrir svindlinu og svínaríinu en höfðu mismiklar hugmyndir um hvernig megi breyta þessu. VM – félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannafélag íslands og Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur hafa þrjú meginmarkmið við samningaborðið. Að sama hlutfall sé greitt fyrir sjómenn og annað launafólk í lífeyrissjóð, að kauptrygging sjómanna hækki eins og laun í landi hafa hækkað, en í dag er það þannig að þegar illa fiskast þá eru laun sjómanna lægri en lægstu taxtar á almennum vinnumarkaði eru. Síðast en ekki síst, og raunar það allra mikilvægasta, að útgerðin greiði sjómönnum rétt verð fyrir fiskinn. Ekkert traust Ljóst er að auka þarf eftirlit og gagnsæi með útgerðarmönnum, á meðan það er ekki gert skapast ekki traust á milli þjóðarinnar, sjómanna og útgerðarmanna. Leyfa þarf stéttarfélögum sjómanna að koma að borðinu við það eftirlit. Okkar vinna felst í því að gæta hagsmuna sjómanna og því mikilvægt að við séum við borðið. Stéttarfélög sjómanna hafa í mörg ár bent á ógagnsæi í verðlagningu á sjávarafurðum. Á það hefur útgerðin ekki viljað hlusta og hefur vilji til að að breyta þessu verið við frostmark. Þess vegna erum við á þeim stað sem við erum á í dag. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa haft langan tíma til þess að breyta þessu, ákveðnir flokkar hafa setið á skýrslum þar sem kemur fram að grunur sé um milliverðlagningu á fiskafurðum frá landinu, ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa gefið útgerðinni afslátt af tryggingagjaldi án þess að setja það skilyrði á móti að hækka mótframlag í lífeyrissjóð fyrir sjómenn, skilyrði sem öll önnur fyrirtæki á landinu þurftu að gangast undir. Ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa engan áhuga á breytingum! Því spyrjum við kæru sjómenn – er þetta eðlilegt og hvernig getum við breytt þessu? Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM – félags vélstjóra og málmtæknimanna Bergur Þorkelsson, formaður SÍ Einar Hannes Harðarson, formaður SVG
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun