Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar 28. október 2025 13:32 Í Silfri Sjónvarpsins í gærkvöldi var opinber þróunarsamvinna til umræðu og rætt við Carstein Staur, yfirmann þróunarsamvinnunefndar OECD, svonefndri DAC-nefnd. Þar var einkum fjallað um hversu mjög framlög til þróunarsamvinnu hafa dregist saman í mörgum ríkjum, ekki síst vegna niðurskurðar stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem nánast lögðu niður USAID, þróunarsamvinnustofnun landsins, og stöðvuðu fjárveitingar til flestra alþjóðlegra verkefna. Líkt og fram kom í Silfrinu hafa heildarframlög til þróunarsamvinnu dregist saman að raunvirði frá árinu 2023, þrátt fyrir vaxandi þörf fyrir mannúðar- og neyðaraðstoð. Þessi þróun ógnar áratuga árangri á mörgum sviðum og leiðir til mikils mannfalls og efnahagstjóns, meðal annars vegna smitsjúkdóma og hungurs. Ég saknaði hins vegar þess að lítið var í Silfrinu minnst á þær eðlisbreytingar sem hafa orðið í þróunarsamvinnu á síðustu misserum og enn minna um viðtökuríkin sem eru önnur en áður. Í auknum mæli er alþjóðleg opinber þróunarsamvinna bundin fjárfestingarsamstarfi og svokallaðri blandaðri fjármögnun, þar sem opinberir aðilar reyna að virkja einkafjármagn til innviðaverkefna í þróunarríkjum. Evrópusambandið kynnir slíkt sem Global Gateway, andsvar við kínverska Belt and Road-verkefninu. Ríki sem áður voru þekkt fyrir óskilyrta þróunaraðstoð leggja nú aukna áherslu á samstarf á viðskiptagrundvelli. Á sama tíma hafa reglur DAC um hvað teljist þróunarsamvinna verið rýmkaðar. Nú er heimilt að telja fyrsta árs kostnað vegna móttöku flóttafólks innan framlagsríkja sem hluta af opinberri þróunaraðstoð (ODA), og eftir innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 var ákveðið að framlög til Úkraínu væru ODA-hæf. Þetta tvennt hefur haft afgerandi áhrif á tölurnar: árið 2023 nam innanlandskostnaður vegna flóttafólks um 13 prósentum af heildarframlögum DAC-ríkja, og Úkraína varð stærsti einstaki viðtakandi þróunarframlaga í heiminum. Þetta merkir að stór hluti af opinberu þróunarfé fer aldrei úr landi og stærsti hlutinn fer frá fátækustu ríkjum heims til Úkraínu. Í rúma fimm áratugi hefur opinber þróunarsamvinna verið hornsteinn í utanríkisstefnu margra vestrænna ríkja. Hún hefur táknað alþjóðlega samstöðu byggða á þeirri hugmynd að efnameiri ríki beri siðferðilega skyldu til að styðja við þróunarríki og efla efnahagslegan og félagslegan vöxt með það markmið að uppræta sárafátækt. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1970 viðmiðið um að 0,7 prósent þjóðartekna færu til þróunarsamvinnu innan tíu ára. Aðeins örfá ríki hafa náð því marki eða farið yfir það: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Lúxemborg og stundum Bretland. Meðaltal DAC-ríkja hefur hins vegar lengst af verið um 0,3–0,4 prósent, og framlög Íslands á undanförnum árum hafa verið á bilinu 0,3–0,35 prósent. Að mínu mati þarf að standa vörð um hugmyndina um þróunarsamvinnu sem siðferðilega skyldu, ekki sem hagnaðartækifæri. Þegar þróunarsamvinna verður mæld í fjárfestingum og lánum er hætt við að mannúðin og samkenndin gleymist. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Þróunarsamvinna Utanríkismál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Í Silfri Sjónvarpsins í gærkvöldi var opinber þróunarsamvinna til umræðu og rætt við Carstein Staur, yfirmann þróunarsamvinnunefndar OECD, svonefndri DAC-nefnd. Þar var einkum fjallað um hversu mjög framlög til þróunarsamvinnu hafa dregist saman í mörgum ríkjum, ekki síst vegna niðurskurðar stjórnvalda í Bandaríkjunum, sem nánast lögðu niður USAID, þróunarsamvinnustofnun landsins, og stöðvuðu fjárveitingar til flestra alþjóðlegra verkefna. Líkt og fram kom í Silfrinu hafa heildarframlög til þróunarsamvinnu dregist saman að raunvirði frá árinu 2023, þrátt fyrir vaxandi þörf fyrir mannúðar- og neyðaraðstoð. Þessi þróun ógnar áratuga árangri á mörgum sviðum og leiðir til mikils mannfalls og efnahagstjóns, meðal annars vegna smitsjúkdóma og hungurs. Ég saknaði hins vegar þess að lítið var í Silfrinu minnst á þær eðlisbreytingar sem hafa orðið í þróunarsamvinnu á síðustu misserum og enn minna um viðtökuríkin sem eru önnur en áður. Í auknum mæli er alþjóðleg opinber þróunarsamvinna bundin fjárfestingarsamstarfi og svokallaðri blandaðri fjármögnun, þar sem opinberir aðilar reyna að virkja einkafjármagn til innviðaverkefna í þróunarríkjum. Evrópusambandið kynnir slíkt sem Global Gateway, andsvar við kínverska Belt and Road-verkefninu. Ríki sem áður voru þekkt fyrir óskilyrta þróunaraðstoð leggja nú aukna áherslu á samstarf á viðskiptagrundvelli. Á sama tíma hafa reglur DAC um hvað teljist þróunarsamvinna verið rýmkaðar. Nú er heimilt að telja fyrsta árs kostnað vegna móttöku flóttafólks innan framlagsríkja sem hluta af opinberri þróunaraðstoð (ODA), og eftir innrás Rússlands í Úkraínu árið 2022 var ákveðið að framlög til Úkraínu væru ODA-hæf. Þetta tvennt hefur haft afgerandi áhrif á tölurnar: árið 2023 nam innanlandskostnaður vegna flóttafólks um 13 prósentum af heildarframlögum DAC-ríkja, og Úkraína varð stærsti einstaki viðtakandi þróunarframlaga í heiminum. Þetta merkir að stór hluti af opinberu þróunarfé fer aldrei úr landi og stærsti hlutinn fer frá fátækustu ríkjum heims til Úkraínu. Í rúma fimm áratugi hefur opinber þróunarsamvinna verið hornsteinn í utanríkisstefnu margra vestrænna ríkja. Hún hefur táknað alþjóðlega samstöðu byggða á þeirri hugmynd að efnameiri ríki beri siðferðilega skyldu til að styðja við þróunarríki og efla efnahagslegan og félagslegan vöxt með það markmið að uppræta sárafátækt. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1970 viðmiðið um að 0,7 prósent þjóðartekna færu til þróunarsamvinnu innan tíu ára. Aðeins örfá ríki hafa náð því marki eða farið yfir það: Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Lúxemborg og stundum Bretland. Meðaltal DAC-ríkja hefur hins vegar lengst af verið um 0,3–0,4 prósent, og framlög Íslands á undanförnum árum hafa verið á bilinu 0,3–0,35 prósent. Að mínu mati þarf að standa vörð um hugmyndina um þróunarsamvinnu sem siðferðilega skyldu, ekki sem hagnaðartækifæri. Þegar þróunarsamvinna verður mæld í fjárfestingum og lánum er hætt við að mannúðin og samkenndin gleymist. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun