Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar 28. október 2025 18:00 Í grein Evu Sóleyjar Kristjánsdóttur, „Líf eftir afplánun – þegar frelsið reynist flóknara en fangelsið“, er bent á mikilvægt málefni sem á erindi við okkur öll. Hún hefur rétt fyrir sér. Margir sem ljúka afplánun standa frammi fyrir tómarúmi – án heimilis, án vinnu og án raunverulegs stuðnings.Frelsi án tengsla, trúar og tækifæra getur reynst flóknara en fangelsið sjálft. Það sem margir vita þó ekki, er að lausnirnar eru þegar til staðar – og þær virka. Bati,brú milli refsikerfis og samfélags Undir merkjum Góðgerðafélagsins Bata starfa bæði Batahús karla og kvenna, auk Bata Akademíunnar. Þessi úrræði mynda heildstæða leið frá refsingu til bata og samfélagsþátttöku, þar sem bæði karlar og konur fá raunverulegt tækifæri til að byggja líf sitt upp að nýju. Við vinnum náið með Krýsuvík, Sollusjóði og Bata Akademíunni, sem saman mynda lifandi hringrás bata. Sollusjóður veitir íbúum okkar aðgang að sálfræðimeðferð, fíkniráðgjöf, áfallameðferð, tannlækningum, sjúkraþjálfun og námi, meðan Krýsuvík stendur ávallt tilbúin ef einstaklingur þarf frekara meðferðarúrræði. Þannig tryggjum við að enginn sé einn í ferlinu – sama á hvaða stigi batans hann er. Batahúsin – raunverulegur árangur Frá opnun Batahúss kvenna hafa 13 konur hafið nýtt líf í húsinu og 11 þeirra eru enn í bata. Margar eru í vinnu eða námi, sumar hafa endurheimt tengsl við fjölskyldu og allar eru á leið til sjálfstæðis. Svipaða sögu er að finna í Batahúsi karla, þar sem svipaðar áherslur og gildi eru höfð að leiðarljósi. Þetta eru lítil en öflug úrræði þar sem traust, ábyrgð og samfélag mynda grunn að bata. Í daglegu starfi leggjum við áherslu á hreyfingu, menningu og tengingu, en líka á innri vinnu og andlegan styrk. Bata Akademían er mikilvægur hluti af því starfi. Á meðan fólk dvelur í Batahúsum tekur það þátt í öndunarvinnu, svett-seremóníum, hugleiðslu og jafningjastarfi, sem stuðlar að sjálfsþekkingu og innri ró. Þessi þáttur heldur áfram eftir að þau flytja út – og margir halda áfram að taka þátt í starfinu sem jafningjar og leiðbeinendur. Sum þeirra fara svo aftur inn í fangelsin til að leiða þetta starf fyrir aðra – og þannig verður bati að hringrás þar sem reynslan sjálf verður að lærdómi fyrir næstu kynslóð. Frelsi eitt og sér dugar ekki Það er rétt hjá Evu Sóleyju: frelsi eitt og sér er brothætt. Til að það verði raunverulegt þarf húsnæði, ráðgjöf, tengsl og samfélag sem trúir á manneskjuna. Batahúsin hafa sýnt að endurhæfing virkar þegar manneskjuleg nálgun, ábyrgð og faglegur stuðningur fara saman. Þetta er ekki hugmyndafræði – þetta er veruleiki sem við sjáum daglega. Tími til að stækka úrræðin Árangurinn er óumdeildur, en eftirspurnin er mikil. Við fáum reglulega beiðnir frá konum og körlum sem eru tilbúnir í nýtt upphaf en engin pláss eru laus. Nú er kominn tími til að stækka úrræðin, svo fleiri fái tækifæri til að hefja líf eftir afplánun með raunverulegum stuðningi. Við í Bati erum þegar farin að vinna að því – og við vonum að stjórnvöld og samfélagið allt standi með okkur í þeirri vegferð. Líf eftir afplánun er til. Og þegar frelsinu fylgir stuðningur, virðing og tækifæri – þá verður það raunverulegt. Höfundur er forstöðukona Batahúss kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í grein Evu Sóleyjar Kristjánsdóttur, „Líf eftir afplánun – þegar frelsið reynist flóknara en fangelsið“, er bent á mikilvægt málefni sem á erindi við okkur öll. Hún hefur rétt fyrir sér. Margir sem ljúka afplánun standa frammi fyrir tómarúmi – án heimilis, án vinnu og án raunverulegs stuðnings.Frelsi án tengsla, trúar og tækifæra getur reynst flóknara en fangelsið sjálft. Það sem margir vita þó ekki, er að lausnirnar eru þegar til staðar – og þær virka. Bati,brú milli refsikerfis og samfélags Undir merkjum Góðgerðafélagsins Bata starfa bæði Batahús karla og kvenna, auk Bata Akademíunnar. Þessi úrræði mynda heildstæða leið frá refsingu til bata og samfélagsþátttöku, þar sem bæði karlar og konur fá raunverulegt tækifæri til að byggja líf sitt upp að nýju. Við vinnum náið með Krýsuvík, Sollusjóði og Bata Akademíunni, sem saman mynda lifandi hringrás bata. Sollusjóður veitir íbúum okkar aðgang að sálfræðimeðferð, fíkniráðgjöf, áfallameðferð, tannlækningum, sjúkraþjálfun og námi, meðan Krýsuvík stendur ávallt tilbúin ef einstaklingur þarf frekara meðferðarúrræði. Þannig tryggjum við að enginn sé einn í ferlinu – sama á hvaða stigi batans hann er. Batahúsin – raunverulegur árangur Frá opnun Batahúss kvenna hafa 13 konur hafið nýtt líf í húsinu og 11 þeirra eru enn í bata. Margar eru í vinnu eða námi, sumar hafa endurheimt tengsl við fjölskyldu og allar eru á leið til sjálfstæðis. Svipaða sögu er að finna í Batahúsi karla, þar sem svipaðar áherslur og gildi eru höfð að leiðarljósi. Þetta eru lítil en öflug úrræði þar sem traust, ábyrgð og samfélag mynda grunn að bata. Í daglegu starfi leggjum við áherslu á hreyfingu, menningu og tengingu, en líka á innri vinnu og andlegan styrk. Bata Akademían er mikilvægur hluti af því starfi. Á meðan fólk dvelur í Batahúsum tekur það þátt í öndunarvinnu, svett-seremóníum, hugleiðslu og jafningjastarfi, sem stuðlar að sjálfsþekkingu og innri ró. Þessi þáttur heldur áfram eftir að þau flytja út – og margir halda áfram að taka þátt í starfinu sem jafningjar og leiðbeinendur. Sum þeirra fara svo aftur inn í fangelsin til að leiða þetta starf fyrir aðra – og þannig verður bati að hringrás þar sem reynslan sjálf verður að lærdómi fyrir næstu kynslóð. Frelsi eitt og sér dugar ekki Það er rétt hjá Evu Sóleyju: frelsi eitt og sér er brothætt. Til að það verði raunverulegt þarf húsnæði, ráðgjöf, tengsl og samfélag sem trúir á manneskjuna. Batahúsin hafa sýnt að endurhæfing virkar þegar manneskjuleg nálgun, ábyrgð og faglegur stuðningur fara saman. Þetta er ekki hugmyndafræði – þetta er veruleiki sem við sjáum daglega. Tími til að stækka úrræðin Árangurinn er óumdeildur, en eftirspurnin er mikil. Við fáum reglulega beiðnir frá konum og körlum sem eru tilbúnir í nýtt upphaf en engin pláss eru laus. Nú er kominn tími til að stækka úrræðin, svo fleiri fái tækifæri til að hefja líf eftir afplánun með raunverulegum stuðningi. Við í Bati erum þegar farin að vinna að því – og við vonum að stjórnvöld og samfélagið allt standi með okkur í þeirri vegferð. Líf eftir afplánun er til. Og þegar frelsinu fylgir stuðningur, virðing og tækifæri – þá verður það raunverulegt. Höfundur er forstöðukona Batahúss kvenna.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun