Landtenging Hafnarfjarðarhafnar, framarlega í orkuskiptum Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 16. september 2021 15:30 Árið 2017 var aðgerðaáætlun um orkuskipti samþykkt af Alþingi þar sem markmiðið er m.a. að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum. Fjölgun rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar eru dæmi um innviði sem ýta undir þetta góða markmið; mögulega flýta því, bæta stöðu okkur meðal þjóða og um leið hraða orkuskiptum. Hagrænir hvatar, ívilnanir og uppbygging nauðsynlegra innviða styðja enn frekar við markmið um orkuskipti í samgöngum. En það er ekki nóg að horfa eingöngu til bifreiða. Ég tel að við sem þjóð getum tekið enn stærri skref í þessa átt með sameiginlegu átaki ásamt metnaðarfullum áætlunum ríkis og sveitarfélaga. Stór fragtskip, fyrstitogarar og skemmtiferðaskip hafa í all flestum tilvikum aðalvél sem snúa skrúfunni og svo ljósavél sem framleiðir rafmagn fyrir búnað um borð. Þegar skip koma til hafnar er slökkt á aðalvélinni en ljósavélin látin ganga sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Með þessu getur skapast hávaði sem við Hafnfirðingar og aðrir sem búa í nágrenni við hafnarsvæði í sínu sveitarfélagi þekkja svo vel. Svo ekki sé nú talað um óæskilegan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Því er sérstaklega mikilvægt að byggja upp nauðsynlega innviði, landtengingu, svo skip geti tengst rafmagni. Hér í Hafnarfirði höfum við því ákveðið að stíga stórt og markvisst fyrsta skref. Hafnarfjarðarhöfn unnið markvisst í um tvö ár Eins og fyrr segir er rafvæðing hafna hluti af loftslagáætlun stjórnvalda um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það var því stór áfangi þegar hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar samþykkti nú í byrjun ágúst að kaupa háspennutengibúnað til að styrkja verulega við núverandi landteningarkerfi og þjóna stærri skipum sem þurfa umtalsverða raforku. Umhverfissjónarmið og lífsgæði íbúa eru þar í hávegum höfð; annars vegar með því að draga úr mengun og hins vegar með því að draga úr hávaða. Við, hér í Hafnarfirði, erum í fararbroddi við að draga úr útblæstri með þessum hætti og um leið að senda mjög sterk skilaboð út með nauðsynlegri grænni fjárfestingu sem þessari. Hafnarfjarðarbær og höfnin eru í stórverkefni þegar kemur að orkuskiptum þar sem verið er að koma upp háspennutengingum á hafnarbakkanum okkar. Hér er unnið markvisst eftir góðri umhverfis- og auðlindastefnu. Hafnarfjarðarhöfn hefur til þessa verið með nokkuð öflugt kerfi sem hefur dugað fyrir hina venjulegu umferð en ekki fyrir þessu stóru aflfreku skip; frystitogara, fraktskip og öll þau mikilvægu farþegaskip sem koma hingað til okkar hingað í Hafnarfjörðinn. Nú er verið að leggja lagnir á Hvaleyrarbakka og undirbúa lagnir inn á Suðurbakka. Þetta er 1,2 megavatta viðbótarafl inn á hvorn bakka fyrir sig og erum við með væntingar um að geta tengt inn á báða bakkana næsta vor. Þetta stóra verkefni er hafið hjá okkur, fyrsti áfanginn er nú orðinn að veruleika og við munum halda áfram. Höfundur er formaður bæjarráðs og skipar 2. sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Orkumál Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Árið 2017 var aðgerðaáætlun um orkuskipti samþykkt af Alþingi þar sem markmiðið er m.a. að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum. Fjölgun rafhleðslustöðva fyrir bifreiðar eru dæmi um innviði sem ýta undir þetta góða markmið; mögulega flýta því, bæta stöðu okkur meðal þjóða og um leið hraða orkuskiptum. Hagrænir hvatar, ívilnanir og uppbygging nauðsynlegra innviða styðja enn frekar við markmið um orkuskipti í samgöngum. En það er ekki nóg að horfa eingöngu til bifreiða. Ég tel að við sem þjóð getum tekið enn stærri skref í þessa átt með sameiginlegu átaki ásamt metnaðarfullum áætlunum ríkis og sveitarfélaga. Stór fragtskip, fyrstitogarar og skemmtiferðaskip hafa í all flestum tilvikum aðalvél sem snúa skrúfunni og svo ljósavél sem framleiðir rafmagn fyrir búnað um borð. Þegar skip koma til hafnar er slökkt á aðalvélinni en ljósavélin látin ganga sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Með þessu getur skapast hávaði sem við Hafnfirðingar og aðrir sem búa í nágrenni við hafnarsvæði í sínu sveitarfélagi þekkja svo vel. Svo ekki sé nú talað um óæskilegan útblástur gróðurhúsalofttegunda. Því er sérstaklega mikilvægt að byggja upp nauðsynlega innviði, landtengingu, svo skip geti tengst rafmagni. Hér í Hafnarfirði höfum við því ákveðið að stíga stórt og markvisst fyrsta skref. Hafnarfjarðarhöfn unnið markvisst í um tvö ár Eins og fyrr segir er rafvæðing hafna hluti af loftslagáætlun stjórnvalda um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Það var því stór áfangi þegar hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar samþykkti nú í byrjun ágúst að kaupa háspennutengibúnað til að styrkja verulega við núverandi landteningarkerfi og þjóna stærri skipum sem þurfa umtalsverða raforku. Umhverfissjónarmið og lífsgæði íbúa eru þar í hávegum höfð; annars vegar með því að draga úr mengun og hins vegar með því að draga úr hávaða. Við, hér í Hafnarfirði, erum í fararbroddi við að draga úr útblæstri með þessum hætti og um leið að senda mjög sterk skilaboð út með nauðsynlegri grænni fjárfestingu sem þessari. Hafnarfjarðarbær og höfnin eru í stórverkefni þegar kemur að orkuskiptum þar sem verið er að koma upp háspennutengingum á hafnarbakkanum okkar. Hér er unnið markvisst eftir góðri umhverfis- og auðlindastefnu. Hafnarfjarðarhöfn hefur til þessa verið með nokkuð öflugt kerfi sem hefur dugað fyrir hina venjulegu umferð en ekki fyrir þessu stóru aflfreku skip; frystitogara, fraktskip og öll þau mikilvægu farþegaskip sem koma hingað til okkar hingað í Hafnarfjörðinn. Nú er verið að leggja lagnir á Hvaleyrarbakka og undirbúa lagnir inn á Suðurbakka. Þetta er 1,2 megavatta viðbótarafl inn á hvorn bakka fyrir sig og erum við með væntingar um að geta tengt inn á báða bakkana næsta vor. Þetta stóra verkefni er hafið hjá okkur, fyrsti áfanginn er nú orðinn að veruleika og við munum halda áfram. Höfundur er formaður bæjarráðs og skipar 2. sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar