Lífseigar mýtur um fátækt Vilborg Oddsdóttir skrifar 14. september 2021 13:30 Síðustu 18 ár hef ég unnið með og fyrir einstaklinga sem búa við fátækt. Á þeim tíma hef ég heyrt aragrúa af mýtum um fátækt, frá vinum og fjölskyldu og frá stjórnmálamönnum. Eins er þessum mýtum gjarnan haldið á lofti í fjölmiðlum. Hverjar eru svo þessar mýtur og er eitthvað til í þeim? „Fólk er fátækt af því að það er latt og nennir ekki að vinna!“, „Það er lífstíll sumra að lifa á bótum!“, „Fólk er kerfisfræðingar og vill bara lifa af kerfinu“. Já, þetta er það sem heyrist oft. Og svo er það brauðmolakenningin sem er útskýrð þannig fyrir mér: „Það verður að efla hagvöxt og stöðu millistéttarinnar til að við höfum efni á að styðja við þá fátæku!“ Þeir sem setja þessar kenningar og spurningar fram gera það oft af vanþekkingu en aðrir, - sem er verra - til að telja okkur trú um að fátækt sé óumflýjanleg. Það vill brenna við að kjörnir fulltrúar skelli sökinni á þau sem búa við fátækt og geri þau ábyrg fyrir þeirri samfélagsgerð sem veldur því að hluti fólks býr við fátækt. Okkur er talin trú um að fátæktin sé tilkomin vegna lífstíls og að hún sé val og að þá geti stjórnvöld ekki mikið gert. En er það svo? Auðvitað býr enginn við fátækt af því að hann vill vera fátækur! Það er fáránlegt að halda því fram. Við vitum að með réttri forgangsröðun þarf enginn að búa við fátækt. Við þurfum að stokka velferðarkerfin okkar upp í samtali og samvinnu við þá sem búa við fátækt því annars verða ekki raunverulegar breytingar á kerfinu heldur verða breytingar aðeins gerðar út frá þekkingu og reynsluheimi þeirra sem að völdum sitja. Raunverulegt notendasamráð er hreyfiaflið sem þarf til góðra breytinga. Þannig upprætum við fátækt. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í 4. sæti Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Síðustu 18 ár hef ég unnið með og fyrir einstaklinga sem búa við fátækt. Á þeim tíma hef ég heyrt aragrúa af mýtum um fátækt, frá vinum og fjölskyldu og frá stjórnmálamönnum. Eins er þessum mýtum gjarnan haldið á lofti í fjölmiðlum. Hverjar eru svo þessar mýtur og er eitthvað til í þeim? „Fólk er fátækt af því að það er latt og nennir ekki að vinna!“, „Það er lífstíll sumra að lifa á bótum!“, „Fólk er kerfisfræðingar og vill bara lifa af kerfinu“. Já, þetta er það sem heyrist oft. Og svo er það brauðmolakenningin sem er útskýrð þannig fyrir mér: „Það verður að efla hagvöxt og stöðu millistéttarinnar til að við höfum efni á að styðja við þá fátæku!“ Þeir sem setja þessar kenningar og spurningar fram gera það oft af vanþekkingu en aðrir, - sem er verra - til að telja okkur trú um að fátækt sé óumflýjanleg. Það vill brenna við að kjörnir fulltrúar skelli sökinni á þau sem búa við fátækt og geri þau ábyrg fyrir þeirri samfélagsgerð sem veldur því að hluti fólks býr við fátækt. Okkur er talin trú um að fátæktin sé tilkomin vegna lífstíls og að hún sé val og að þá geti stjórnvöld ekki mikið gert. En er það svo? Auðvitað býr enginn við fátækt af því að hann vill vera fátækur! Það er fáránlegt að halda því fram. Við vitum að með réttri forgangsröðun þarf enginn að búa við fátækt. Við þurfum að stokka velferðarkerfin okkar upp í samtali og samvinnu við þá sem búa við fátækt því annars verða ekki raunverulegar breytingar á kerfinu heldur verða breytingar aðeins gerðar út frá þekkingu og reynsluheimi þeirra sem að völdum sitja. Raunverulegt notendasamráð er hreyfiaflið sem þarf til góðra breytinga. Þannig upprætum við fátækt. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í 4. sæti Reykjavík suður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar