Vaxtarstyrkur fyrir þitt barn Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 7. september 2021 21:00 Fjölbreytt og gott íþrótta- og tómstundastarf er okkur flestum tiltölulega aðgengilegt hér á landi. Það er eitthvað sem við sem samfélag getum státað okkur af og það sem meira er, þá getum við verið nokkuð stolt af því. Rannsóknir hafa sýnt og sannað að kostir þess að stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf eru óumdeilanlegir. Slíkt starf hefur jákvæð áhrif á félagsfærni barna, þroska þeirra sem og á andlega og líkamlega heilsu. Það á við hvort sem þau æfa boltaíþróttir, fimleika, júdó, skák, á fiðlu, rafíþróttir eða hvað annað. Það er mikilvægt að virkja börn til þátttöku í skipulögðu íþrótta- eða tómstundastarfi og um leið að tryggja tækifæri allra til að njóta góðs af því. Jöfn tækifæri barna til að blómstra Ríki og sveitarfélög hafa átt gott samstarf og unnið hefur verið náið með íþrótta- og tómstundahreyfingum landsins að lækkun greiðslubyrði fjölskyldna vegna þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við getum þó enn gert betur. Fyrir margar fjölskyldur er það þungur róður að standa straum af kostnaði við þátttöku barna sinna í slíku starfi. Sérstaklega getur borið á þeirri stöðu nú í kjölfar áhrifa COVID-19 á efnahag og vinnumarkaðinn hér á landi. Slík staða getur verið öllum erfið og ósanngjörn; sérstaklega gagnvart börnum. Við viljum tryggja jöfn tækifæri allra barna til að blómstra í þeirri íþrótt eða þeirri tómstund sem höfðar til þeirra og þau finna sig í óháð efnahag eða félagslegra aðstæðna. Mörg sveitarfélög niðurgreiða þátttöku í íþróttum eða tómstundum í formi frístundastyrks. Það hefur vissulega leitt til þess að aukning iðkenda hefur orðið í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi þeirra sveitarfélaga. Hins vegar eru enn fjölskyldur sem sjá sig ekki fjárhagslega færa til að greiða fyrir íþrótta- og tómstundiðkun barna sinna og úr því þarf að bæta. Launsin liggur í vaxtarstyrk Framsóknar Við í Framsókn viljum létta enn frekar undir með barnafjölskyldum og tryggja það að öll börn njóti góðs af skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með því að tryggja hverju barni 60 þúsund króna árlegan vaxtarstyrk. Sem dæmi myndi þriggja barna fjölskylda fá 180 þúsund króna vaxtarstyrk árlega og er það til viðbótar við þann frístundastyrk sem sveitarfélög bjóða upp á. Léttum lífið og fjárfestum í fólki. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og skipar 2. Sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Íþróttir barna Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Fjölbreytt og gott íþrótta- og tómstundastarf er okkur flestum tiltölulega aðgengilegt hér á landi. Það er eitthvað sem við sem samfélag getum státað okkur af og það sem meira er, þá getum við verið nokkuð stolt af því. Rannsóknir hafa sýnt og sannað að kostir þess að stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf eru óumdeilanlegir. Slíkt starf hefur jákvæð áhrif á félagsfærni barna, þroska þeirra sem og á andlega og líkamlega heilsu. Það á við hvort sem þau æfa boltaíþróttir, fimleika, júdó, skák, á fiðlu, rafíþróttir eða hvað annað. Það er mikilvægt að virkja börn til þátttöku í skipulögðu íþrótta- eða tómstundastarfi og um leið að tryggja tækifæri allra til að njóta góðs af því. Jöfn tækifæri barna til að blómstra Ríki og sveitarfélög hafa átt gott samstarf og unnið hefur verið náið með íþrótta- og tómstundahreyfingum landsins að lækkun greiðslubyrði fjölskyldna vegna þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Við getum þó enn gert betur. Fyrir margar fjölskyldur er það þungur róður að standa straum af kostnaði við þátttöku barna sinna í slíku starfi. Sérstaklega getur borið á þeirri stöðu nú í kjölfar áhrifa COVID-19 á efnahag og vinnumarkaðinn hér á landi. Slík staða getur verið öllum erfið og ósanngjörn; sérstaklega gagnvart börnum. Við viljum tryggja jöfn tækifæri allra barna til að blómstra í þeirri íþrótt eða þeirri tómstund sem höfðar til þeirra og þau finna sig í óháð efnahag eða félagslegra aðstæðna. Mörg sveitarfélög niðurgreiða þátttöku í íþróttum eða tómstundum í formi frístundastyrks. Það hefur vissulega leitt til þess að aukning iðkenda hefur orðið í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi þeirra sveitarfélaga. Hins vegar eru enn fjölskyldur sem sjá sig ekki fjárhagslega færa til að greiða fyrir íþrótta- og tómstundiðkun barna sinna og úr því þarf að bæta. Launsin liggur í vaxtarstyrk Framsóknar Við í Framsókn viljum létta enn frekar undir með barnafjölskyldum og tryggja það að öll börn njóti góðs af skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi með því að tryggja hverju barni 60 þúsund króna árlegan vaxtarstyrk. Sem dæmi myndi þriggja barna fjölskylda fá 180 þúsund króna vaxtarstyrk árlega og er það til viðbótar við þann frístundastyrk sem sveitarfélög bjóða upp á. Léttum lífið og fjárfestum í fólki. Höfundur er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og skipar 2. Sætið á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar