Ný hugsun í heilbrigðiskerfinu Gauti Grétarsson skrifar 6. september 2021 20:01 Í íþróttum skiptir máli að hafa framúrskarandi þjálfara. Þjálfara sem er leiðtogi, hefur skýra stefnu, gefur íþróttafólkinu sínu skýr fyrirmæli og stappar stálinu í það. Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari gull- og silfurhafa Svía í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tokyoog Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, eru dæmi um slíka þjálfara enda hafa þeir náð ótrúlegum árangri með sitt fólk. Það er aðdáunarvert að sjá af hversu mikilli virðingu þeir tala um keppendurna sína í viðtölum og greinaskrifum. Það er þess vegna áhugavert að bera viðmót þeirra saman við viðmót heilbrigðisráðherra og forstjóra Landsspítalans um þær áherslur sem lagðar eru til grundvallar heilbrigðiskerfinu sem og viðmót til íslenskraheilbrigðisstarfsmanna. Á síðustu árum virðist sem enginn stjórnmálaflokkur hafi þorað að taka að sér heilbrigðisráðuneytið. Heit kartafla sem enginn vill halda á. Ráðherrann sem hefur stýrt ráðuneytinu síðustu 4 ár virðist hafa haft það að markmiði að leggja niður þann hluta kerfisins sem rekinn er af einkaaðilum. Þeir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem starfa í einkarekstri eru almennt sakaðir um að maka krókinn og umræðan um heilbrigðismál virðist svo snúast meira um fjármál en sjúklinginn sjálfan. Heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi veitir framúrskarandi þjónustu og nær undraverðum árangri í sínum störfum. Á það bæði við þá sem starfa fyrir hið opinbera og þá sem starfa sjálfstætt. Að halda öðru fram er einfaldlega rangt. Kjarni málsins er sá að sjúklingum fer fjölgandi vegna lífsstílstengdra sjúkdóma og öldrunar þjóðarinnar. Í stað þess að leggja áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma fer orkan í að ræða hvort heilbrigðisstarfsemi eigi að vera rekin af einkareknum aðilum eða ríkisvaldinu sjálfu, og hvort enn meiri hluti af vergri landsframleiðslu eigi að fara til Landspítalans. Stefnum á nýja nálgun í heilbrigðiskerfinu með því að fjárfesta í fólki áður en í óefni er komið? Þurfum við ekki sem samfélag að huga betur að forvörnum og byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann? Það er fjárfesting sem mun skila íslensku samfélagi margfalt til baka þegar lengra er litið. Er ekki kominn tími til að fjárfesta í fólk? Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 4. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í íþróttum skiptir máli að hafa framúrskarandi þjálfara. Þjálfara sem er leiðtogi, hefur skýra stefnu, gefur íþróttafólkinu sínu skýr fyrirmæli og stappar stálinu í það. Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari gull- og silfurhafa Svía í kringlukasti á Ólympíuleikunum í Tokyoog Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, eru dæmi um slíka þjálfara enda hafa þeir náð ótrúlegum árangri með sitt fólk. Það er aðdáunarvert að sjá af hversu mikilli virðingu þeir tala um keppendurna sína í viðtölum og greinaskrifum. Það er þess vegna áhugavert að bera viðmót þeirra saman við viðmót heilbrigðisráðherra og forstjóra Landsspítalans um þær áherslur sem lagðar eru til grundvallar heilbrigðiskerfinu sem og viðmót til íslenskraheilbrigðisstarfsmanna. Á síðustu árum virðist sem enginn stjórnmálaflokkur hafi þorað að taka að sér heilbrigðisráðuneytið. Heit kartafla sem enginn vill halda á. Ráðherrann sem hefur stýrt ráðuneytinu síðustu 4 ár virðist hafa haft það að markmiði að leggja niður þann hluta kerfisins sem rekinn er af einkaaðilum. Þeir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem starfa í einkarekstri eru almennt sakaðir um að maka krókinn og umræðan um heilbrigðismál virðist svo snúast meira um fjármál en sjúklinginn sjálfan. Heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi veitir framúrskarandi þjónustu og nær undraverðum árangri í sínum störfum. Á það bæði við þá sem starfa fyrir hið opinbera og þá sem starfa sjálfstætt. Að halda öðru fram er einfaldlega rangt. Kjarni málsins er sá að sjúklingum fer fjölgandi vegna lífsstílstengdra sjúkdóma og öldrunar þjóðarinnar. Í stað þess að leggja áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma fer orkan í að ræða hvort heilbrigðisstarfsemi eigi að vera rekin af einkareknum aðilum eða ríkisvaldinu sjálfu, og hvort enn meiri hluti af vergri landsframleiðslu eigi að fara til Landspítalans. Stefnum á nýja nálgun í heilbrigðiskerfinu með því að fjárfesta í fólki áður en í óefni er komið? Þurfum við ekki sem samfélag að huga betur að forvörnum og byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann? Það er fjárfesting sem mun skila íslensku samfélagi margfalt til baka þegar lengra er litið. Er ekki kominn tími til að fjárfesta í fólk? Höfundur er sjúkraþjálfari og skipar 4. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík Norður.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun