Þeir fiska sem róa Helga Björg Loftsdóttir skrifar 27. maí 2021 14:31 Vel rekin útgerð getur malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni og því þarf að halda á lofti, þar gætir þú komið til sögu. Ertu að huga að námi í haust en veist ekki hvað þú vilt læra? Ég skil það vel, hafsjórinn af námsframboðinu getur orðið til þess að maður kynnir sér kannski einna helst það sem maður þekkir og veit hvað er. Sjávarútvegsfræði getur verið ein af þeim greinum sem þú hefur ekki velt fyrir þér sem valkost, en ég hvet þig til að íhuga það alvarlega. Sjávarútvegsfræði er einungis kennd við Háskólann á Akureyri og þar getur þú nælt þér í tvær gráður á aðeins fjórum árum, svona ef þú ert að huga að því að safna þeim. Árið 2016 lá leiðin í háskólanám eftir framhaldsskóla. Ég hafði sótt um þessa helstu háskóla sem að litla Ísland hefur upp á að bjóða, nema Háskólann á Akureyri. En afhverju ekki ? Jú, því fyrir mig komandi úr höfuðborginni, þá get ég sagt ykkur að Háskólinn á Akureyri lá ekki beint við og það að flytja ein hinum megin á landið var eitthvað sem ég leiddi ekki hugann að í fyrstu. Í dag er ég svo innilega þakklát fyrir það að hafa látið slag standa, stigið stórt skref út fyrir þægindarammann og skráð mig í viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri þremur dögum áður en umsóknarfresturinn rann út. Námið í HA mótaði mig ekki einungis sem manneskjan sem ég er í dag, heldur eignaðist ég fullt af yndislegum vinum til framtíðar ásamt því að stækka tengslanetið mitt gífurlega. Þú hefur tækifæri til að hoppa um borð. Eftir að hafa að hafa lesið mig til um sjávarútvegsfræði sá ég hversu mikil viðskiptafræði var líka í henni og að ég gæti því lokið tveimur BS gráðum á aðeins fjórum árum með því að bæta við mig einu ári í viðskiptafræði. Það sem að mér fannst frábært við námið var hversu æðislegir kennararnir voru og tengslin sem ég myndaði. Háskólinn á Akureyri er til fyrirmyndar hvað varðar fjarkennslu og því eru allir tímar teknir upp. Það gerði mér kleift að geta skroppið suður þegar að ég vildi kíkja í mat til mömmu, en á sama tíma gat ég ennþá sinnt náminu mínu 100% með því að vera með í tímanum á netinu eða hlustað á upptöku eftir á. Að vera í námi sem ekki er í boði annarstaðar gerði það að verkum að mikil samheldni myndaðist á milli allra í náminu. Hvort sem þú varst í fjarnámi eða nemandi á staðnum þá þekktirðu alla og allir hjálpuðust að. Ekki má gleyma öllum löngu verklegu tímunum, en samnemendur gerðu það að verkum að þeir voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum. Eftir útskrift er svo miklu meira en fiskur sem tekur á móti sjávarútvegsfræðingum. Þeir fiska svo sannarlega sem róa og tækifærin eru handan við hornið, ef þú hoppar um borð. Sjávarútvegsfræðingar starfa við fjölbreytt störf en þeir eru til dæmis framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar, markaðsstjórar, starfa við fjármál og svo margt fleira. Margir reka einnig eigin fyrirtæki eða starfa erlendis. Þá starfar allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum. Að hafa klárað tvær BS gráður á fjórum árum hefur opnað endalausa möguleika fyrir mig og mæli ég eindregið með því að þú skoðir og kynnir þér alvarlega sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Höfundur er sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og sérfræðingur umhverfismála hjá Hampiðjunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Sjávarútvegur Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Vel rekin útgerð getur malað gull. Íslenskur sjávarútvegur skapar um milljarð króna í útflutningstekjur hvern virkan dag. Íslenskur sjávarútvegur einkennist af nýsköpun og framsækni og því þarf að halda á lofti, þar gætir þú komið til sögu. Ertu að huga að námi í haust en veist ekki hvað þú vilt læra? Ég skil það vel, hafsjórinn af námsframboðinu getur orðið til þess að maður kynnir sér kannski einna helst það sem maður þekkir og veit hvað er. Sjávarútvegsfræði getur verið ein af þeim greinum sem þú hefur ekki velt fyrir þér sem valkost, en ég hvet þig til að íhuga það alvarlega. Sjávarútvegsfræði er einungis kennd við Háskólann á Akureyri og þar getur þú nælt þér í tvær gráður á aðeins fjórum árum, svona ef þú ert að huga að því að safna þeim. Árið 2016 lá leiðin í háskólanám eftir framhaldsskóla. Ég hafði sótt um þessa helstu háskóla sem að litla Ísland hefur upp á að bjóða, nema Háskólann á Akureyri. En afhverju ekki ? Jú, því fyrir mig komandi úr höfuðborginni, þá get ég sagt ykkur að Háskólinn á Akureyri lá ekki beint við og það að flytja ein hinum megin á landið var eitthvað sem ég leiddi ekki hugann að í fyrstu. Í dag er ég svo innilega þakklát fyrir það að hafa látið slag standa, stigið stórt skref út fyrir þægindarammann og skráð mig í viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri þremur dögum áður en umsóknarfresturinn rann út. Námið í HA mótaði mig ekki einungis sem manneskjan sem ég er í dag, heldur eignaðist ég fullt af yndislegum vinum til framtíðar ásamt því að stækka tengslanetið mitt gífurlega. Þú hefur tækifæri til að hoppa um borð. Eftir að hafa að hafa lesið mig til um sjávarútvegsfræði sá ég hversu mikil viðskiptafræði var líka í henni og að ég gæti því lokið tveimur BS gráðum á aðeins fjórum árum með því að bæta við mig einu ári í viðskiptafræði. Það sem að mér fannst frábært við námið var hversu æðislegir kennararnir voru og tengslin sem ég myndaði. Háskólinn á Akureyri er til fyrirmyndar hvað varðar fjarkennslu og því eru allir tímar teknir upp. Það gerði mér kleift að geta skroppið suður þegar að ég vildi kíkja í mat til mömmu, en á sama tíma gat ég ennþá sinnt náminu mínu 100% með því að vera með í tímanum á netinu eða hlustað á upptöku eftir á. Að vera í námi sem ekki er í boði annarstaðar gerði það að verkum að mikil samheldni myndaðist á milli allra í náminu. Hvort sem þú varst í fjarnámi eða nemandi á staðnum þá þekktirðu alla og allir hjálpuðust að. Ekki má gleyma öllum löngu verklegu tímunum, en samnemendur gerðu það að verkum að þeir voru skemmtilegustu tímarnir í skólanum. Eftir útskrift er svo miklu meira en fiskur sem tekur á móti sjávarútvegsfræðingum. Þeir fiska svo sannarlega sem róa og tækifærin eru handan við hornið, ef þú hoppar um borð. Sjávarútvegsfræðingar starfa við fjölbreytt störf en þeir eru til dæmis framkvæmdastjórar, framleiðslustjórar, sviðsstjórar, gjaldkerar, útgerðarstjórar, verkstjórar, gæðastjórar, markaðsstjórar, starfa við fjármál og svo margt fleira. Margir reka einnig eigin fyrirtæki eða starfa erlendis. Þá starfar allt að helmingur sjávarútvegsfræðinga utan hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja, til dæmis hjá fjármála-, flutninga- og hugbúnaðarfyrirtækjum. Að hafa klárað tvær BS gráður á fjórum árum hefur opnað endalausa möguleika fyrir mig og mæli ég eindregið með því að þú skoðir og kynnir þér alvarlega sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Höfundur er sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri og sérfræðingur umhverfismála hjá Hampiðjunni.
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar