Síðasta æviskeiðið og lífslokin Sandra B. Franks skrifar 26. apríl 2021 14:35 Í fréttum helgarinnar var bent á að stíga þurfi stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila. Langflest þeirra séu rekin með tapi. Samkvæmt niðurstöðu verkefnastjórnar, sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstur hjúkrunarheimila, nemur tapið 3,5 milljarði króna á árunum 2017 til 2019. Jafnframt þurfi að bæta hátt í 9 milljörðum króna á ári til reksturs hjúkrunarheimila svo þau nái að sinna umönnun og hjúkrun eins og landlæknir telur eðlilegt. Vanmetin kaflaskil Ein mikilvægustu og erfiðustu kaflaskil í lífi fólks er þegar sá aldraði stendur á þeim tímamótum að þurfa hjúkrunarþjónustu, faglegan stuðning og ráðgjöf til að halda áfram að lifa og halda mannlegri reisn. Það vekur því furðu hvernig þessi kaflaskil eru stórlega vanmetin í kerfinu. Umönnun þess aldraða, sem fengið hefur inni á hjúkrunarheimili, eftir að hafa farið gegnum færni- og heilsumat sem er einstaklingsbundið mat á líkamlegri og andlegri getu hans fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimili, er að verulegu leyti borin upp af ófaglærðu starfsfólki. Í skýrslu verkefnastjórnar kemur fram að um 64% starfsmanna hjúkrunarheimila ófaglærðir. Þjónusta í samræmi við þörf Til þess að hjúkrunarheimilin nái æskilegum viðmiðum Embættis landlæknis þarf að fjölga fagfólki, og þá einkum sjúkraliðum. Miða þarf þjónustuna að þörfum þeirra sem þiggja hana. Standa þarf faglega að málum þegar uppfylla á líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Að jafnaði er meðal dvalartími í hjúkrunarrými um 2,6 ár, sem endar með andláti. Við sem samfélag eigum að hafa metnað til gera betur þegar kemur að þjónustu við aldraða, síðasta æviskeiðinu og við lífslokin. Það er ekki valkostur að hjúkrunarheimilin leitist við að halda launakostnaði sínum niðri með ráðningum á ófaglærðum starfsmönnum og fela þeim umönnunarstörf. Sjúkraliðar lykilstétt Ég hef ítrekað gagnrýnt hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda þegar talið berst að hjúkrunarþjónustu og mönnun kerfisins. Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan hjúkrunarheimila veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum/heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt Það er gagnrýnivert að viðmiðunarreglur landlæknis fela ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttektum frá embættinu að á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Heilbrigðiskerfið þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Heilbrigðisyfirvöld verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef hjúkrunarheimili og heilbrigðisþjónustan eru undirmönnuð af sjúkraliðum. Á því á ný stefna um heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 meðal annars að byggja. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Heilbrigðismál Sandra B. Franks Hjúkrunarheimili Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í fréttum helgarinnar var bent á að stíga þurfi stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila. Langflest þeirra séu rekin með tapi. Samkvæmt niðurstöðu verkefnastjórnar, sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstur hjúkrunarheimila, nemur tapið 3,5 milljarði króna á árunum 2017 til 2019. Jafnframt þurfi að bæta hátt í 9 milljörðum króna á ári til reksturs hjúkrunarheimila svo þau nái að sinna umönnun og hjúkrun eins og landlæknir telur eðlilegt. Vanmetin kaflaskil Ein mikilvægustu og erfiðustu kaflaskil í lífi fólks er þegar sá aldraði stendur á þeim tímamótum að þurfa hjúkrunarþjónustu, faglegan stuðning og ráðgjöf til að halda áfram að lifa og halda mannlegri reisn. Það vekur því furðu hvernig þessi kaflaskil eru stórlega vanmetin í kerfinu. Umönnun þess aldraða, sem fengið hefur inni á hjúkrunarheimili, eftir að hafa farið gegnum færni- og heilsumat sem er einstaklingsbundið mat á líkamlegri og andlegri getu hans fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimili, er að verulegu leyti borin upp af ófaglærðu starfsfólki. Í skýrslu verkefnastjórnar kemur fram að um 64% starfsmanna hjúkrunarheimila ófaglærðir. Þjónusta í samræmi við þörf Til þess að hjúkrunarheimilin nái æskilegum viðmiðum Embættis landlæknis þarf að fjölga fagfólki, og þá einkum sjúkraliðum. Miða þarf þjónustuna að þörfum þeirra sem þiggja hana. Standa þarf faglega að málum þegar uppfylla á líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Að jafnaði er meðal dvalartími í hjúkrunarrými um 2,6 ár, sem endar með andláti. Við sem samfélag eigum að hafa metnað til gera betur þegar kemur að þjónustu við aldraða, síðasta æviskeiðinu og við lífslokin. Það er ekki valkostur að hjúkrunarheimilin leitist við að halda launakostnaði sínum niðri með ráðningum á ófaglærðum starfsmönnum og fela þeim umönnunarstörf. Sjúkraliðar lykilstétt Ég hef ítrekað gagnrýnt hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda þegar talið berst að hjúkrunarþjónustu og mönnun kerfisins. Allir sem til þekkja vita að vöntun á sjúkraliðum innan hjúkrunarheimila veldur auknu álagi á þá sem eiga að njóta þjónustunnar og á þá sem þar starfa. Ein af birtingarmyndum álagsins eru verri gæði þjónustunnar gagnvart sjúklingum/heimilisfólki. Þannig eru skýr tengsl á milli lélegra þjónustugæða á hjúkrunarheimilum og lágs hlutfalls fagmenntaðs hjúkrunarfólks. Í þeim hópi eru sjúkraliðar lykilstétt Það er gagnrýnivert að viðmiðunarreglur landlæknis fela ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttektum frá embættinu að á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Heilbrigðiskerfið þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Heilbrigðisyfirvöld verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef hjúkrunarheimili og heilbrigðisþjónustan eru undirmönnuð af sjúkraliðum. Á því á ný stefna um heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 meðal annars að byggja. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun