Leyndarmál eða lygar? Guðrún Helga Bjarnadóttir skrifar 9. apríl 2021 11:30 Að eiga leyndarmál getur verið skemmtilegt og ætti að vera það. En þegar leyndarmál eru notuð til að fela eitthvað sem er óviðeigandi, þá getum við ekki kallað það lengur leyndarmál. Hugtakið leyndarmál ætti alltaf að innihalda eitthvað sem er spennandi, skemmtilegt og kemur á óvart fyrir einhvern eða einhverja þegar ljóstra má upp leyndarmálinu. Leyndarmál ættu að vera þess eðlis að ljóstrað er frá þeim eftir skamman tíma. Ef það má aldrei komast upp hverju þagað er yfir þá flokkast það ekki lengur sem leyndarmál. Við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi erum þessa dagana að hvetja kennara í grunnskólum til að sýna börnum í 3ja bekk teiknimyndina „Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá“ . Samtökin hafa frá árinu 2011 haft milligöngu um þetta verkefni og árlega horfa um 3000 börn á landinu öllu á þessa mynd, vinna verkefni í kjölfarið og ræða boðskap myndarinnar sem fjallar um mikilvægi þess að börn segi frá ef brotið er á þeim. Allmörg dæmi eru um að eftir áhorf myndarinnar geri börn sér grein fyrir því að eitthvað sem gert var á þeirra hlut og þeim sagt að væri leyndarmál sem mætti aldrei segja frá er ekki ásættanlegt – er ekki í boði, eins og oft er sagt í leikskólum. Það flokkast ekki sem leyndarmál að gera eitthvað við eða með börnum sem aldrei má segja frá, það flokkast frekar sem lygi. Líklega er þá um eitthvað athæfi að ræða sem er ólöglegt og brýtur á réttindum barna. Mörg börn eru að heyra um muninn á leyndarmálum og lygi í fyrsta sinn þegar þau horfa á myndina í 3ja bekk og við hjá Barnaheillum þekkjum dæmi þess að börn hafi ekki gert sér grein fyrir þessum mun fyrr en mun seinna, á unglingastigi í grunnskóla. Þau börn hafa þá jafnvel burðast með áhyggjur sínar, ótta og vanlíðan í fjölda ára af ótta við að vera refsað ef þau segja frá. Einkastaðir eru einkastaðir. Í þessari vel gerðu mynd er lögð áhersla á einkastaði líkamans. Teiknimyndin gerir kennurum og öðrum kleift að ræða við nemendur á opinn og frjálslegan hátt um hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að einkastöðum barna. Skilaboð til barnanna eru á þann hátt að þau gera sér grein fyrir að; Þau eiga sína einkastaði og ráða yfir þeim Sum leyndarmál eiga ekki að vera leyndarmál Það er aldrei börnum að kenna ef einhver brýtur regluna um einkastaðina Ef einhver brýtur regluna um einkastaðina skulu þau segja einhverjum fullorðnum sem þau treysta frá því eða hringja í 112. Er skóli barnsins þíns að sýna Leyndarmálið? Þessa dagana erum við að senda út bókamerki í skóla landsins og minna á myndina Leyndarmálið fyrir nemendur í 3ja bekk. Kennarar sýna verkefninu mikinn áhuga og um 3000 merki hafa nú þegar verið afhend börnum. En fær barnið þitt þessa fræðslu?Við hvetjum foreldra til að kynna sér það hvort börnin þeirra eru að fá þessa mikilvægu fræðslu í skólanum sem valdeflir börn og kennir þeim um þau mörk sem þau eiga að setja sér. Ef barnið þitt er ekki að fá fræðsluna í skólanum skaltu endilega hvetja til þess eða horfa á myndina sjálf og síðan með barninu og í lokin ræða við barnið um inntak hennar. Myndin er aðgengileg á heimasíðu Barnaheilla og þar er einnig að finna stuðningsefni fyrir kennara og aðra sem vinna með börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann Skoðun Halldór 08.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Að eiga leyndarmál getur verið skemmtilegt og ætti að vera það. En þegar leyndarmál eru notuð til að fela eitthvað sem er óviðeigandi, þá getum við ekki kallað það lengur leyndarmál. Hugtakið leyndarmál ætti alltaf að innihalda eitthvað sem er spennandi, skemmtilegt og kemur á óvart fyrir einhvern eða einhverja þegar ljóstra má upp leyndarmálinu. Leyndarmál ættu að vera þess eðlis að ljóstrað er frá þeim eftir skamman tíma. Ef það má aldrei komast upp hverju þagað er yfir þá flokkast það ekki lengur sem leyndarmál. Við hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi erum þessa dagana að hvetja kennara í grunnskólum til að sýna börnum í 3ja bekk teiknimyndina „Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá“ . Samtökin hafa frá árinu 2011 haft milligöngu um þetta verkefni og árlega horfa um 3000 börn á landinu öllu á þessa mynd, vinna verkefni í kjölfarið og ræða boðskap myndarinnar sem fjallar um mikilvægi þess að börn segi frá ef brotið er á þeim. Allmörg dæmi eru um að eftir áhorf myndarinnar geri börn sér grein fyrir því að eitthvað sem gert var á þeirra hlut og þeim sagt að væri leyndarmál sem mætti aldrei segja frá er ekki ásættanlegt – er ekki í boði, eins og oft er sagt í leikskólum. Það flokkast ekki sem leyndarmál að gera eitthvað við eða með börnum sem aldrei má segja frá, það flokkast frekar sem lygi. Líklega er þá um eitthvað athæfi að ræða sem er ólöglegt og brýtur á réttindum barna. Mörg börn eru að heyra um muninn á leyndarmálum og lygi í fyrsta sinn þegar þau horfa á myndina í 3ja bekk og við hjá Barnaheillum þekkjum dæmi þess að börn hafi ekki gert sér grein fyrir þessum mun fyrr en mun seinna, á unglingastigi í grunnskóla. Þau börn hafa þá jafnvel burðast með áhyggjur sínar, ótta og vanlíðan í fjölda ára af ótta við að vera refsað ef þau segja frá. Einkastaðir eru einkastaðir. Í þessari vel gerðu mynd er lögð áhersla á einkastaði líkamans. Teiknimyndin gerir kennurum og öðrum kleift að ræða við nemendur á opinn og frjálslegan hátt um hvað er rétt og hvað er rangt þegar kemur að einkastöðum barna. Skilaboð til barnanna eru á þann hátt að þau gera sér grein fyrir að; Þau eiga sína einkastaði og ráða yfir þeim Sum leyndarmál eiga ekki að vera leyndarmál Það er aldrei börnum að kenna ef einhver brýtur regluna um einkastaðina Ef einhver brýtur regluna um einkastaðina skulu þau segja einhverjum fullorðnum sem þau treysta frá því eða hringja í 112. Er skóli barnsins þíns að sýna Leyndarmálið? Þessa dagana erum við að senda út bókamerki í skóla landsins og minna á myndina Leyndarmálið fyrir nemendur í 3ja bekk. Kennarar sýna verkefninu mikinn áhuga og um 3000 merki hafa nú þegar verið afhend börnum. En fær barnið þitt þessa fræðslu?Við hvetjum foreldra til að kynna sér það hvort börnin þeirra eru að fá þessa mikilvægu fræðslu í skólanum sem valdeflir börn og kennir þeim um þau mörk sem þau eiga að setja sér. Ef barnið þitt er ekki að fá fræðsluna í skólanum skaltu endilega hvetja til þess eða horfa á myndina sjálf og síðan með barninu og í lokin ræða við barnið um inntak hennar. Myndin er aðgengileg á heimasíðu Barnaheilla og þar er einnig að finna stuðningsefni fyrir kennara og aðra sem vinna með börnum. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla.
Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson Skoðun