Jafnrétti nemenda til náms Anna María Björnsdóttir skrifar 23. mars 2021 17:01 Eftir margra ára baráttu hefur Röskvuliðum í Stúdentaráði Háskóla Íslands tekist að tryggja að sjúkra- og endurtökupróf fyrir jólapróf séu haldin í janúar. Þessi breyting var mikill sigur fyrir stúdenta, enda hefur því fylgt mikið álag fyrir nemendur skólans í gegnum tíðina að þurfa að taka sjúkra- eða endurtökupróf hálfu ári eftir að aðalpróf fer fram. Við viljum þó beina athygli stúdenta að þeirri staðreynd að enn er til staðar undanþáguheimild og eru endurtökupróf því ekki í boði fyrir nemendur á þeim sviðum sem beita fyrir sig þeirri heimild. Háskólaráð samþykkti breytingar á reglunum til að gæta jafnræðis og auka samræmingu milli fræðasviða og krefst Röskva þess að undanþáguheimild þessi verði afnumin. Að neita nemendum um þann rétt að þreyta endurtökupróf getur haft ýmsar neikvæðar afleiðingar, ýtt undir kvíða og jafnvel orðið til þess að brautskráningu viðkomandi seinki, sérstaklega ef námskeið er einungis kennt annað hvert ár eins og oft er raunin. Við viljum tryggja það að allir nemendur njóti jafnræðis er kemur að reglum skólans. Þetta skýtur sérstaklega skökku við í ljósi þess að sjúkrapróf eru nú þegar framkvæmd á sviðinu. Hvers vegna geta nemendur sem féllu á aðalprófinu ekki þreytt próf sem þegar er búið að semja? Við viljum halda þessari vinnu áfram og halda áfram að beita skólastjórnendur þrýstingi í málefnum er varða grunnjafnrétti nemenda háskólans til náms. Við erum hvergi nærri hætt. Kjósum árangursríka hagsmunabaráttu, kjósum Röskvu. Höfundur er frambjóðandi Röskvu til Stúdentaráðs Háskóla Íslands á Hugvísindasviði. Enska/English After years of struggle, Röskva members in the Student Council succeeded in securing January resit-and make-up exams. This change was a big win for students, as it has proved stressful for university students to only have make-up exams available to them a whole semester or six months after December primary exams. However, we want to point out the fact that there is still an exemption available from these rules, meaning make-up exams are not available for students within departments that use this exemption permit. The University Council agreed to the rule changes, to secure every student’s right to education and ensure interdisciplinary standardization, so Röskva demands this exemption permit be revoked. To deny students the right to make-up exams can be anxiety inducing and delay their graduation, especially in cases of courses that are only taught every other year. We want to ensure that all students of the University are equal, in terms of regulations, and be allowed to take make-up exams like many other departments of the university. Most perplexing is the fact that in these particular departments, make-up exams due to illness are permitted and conducted, meaning lecturers are required to write a secondary exam for students who are ill on exam day. Why can’t students, who did not pass the primary exam, take the secondary exams that have already been written? We want to continue our work. Keep on pressuring university administrators in matters concerning equal opportunity to education. We are nowhere near done. Vote success, vote Röskva. The author is a Röskva candidate for The Student Council of the University of Iceland, School of Humanities. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir margra ára baráttu hefur Röskvuliðum í Stúdentaráði Háskóla Íslands tekist að tryggja að sjúkra- og endurtökupróf fyrir jólapróf séu haldin í janúar. Þessi breyting var mikill sigur fyrir stúdenta, enda hefur því fylgt mikið álag fyrir nemendur skólans í gegnum tíðina að þurfa að taka sjúkra- eða endurtökupróf hálfu ári eftir að aðalpróf fer fram. Við viljum þó beina athygli stúdenta að þeirri staðreynd að enn er til staðar undanþáguheimild og eru endurtökupróf því ekki í boði fyrir nemendur á þeim sviðum sem beita fyrir sig þeirri heimild. Háskólaráð samþykkti breytingar á reglunum til að gæta jafnræðis og auka samræmingu milli fræðasviða og krefst Röskva þess að undanþáguheimild þessi verði afnumin. Að neita nemendum um þann rétt að þreyta endurtökupróf getur haft ýmsar neikvæðar afleiðingar, ýtt undir kvíða og jafnvel orðið til þess að brautskráningu viðkomandi seinki, sérstaklega ef námskeið er einungis kennt annað hvert ár eins og oft er raunin. Við viljum tryggja það að allir nemendur njóti jafnræðis er kemur að reglum skólans. Þetta skýtur sérstaklega skökku við í ljósi þess að sjúkrapróf eru nú þegar framkvæmd á sviðinu. Hvers vegna geta nemendur sem féllu á aðalprófinu ekki þreytt próf sem þegar er búið að semja? Við viljum halda þessari vinnu áfram og halda áfram að beita skólastjórnendur þrýstingi í málefnum er varða grunnjafnrétti nemenda háskólans til náms. Við erum hvergi nærri hætt. Kjósum árangursríka hagsmunabaráttu, kjósum Röskvu. Höfundur er frambjóðandi Röskvu til Stúdentaráðs Háskóla Íslands á Hugvísindasviði. Enska/English After years of struggle, Röskva members in the Student Council succeeded in securing January resit-and make-up exams. This change was a big win for students, as it has proved stressful for university students to only have make-up exams available to them a whole semester or six months after December primary exams. However, we want to point out the fact that there is still an exemption available from these rules, meaning make-up exams are not available for students within departments that use this exemption permit. The University Council agreed to the rule changes, to secure every student’s right to education and ensure interdisciplinary standardization, so Röskva demands this exemption permit be revoked. To deny students the right to make-up exams can be anxiety inducing and delay their graduation, especially in cases of courses that are only taught every other year. We want to ensure that all students of the University are equal, in terms of regulations, and be allowed to take make-up exams like many other departments of the university. Most perplexing is the fact that in these particular departments, make-up exams due to illness are permitted and conducted, meaning lecturers are required to write a secondary exam for students who are ill on exam day. Why can’t students, who did not pass the primary exam, take the secondary exams that have already been written? We want to continue our work. Keep on pressuring university administrators in matters concerning equal opportunity to education. We are nowhere near done. Vote success, vote Röskva. The author is a Röskva candidate for The Student Council of the University of Iceland, School of Humanities.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar