Taka verður hröð og stór skref Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 22. mars 2021 20:00 Efnahagsleg áhrif Covid heimsfaraldursins og þær jarðhræringar sem hafa nú orðið á suðvesturhorninu sýna glögglega að tímabært sé að taka stór og hröð skref í uppbyggingu á landsbyggðinni og byggja undir aukna verðmætasköpun. Uppbygging varaflugvalla Fjármunir til uppbyggingu flugvalla hafa að mestu farið í Keflavíkurflugvöll og í ofanálag var 15 milljarða hlutafjáraukning afgreidd til ISAVIA 12.janúar 2021 sem virðist einungis eiga að fara í uppbyggingu tengt Keflavíkurflugvelli. Varaflugvellir hafa lengi setið á hakanum fyrir utan uppbyggingu sem er nú farin af stað á Akureyrarflugvelli en Egilsstaðaflugvöllur situr eftir sem er óásættanlegt. Jarðhræringarnar síðustu daga á suðvesturhorninu sýna okkur mikilvægi þess að hafa örugga varaflugvelli til staðar en við glímum við þá staðreynd að við erum langt á eftir íuppbyggingu varaflugvallafyrir Keflavíkurflugvöll.Tökum nú stór skref í þeirri uppbyggingu í þágu öryggissjónarmiða, ferðaþjónustu, vöruflutninga og aukinna lífsgæða. Ferðaþjónustan Ferðaþjónustan hefur verið gífurlega stór hluti verðmætasköpunar hér á landi með þeirri atvinnusköpun sem henni fylgir. Í Covid heimsfaraldrinum hefur orðið áherslubreyting hjá ferðamönnum en kannanir sýna að efst á lista erlendra ferðamanna eru ferðalög í víðerni náttúrunnar en ekki borgarferðir, eins og tíðkast hefur hingað til. Setjum myndarlega fjármuni í uppbyggingu "ferðamannasegla" á landsbyggðinni ogverðum tilbúin til að taka á móti bólusettum ferðamönnum þegar þeir fara að streyma til landsins út á land í sumar. Grænar fjárfestingar Græna orkan okkar er framtíðin og grundvöllur áhuga erlendra fyrirtækja á möguleikum til gagnavera, framleiðslu á rafhlöðum og vetnisframleiðslu sem gæti haft með sér þúsundir hátæknistarfa ef af verður. Landfræðilegar aðstæður eru mjög hagkvæmar á Íslandi og velja verður svæði án jarðhræringa sem leiðir okkur að landsbyggðinni. Verðmætasköpun Huga þarf að atvinnulífinu sem hefur þurft að bera þungar byrðar í þeim efnahagsþrengingum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér á sama tíma og starfskjör hafa stóraukist. Mikilvægt er að horfa til þess að atvinnulífinu verði veitt súrefni til að viðhalda sinni starfsemi, efla og skapa tækfæri fyrir fjölgun fjölbreyttra starfa og horfa til einföldunar regluverksins. Lífsgæðin á landsbyggðinni Sveitarfélögin þurfa einnig að einsetja sér í að byggja áfram upp góða þjónustu á landsbyggðinni, tryggja góða innviði, þjónustu, atvinnutækifæri, nægt húsnæði, leikskólapláss og afþreyingu. Skoska leiðin hefur einnig leitt til niðurgreiðslu flugs fyrir íbúa landsbyggðarinnar að þjónustu á vegum ríkisins í Reykjavík. Leggjumst öll á eitt við að bjóða upp á góð lífsgæði á landsbyggðinni þar sem tækifærin liggja og fjölskylduvænt umhverfi umlykur okkur öll. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fréttir af flugi Múlaþing Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Efnahagsleg áhrif Covid heimsfaraldursins og þær jarðhræringar sem hafa nú orðið á suðvesturhorninu sýna glögglega að tímabært sé að taka stór og hröð skref í uppbyggingu á landsbyggðinni og byggja undir aukna verðmætasköpun. Uppbygging varaflugvalla Fjármunir til uppbyggingu flugvalla hafa að mestu farið í Keflavíkurflugvöll og í ofanálag var 15 milljarða hlutafjáraukning afgreidd til ISAVIA 12.janúar 2021 sem virðist einungis eiga að fara í uppbyggingu tengt Keflavíkurflugvelli. Varaflugvellir hafa lengi setið á hakanum fyrir utan uppbyggingu sem er nú farin af stað á Akureyrarflugvelli en Egilsstaðaflugvöllur situr eftir sem er óásættanlegt. Jarðhræringarnar síðustu daga á suðvesturhorninu sýna okkur mikilvægi þess að hafa örugga varaflugvelli til staðar en við glímum við þá staðreynd að við erum langt á eftir íuppbyggingu varaflugvallafyrir Keflavíkurflugvöll.Tökum nú stór skref í þeirri uppbyggingu í þágu öryggissjónarmiða, ferðaþjónustu, vöruflutninga og aukinna lífsgæða. Ferðaþjónustan Ferðaþjónustan hefur verið gífurlega stór hluti verðmætasköpunar hér á landi með þeirri atvinnusköpun sem henni fylgir. Í Covid heimsfaraldrinum hefur orðið áherslubreyting hjá ferðamönnum en kannanir sýna að efst á lista erlendra ferðamanna eru ferðalög í víðerni náttúrunnar en ekki borgarferðir, eins og tíðkast hefur hingað til. Setjum myndarlega fjármuni í uppbyggingu "ferðamannasegla" á landsbyggðinni ogverðum tilbúin til að taka á móti bólusettum ferðamönnum þegar þeir fara að streyma til landsins út á land í sumar. Grænar fjárfestingar Græna orkan okkar er framtíðin og grundvöllur áhuga erlendra fyrirtækja á möguleikum til gagnavera, framleiðslu á rafhlöðum og vetnisframleiðslu sem gæti haft með sér þúsundir hátæknistarfa ef af verður. Landfræðilegar aðstæður eru mjög hagkvæmar á Íslandi og velja verður svæði án jarðhræringa sem leiðir okkur að landsbyggðinni. Verðmætasköpun Huga þarf að atvinnulífinu sem hefur þurft að bera þungar byrðar í þeim efnahagsþrengingum sem heimsfaraldurinn hefur haft í för með sér á sama tíma og starfskjör hafa stóraukist. Mikilvægt er að horfa til þess að atvinnulífinu verði veitt súrefni til að viðhalda sinni starfsemi, efla og skapa tækfæri fyrir fjölgun fjölbreyttra starfa og horfa til einföldunar regluverksins. Lífsgæðin á landsbyggðinni Sveitarfélögin þurfa einnig að einsetja sér í að byggja áfram upp góða þjónustu á landsbyggðinni, tryggja góða innviði, þjónustu, atvinnutækifæri, nægt húsnæði, leikskólapláss og afþreyingu. Skoska leiðin hefur einnig leitt til niðurgreiðslu flugs fyrir íbúa landsbyggðarinnar að þjónustu á vegum ríkisins í Reykjavík. Leggjumst öll á eitt við að bjóða upp á góð lífsgæði á landsbyggðinni þar sem tækifærin liggja og fjölskylduvænt umhverfi umlykur okkur öll. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar