Þjónusta á forsendum þess sem nýtir hana Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 10. mars 2021 11:30 Þjónusta við eldra fólk er ekki einfalt mál. Mest er það vegna þess að fólk er misjafnt með misjafnar þarfir. Fólk hefur líka mismunandi aðstæður og getu til að sækja sér þjónustu eða óska eftir henni. Þá hefur fólk og þeir sem standa því næst misjafnan áhuga og vilja til að fá þjónustu. Þá geta aðstæður þar sem fólk býr verið misjafnar; dreifbýli-þéttbýli; býr einn-býr ekki einn; stuðningshúsnæði- „venjulegt“ húsnæði; nálægt þjónustu-fjarri þjónustu. Þá getur stuðningur fjölskyldu, vina og umhverfis skipt miklu um þjónustuþörf og vilja. Allt eru þetta breytur sem við þekkjum, og mörg okkar hafa reynt. En sú breyta sem skiptir einna mestu máli m.t.t. þess að fá þjónustu er hver veitir hana , hver borgar og hver ber ábyrgð á henni. Í grófum dráttum má segja að þjónusta við eldra fólk sem þarf aðstoð sé þrískipt. Félagsþjónusta sem snýr að einfaldri aðstoð við heimilishald og félagsstarf og afþreyingu. Heilbrigðisþjónusta í formi heimahjúkrunar eða heilsugæslustöðva, endurhæfingar (ýmist á stöð eða í heimahúsi), eða læknis þjónusta sem er flóknari og krefst innlagnar eða eftirlits hjá sérfræðilæknum. Loks er þjónusta á hjúkrunarheimili þegar þjónustuþörfin er orðin meiri en svo að hægt sé að sinna henni í heimahúsi eða viðkomandi geti sótt hana út í bæ. Fyrri tveir þættirnir (félagsþjónusta og heilbrigðisþjónusta) eru ekki einstakar fyrir eldra fólk, við getum öll þurft á þessari þjónustu að halda óháð aldri, en flestir þeir sem búa á hjúkrunarheimilum eru aldraðir. Það sem snýr að félagsþjónustu er skipulagt og að mestu greitt af sveitarfélögum í landinu ( notendur greiða í mismiklum mæli). Það sem snýr að heilbrigðisþjónustu er greitt af ríkinu (og notendum í einhverjum mæli). Þegar kemur að hjúkrunarheimilum eru daggjöld greidd af ríkinu til stofnana sem eru reknar af sveitarfélögum, einkaaðilum, félagasamtökum, sjálfseignarstofnunum (stundum blöndu af þessu öllu) og í sumum tilfellum ríkinu sjálfu eða félögum eða stofnunum í þess eigu. Finnist einhverjum þetta flókið, kemur það ekki á óvart, því það er það! Ég hef lengi talað fyrir samþættingu þjónustu við eldra fólk. Að við byggjum ekki óþarfa veggi milli þjónustuþátta. Að við horfum á samfellu í þjónustu. Að henni sé stýrt og að ábyrgðin á veitingu hennar sé að sem mestu leiti á einni hendi. Mér finnst sveitarfélögin best til þess fallin að hafa stjórn á þjónustunni. Eins og með aðra nærþjónustu eiga þau að þekkja best hvar skóinn kreppir, hvar þörfin er og hvernig er best að tryggja góða nýtingu fjármagns, aðstöðu og mannafla. Umfram allt þarf þó þjónustan að vera á forsendum þess sem nýtir hana. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þjónusta við eldra fólk er ekki einfalt mál. Mest er það vegna þess að fólk er misjafnt með misjafnar þarfir. Fólk hefur líka mismunandi aðstæður og getu til að sækja sér þjónustu eða óska eftir henni. Þá hefur fólk og þeir sem standa því næst misjafnan áhuga og vilja til að fá þjónustu. Þá geta aðstæður þar sem fólk býr verið misjafnar; dreifbýli-þéttbýli; býr einn-býr ekki einn; stuðningshúsnæði- „venjulegt“ húsnæði; nálægt þjónustu-fjarri þjónustu. Þá getur stuðningur fjölskyldu, vina og umhverfis skipt miklu um þjónustuþörf og vilja. Allt eru þetta breytur sem við þekkjum, og mörg okkar hafa reynt. En sú breyta sem skiptir einna mestu máli m.t.t. þess að fá þjónustu er hver veitir hana , hver borgar og hver ber ábyrgð á henni. Í grófum dráttum má segja að þjónusta við eldra fólk sem þarf aðstoð sé þrískipt. Félagsþjónusta sem snýr að einfaldri aðstoð við heimilishald og félagsstarf og afþreyingu. Heilbrigðisþjónusta í formi heimahjúkrunar eða heilsugæslustöðva, endurhæfingar (ýmist á stöð eða í heimahúsi), eða læknis þjónusta sem er flóknari og krefst innlagnar eða eftirlits hjá sérfræðilæknum. Loks er þjónusta á hjúkrunarheimili þegar þjónustuþörfin er orðin meiri en svo að hægt sé að sinna henni í heimahúsi eða viðkomandi geti sótt hana út í bæ. Fyrri tveir þættirnir (félagsþjónusta og heilbrigðisþjónusta) eru ekki einstakar fyrir eldra fólk, við getum öll þurft á þessari þjónustu að halda óháð aldri, en flestir þeir sem búa á hjúkrunarheimilum eru aldraðir. Það sem snýr að félagsþjónustu er skipulagt og að mestu greitt af sveitarfélögum í landinu ( notendur greiða í mismiklum mæli). Það sem snýr að heilbrigðisþjónustu er greitt af ríkinu (og notendum í einhverjum mæli). Þegar kemur að hjúkrunarheimilum eru daggjöld greidd af ríkinu til stofnana sem eru reknar af sveitarfélögum, einkaaðilum, félagasamtökum, sjálfseignarstofnunum (stundum blöndu af þessu öllu) og í sumum tilfellum ríkinu sjálfu eða félögum eða stofnunum í þess eigu. Finnist einhverjum þetta flókið, kemur það ekki á óvart, því það er það! Ég hef lengi talað fyrir samþættingu þjónustu við eldra fólk. Að við byggjum ekki óþarfa veggi milli þjónustuþátta. Að við horfum á samfellu í þjónustu. Að henni sé stýrt og að ábyrgðin á veitingu hennar sé að sem mestu leiti á einni hendi. Mér finnst sveitarfélögin best til þess fallin að hafa stjórn á þjónustunni. Eins og með aðra nærþjónustu eiga þau að þekkja best hvar skóinn kreppir, hvar þörfin er og hvernig er best að tryggja góða nýtingu fjármagns, aðstöðu og mannafla. Umfram allt þarf þó þjónustan að vera á forsendum þess sem nýtir hana. Höfundur er þingmaður VG í Kraganum.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun