Opið bréf til landlæknis Svanhvít Alfreðsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:00 Ég er 45 ára húsmóðir í Fellabæ í nýju sameinuðu sveitarfélagi sem nú heitir Múlaþing. Ég á 3 börn og yndislegt líf með þeim og eiginmanni mínum. Ástæða fyrir þessu bréfi er að ég hef átt við offitu vandamál að stríða frá barnsaldri, ég hef á þessum tíma náð að léttast en missi tökin alltaf aftur og s.l. desember var ég alveg komin í þrot, alltof þung. Ég var greind með gigtarsjúkdóm sem heitir hrygggikt fyrir nokkrum árum sem er mjög sársaukafullt að lifa með og er ég með skerta hreyfigetu í mjöðmum vegna þess. Það hjálpar svo sannarlega ekki að vera of þung. Ég hitti gigtarlækni í byrjun desember sem sagði mér að það væri ekki hægt að gera neitt meira fyrir mig með lyfjum þar sem ég væri búin að prófa öll þau lyf sem hugsanlega gætu virkað en mér myndi líða betur ef ég léttist og með það fór ég grátandi heim. Ég vissi ekki hvernig í ósköpunum ég ætti að léttast þar sem ég get lítið hreyft mig vegna verkja, ég var ráðþrota og grét í marga daga. Ég frétti af lyfi sem gæti hugsanlega hjálpað mér, það lyf heitir Saxenda og er í lyfjaskrá skráð sem lyf við offitu. Ég fór til læknisins og hann sagði mér að þetta lyf hentaði mér vel og hann væri til í að skrifa upp á það fyrir mig, það ferli fór í gang strax þennan dag, læknirinn minn sendi umsókn til sjúkratrygginga um að ég fengi lyfjaskirteini fyrir þessu lyfi því það sé dýrt og falli ekki inni í þrepakerfi nema ég sé með lyfjaskirteini, nokkrum dögum seinna fæ ég neitun því ég er ekki með sykursýki og ekki með lífshættulegan æða- eða hjartasjúkdóm. Nei ég er ekki með það og ég þakka fyrir það en er það ekki bara það sem koma skal ef ég held áfram að þyngjast? Ég ákvað að leysa lyfið samt út og kostaði það um 59.000kr með nálum þar sem þetta er stungulyf, ég fann strax mun á mér. Ég hef lést um nokkur kiló og það hjálpar mikið þar sem það er minna álag á líkamann, ég get farið í göngutúra án þess að vera með tárin í augunum. Ég er komin með hreyfiseðil þar sem ég skrái hreyfingu og sjúkraþjálfari og læknirinn minn fylgjast vel með mér, að ég sé að taka á mínum málum. Ég hitti næringaráðgjafa og mér líður vel með þetta allt saman. Ég er svo langt í frá að vera verkjalaus en ég held í vonina, með breyttu mataræði og meiri hreyfingu fari þetta batnandi. En ég er ekki ein, það er fullt af fólki í svipaðri stöðu, það fær ekki lyfjaskírteini og getur ekki leyst út lyfið. Ég bara get ekki skilið afhverju það er ekki hægt að lofa okkur að nota þetta lyf sem forvörn áður en allt er komið í óefni. Ég skil ekki afhverju ég fékk lyfjaskírteini fyrir líftæknilyfi, gigtarlyfinu sem kostar mörg hundruð þúsund á mánuði fyrir mig eina en fæ ekki fyrir þessu lyfi því líftæknilyfið virkaði ekki. Það hlýtur að kosta meira fyrir ríkið þegar fólk er komið með háþrýsting og þarf lyf við því eða innlögn á sjúkrahús eða þegar fólk er komið með sykursýki og þarf lyf við því. Er í lagi að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt til að fá aðstoð? Ég skil þetta ekki! Það eru mjög margir orðnir mjög andlega veikir vegna offitu og fara ekki útúr húsi og einangrast. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að þetta er ekki hagnaður að neita fólki um niðurgreiðslu á Saxenda!! Ég er í hópi á Facebook og þar eru svo margir sem ekki hafa tök á að leysa út lyfið því það fær ekki niðurgreiðslu, það er fólk sem komið er á hættulegan stað en ekki komið með þessa 3 sjúkdóma sem þarf að hafa til að fá niðurgreiðslu. Þar er fólk sem segir að það hafi hætt að reykja og misst tökin á þyngdinni, þar eru mæður sem misstu tökin vegna meðgöngu og barneigna og þar eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að léttast en það vantar aðstoð. Ætlum við í alvöru að hafa þetta þannig að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt á líkama og sál til þess að það fái hjálp? Er sú stefna bara í lagi? Mér finnst það svo langt frá því að vera í lagi!!! Ég skrifa þetta bréf fyrir svo marga sem eru ráðþrota og eiga mjög erfitt. Ég skrifa þetta bréf til landlæknis þar sem helstu hlutverk embættisins í hnotskurn eru að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Múlaþing Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er 45 ára húsmóðir í Fellabæ í nýju sameinuðu sveitarfélagi sem nú heitir Múlaþing. Ég á 3 börn og yndislegt líf með þeim og eiginmanni mínum. Ástæða fyrir þessu bréfi er að ég hef átt við offitu vandamál að stríða frá barnsaldri, ég hef á þessum tíma náð að léttast en missi tökin alltaf aftur og s.l. desember var ég alveg komin í þrot, alltof þung. Ég var greind með gigtarsjúkdóm sem heitir hrygggikt fyrir nokkrum árum sem er mjög sársaukafullt að lifa með og er ég með skerta hreyfigetu í mjöðmum vegna þess. Það hjálpar svo sannarlega ekki að vera of þung. Ég hitti gigtarlækni í byrjun desember sem sagði mér að það væri ekki hægt að gera neitt meira fyrir mig með lyfjum þar sem ég væri búin að prófa öll þau lyf sem hugsanlega gætu virkað en mér myndi líða betur ef ég léttist og með það fór ég grátandi heim. Ég vissi ekki hvernig í ósköpunum ég ætti að léttast þar sem ég get lítið hreyft mig vegna verkja, ég var ráðþrota og grét í marga daga. Ég frétti af lyfi sem gæti hugsanlega hjálpað mér, það lyf heitir Saxenda og er í lyfjaskrá skráð sem lyf við offitu. Ég fór til læknisins og hann sagði mér að þetta lyf hentaði mér vel og hann væri til í að skrifa upp á það fyrir mig, það ferli fór í gang strax þennan dag, læknirinn minn sendi umsókn til sjúkratrygginga um að ég fengi lyfjaskirteini fyrir þessu lyfi því það sé dýrt og falli ekki inni í þrepakerfi nema ég sé með lyfjaskirteini, nokkrum dögum seinna fæ ég neitun því ég er ekki með sykursýki og ekki með lífshættulegan æða- eða hjartasjúkdóm. Nei ég er ekki með það og ég þakka fyrir það en er það ekki bara það sem koma skal ef ég held áfram að þyngjast? Ég ákvað að leysa lyfið samt út og kostaði það um 59.000kr með nálum þar sem þetta er stungulyf, ég fann strax mun á mér. Ég hef lést um nokkur kiló og það hjálpar mikið þar sem það er minna álag á líkamann, ég get farið í göngutúra án þess að vera með tárin í augunum. Ég er komin með hreyfiseðil þar sem ég skrái hreyfingu og sjúkraþjálfari og læknirinn minn fylgjast vel með mér, að ég sé að taka á mínum málum. Ég hitti næringaráðgjafa og mér líður vel með þetta allt saman. Ég er svo langt í frá að vera verkjalaus en ég held í vonina, með breyttu mataræði og meiri hreyfingu fari þetta batnandi. En ég er ekki ein, það er fullt af fólki í svipaðri stöðu, það fær ekki lyfjaskírteini og getur ekki leyst út lyfið. Ég bara get ekki skilið afhverju það er ekki hægt að lofa okkur að nota þetta lyf sem forvörn áður en allt er komið í óefni. Ég skil ekki afhverju ég fékk lyfjaskírteini fyrir líftæknilyfi, gigtarlyfinu sem kostar mörg hundruð þúsund á mánuði fyrir mig eina en fæ ekki fyrir þessu lyfi því líftæknilyfið virkaði ekki. Það hlýtur að kosta meira fyrir ríkið þegar fólk er komið með háþrýsting og þarf lyf við því eða innlögn á sjúkrahús eða þegar fólk er komið með sykursýki og þarf lyf við því. Er í lagi að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt til að fá aðstoð? Ég skil þetta ekki! Það eru mjög margir orðnir mjög andlega veikir vegna offitu og fara ekki útúr húsi og einangrast. Það þarf engan stærðfræðing til að sjá að þetta er ekki hagnaður að neita fólki um niðurgreiðslu á Saxenda!! Ég er í hópi á Facebook og þar eru svo margir sem ekki hafa tök á að leysa út lyfið því það fær ekki niðurgreiðslu, það er fólk sem komið er á hættulegan stað en ekki komið með þessa 3 sjúkdóma sem þarf að hafa til að fá niðurgreiðslu. Þar er fólk sem segir að það hafi hætt að reykja og misst tökin á þyngdinni, þar eru mæður sem misstu tökin vegna meðgöngu og barneigna og þar eru allir tilbúnir að leggja mikið á sig til að léttast en það vantar aðstoð. Ætlum við í alvöru að hafa þetta þannig að fólk þurfi að vera orðið lífshættulega veikt á líkama og sál til þess að það fái hjálp? Er sú stefna bara í lagi? Mér finnst það svo langt frá því að vera í lagi!!! Ég skrifa þetta bréf fyrir svo marga sem eru ráðþrota og eiga mjög erfitt. Ég skrifa þetta bréf til landlæknis þar sem helstu hlutverk embættisins í hnotskurn eru að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun