Andað léttara - en hvað með Icelandair Group? Þórir Garðarsson skrifar 29. apríl 2020 14:35 Tekjulítil og tekjulaus fyrirtæki í ferðaþjónustu anda léttara eftir að ríkisstjórnin kynnti björgunaraðgerðir sínar í gær. Án tekna voru fyrirtækin í þeirri klemmu að geta hvorki haft starfsfólk í vinnu né sagt því upp og greitt laun á samningsbundnum uppsagnartíma. Útspil ríkisins leysir þennan hnút og fyrir þá framsýni ber að þakka. Fyrir þá sem sagt verður upp störfum skiptir aðstoð ríkisins ekki síst miklu. Viðkomandi einstaklingar fá laun sín og orlof greidd að fullu á uppsagnartímanum. Ekki síður er jákvætt að settar verða tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Enginn vafi leikur á því að flestöll fyrirtæki í ferðaþjónustu munu nýta tímann sem framundan er til að hagræða og búa sig undir endurkomu ferðamanna. Það leiðir hugann að stöðu Icelandair Group. Innan grúppunnar er ekki aðeins flugfélagið Icelandair, heldur einnig ferðaskrifstofurnar Vita og Iceland Travel, flugafgreiðslufyrirtækið IGS og viðhaldsfyrirtækið ITS. Til skamms tíma átti Icelandair Group einnig hótelkeðju. Almenn sátt er um það að flugfélagið Icelandair er þjóðhagslega mikilvægt. Fyrir ferðaþjónustuna hefur Icelandair reynst akkerið. Rætt er um að gripið er til sértækra ráðstafana til að Icelandair lifi af hremmingarnar. En hvað með hin fyrirtækin innan grúppunnar? Nær sá stuðningur þá líka til þeirra? Þessi fyrirtæki starfa á öflugum samkeppnismarkaði, við önnur viðhaldsfyrirtæki, flugafgreiðslufyrirtæki og ferðaskrifstofur. Hvar liggja mörkin? Er verið að hjálpa Icelandair eða Icelandair Group? Til að gæta allrar sanngirni í núverandi aðstæðum er full ástæða til að skörp skil verði gerð á milli rekstrar flugfélagsins Icelandair og annarra fyrirtækja undir hatti grúppunnar. Engin ástæða er til að skapa tortryggni af hálfu samkeppnisaðila, hvað þá af hálfu skattgreiðenda. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi og hluthafi í Icelandair Group Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Tekjulítil og tekjulaus fyrirtæki í ferðaþjónustu anda léttara eftir að ríkisstjórnin kynnti björgunaraðgerðir sínar í gær. Án tekna voru fyrirtækin í þeirri klemmu að geta hvorki haft starfsfólk í vinnu né sagt því upp og greitt laun á samningsbundnum uppsagnartíma. Útspil ríkisins leysir þennan hnút og fyrir þá framsýni ber að þakka. Fyrir þá sem sagt verður upp störfum skiptir aðstoð ríkisins ekki síst miklu. Viðkomandi einstaklingar fá laun sín og orlof greidd að fullu á uppsagnartímanum. Ekki síður er jákvætt að settar verða tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Enginn vafi leikur á því að flestöll fyrirtæki í ferðaþjónustu munu nýta tímann sem framundan er til að hagræða og búa sig undir endurkomu ferðamanna. Það leiðir hugann að stöðu Icelandair Group. Innan grúppunnar er ekki aðeins flugfélagið Icelandair, heldur einnig ferðaskrifstofurnar Vita og Iceland Travel, flugafgreiðslufyrirtækið IGS og viðhaldsfyrirtækið ITS. Til skamms tíma átti Icelandair Group einnig hótelkeðju. Almenn sátt er um það að flugfélagið Icelandair er þjóðhagslega mikilvægt. Fyrir ferðaþjónustuna hefur Icelandair reynst akkerið. Rætt er um að gripið er til sértækra ráðstafana til að Icelandair lifi af hremmingarnar. En hvað með hin fyrirtækin innan grúppunnar? Nær sá stuðningur þá líka til þeirra? Þessi fyrirtæki starfa á öflugum samkeppnismarkaði, við önnur viðhaldsfyrirtæki, flugafgreiðslufyrirtæki og ferðaskrifstofur. Hvar liggja mörkin? Er verið að hjálpa Icelandair eða Icelandair Group? Til að gæta allrar sanngirni í núverandi aðstæðum er full ástæða til að skörp skil verði gerð á milli rekstrar flugfélagsins Icelandair og annarra fyrirtækja undir hatti grúppunnar. Engin ástæða er til að skapa tortryggni af hálfu samkeppnisaðila, hvað þá af hálfu skattgreiðenda. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line á Íslandi og hluthafi í Icelandair Group
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun