Óvirðing Hafnarfjarðarbæjar gagnvart NPA notendum og starfsfólki þeirra Tinna Eik Rakelardóttir skrifar 20. apríl 2020 22:00 Fyrir um það bil tveimur vikum síðan skrifaði Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar og varaformaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, stutta grein í Hafnarfjarðarpóstinn um velgengni við framkvæmd NPA-þjónustuformsins í bæjarfélaginu. Þekking á NPA-þjónustunni og því sem í henni felst virðist vera mjög misjöfn, jafnvel á meðal þeirra sem starfa við það að stuðla að því að tryggja fötluðu fólki þjónustu í hvaða formi sem það sjálft kýs. Ég hef líka orðið vör við það að hvað nákvæmlega felst í þessu þjónustuformi virðist vera nokkuð á huldu meðal almennings. Ég hef verið NPA-aðstoðarkona í um það bil 5 og hálft ár og hef starfað hjá tveimur notendum með mismunandi þarfir og þar af leiðandi með mismunandi form á sinni NPAþjónustu. Á þessum tíma hef ég starfað hjá þremur mismunandi sveitafélögum, núna síðast hjá Hafnarfjarðarbæ og ég verð því miður að vera ósammála Helgu, og segja að reynsla mín, samstarfsfólks míns og míns yfirmanns er alls ekki sú að innleiðing NPA- þjónustuformsins gangi vel. Því síður er það svo að samningur yfirmanns míns, og fleiri notanda í Hafnarfirði, séu, eins og Helga segir, „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. Frá því að síðustu kjarasamningsbundnu launahækkanir tóku gildi hefur Hafnarfjarðarbær neitað að hækka fjármagnið á bak við NPA-samning yfirmanns míns í takt við hækkun kjarasamninga. Þetta á einnig við um aðra notendur í Hafnarfjarðarbæ. Með því að neita yfirmanni mínum og fleirum um þessa hækkun gefur Hafnarfjörður viðkomandi tvo kosti, annað hvort að brjóta lög með því að greiða starfsfólki sínu laun samkvæmt úreltum kjarasamningum, eða að minnka við sig þjónustuna. Þjónustu sem fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar segir sjálfur í fyrrnefndri grein, eins og áður segir, að sé „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. En minnkuð þjónusta væri svo sannarlega ekki í samræmi við þjónustuþörf míns yfirmanns og með því að neyða viðkomandi til að minnka við sig þjónustuna væri hún svo sannarlega ekki á forræði notanda hennar. Yfirmaður minn neyddist til að búa til þriðja kostinn, að leggja út fyrir kostnaðinum við launahækkanir í gegnum lán og aðrar dýrar og erfiðar aðferðir. Ég veit ekki til þess að Hafnarfjarðarbær hafi reynt að neita öðrum bæjarstarfsmönnum um launahækkanir samkvæmt kjarasamningum en ég vona innilega að kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, sorphirðufólk og fleiri hafi ekki þurft að finna fyrir annarri eins óvirðingu og NPA aðstoðarfólk hefur þurft að finna fyrir frá Hafnarfjarðarbæ gagnvart störfum þeirra. Það er nefnilega ekki aðeins ólöglegt að borga okkur ekki eftir kjarasamningum, heldur litast það einnig af djúpstæðri óvirðingu gagnvart starfinu okkar, framlínustarfi sem veitir fötluðu fólki ekki aðeins sjálfstæði og stjórn yfir eigin lífi heldur einnig aukna vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Ég tel einnig varasamt að halda því fram að fatlað fólk með NPA séu fyrirtæki, eins og Helga gerir, en ljóst er að um er að ræða manneskjur og þjónustunotendur sem eiga lögbundin rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samkvæmt sömu lögum er skýrt að sveitarfélög bera megin ábyrgð á framkvæmd þjónustunnar og að tryggja gæði hennar. Fatlað fólk er almennt ekki með NPA vegna áhuga á fyrirtækjarekstri heldur vegna þess að það er eina leiðin fyrir það til þess að lifa sjálfstæðu lifi utan stofnanna. Eins og Helga segir sjálf í fyrrnefndri grein, þá hefur NPA verið í boði í Hafnarfirði síðan 2012 og það er komið rúmt ár síðan þjónustuformið var lögfest. Það þýðir að Hafnarfjörður hefur nú þegar haft 8 ár til að slípa til og vinna úr vanköntum á þjónustuforminu. Svona mál, og önnur sem Hafnarfjörður hefur dembt á notendur og starfsfólk þeirra í sínu sveitafélagi ættu ekki að vera að koma upp lengur. Nefndir og starfshópar um álitamál ættu að hafa lokið störfum og ef ekki þá ættu tilfæringar þeirra og tilraunir ekki að hafa eyðileggjandi áhrif á það góða starf sem fer fram undir NPA-þjónustuforminu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hafnarfjörður Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06 Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18 NPA-mál komin á rekspöl í bæjarstjórnum Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga. 15. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir um það bil tveimur vikum síðan skrifaði Helga Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar og varaformaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar, stutta grein í Hafnarfjarðarpóstinn um velgengni við framkvæmd NPA-þjónustuformsins í bæjarfélaginu. Þekking á NPA-þjónustunni og því sem í henni felst virðist vera mjög misjöfn, jafnvel á meðal þeirra sem starfa við það að stuðla að því að tryggja fötluðu fólki þjónustu í hvaða formi sem það sjálft kýs. Ég hef líka orðið vör við það að hvað nákvæmlega felst í þessu þjónustuformi virðist vera nokkuð á huldu meðal almennings. Ég hef verið NPA-aðstoðarkona í um það bil 5 og hálft ár og hef starfað hjá tveimur notendum með mismunandi þarfir og þar af leiðandi með mismunandi form á sinni NPAþjónustu. Á þessum tíma hef ég starfað hjá þremur mismunandi sveitafélögum, núna síðast hjá Hafnarfjarðarbæ og ég verð því miður að vera ósammála Helgu, og segja að reynsla mín, samstarfsfólks míns og míns yfirmanns er alls ekki sú að innleiðing NPA- þjónustuformsins gangi vel. Því síður er það svo að samningur yfirmanns míns, og fleiri notanda í Hafnarfirði, séu, eins og Helga segir, „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. Frá því að síðustu kjarasamningsbundnu launahækkanir tóku gildi hefur Hafnarfjarðarbær neitað að hækka fjármagnið á bak við NPA-samning yfirmanns míns í takt við hækkun kjarasamninga. Þetta á einnig við um aðra notendur í Hafnarfjarðarbæ. Með því að neita yfirmanni mínum og fleirum um þessa hækkun gefur Hafnarfjörður viðkomandi tvo kosti, annað hvort að brjóta lög með því að greiða starfsfólki sínu laun samkvæmt úreltum kjarasamningum, eða að minnka við sig þjónustuna. Þjónustu sem fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar segir sjálfur í fyrrnefndri grein, eins og áður segir, að sé „í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði“. En minnkuð þjónusta væri svo sannarlega ekki í samræmi við þjónustuþörf míns yfirmanns og með því að neyða viðkomandi til að minnka við sig þjónustuna væri hún svo sannarlega ekki á forræði notanda hennar. Yfirmaður minn neyddist til að búa til þriðja kostinn, að leggja út fyrir kostnaðinum við launahækkanir í gegnum lán og aðrar dýrar og erfiðar aðferðir. Ég veit ekki til þess að Hafnarfjarðarbær hafi reynt að neita öðrum bæjarstarfsmönnum um launahækkanir samkvæmt kjarasamningum en ég vona innilega að kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, sorphirðufólk og fleiri hafi ekki þurft að finna fyrir annarri eins óvirðingu og NPA aðstoðarfólk hefur þurft að finna fyrir frá Hafnarfjarðarbæ gagnvart störfum þeirra. Það er nefnilega ekki aðeins ólöglegt að borga okkur ekki eftir kjarasamningum, heldur litast það einnig af djúpstæðri óvirðingu gagnvart starfinu okkar, framlínustarfi sem veitir fötluðu fólki ekki aðeins sjálfstæði og stjórn yfir eigin lífi heldur einnig aukna vernd gegn ofbeldi og misnotkun. Ég tel einnig varasamt að halda því fram að fatlað fólk með NPA séu fyrirtæki, eins og Helga gerir, en ljóst er að um er að ræða manneskjur og þjónustunotendur sem eiga lögbundin rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Samkvæmt sömu lögum er skýrt að sveitarfélög bera megin ábyrgð á framkvæmd þjónustunnar og að tryggja gæði hennar. Fatlað fólk er almennt ekki með NPA vegna áhuga á fyrirtækjarekstri heldur vegna þess að það er eina leiðin fyrir það til þess að lifa sjálfstæðu lifi utan stofnanna. Eins og Helga segir sjálf í fyrrnefndri grein, þá hefur NPA verið í boði í Hafnarfirði síðan 2012 og það er komið rúmt ár síðan þjónustuformið var lögfest. Það þýðir að Hafnarfjörður hefur nú þegar haft 8 ár til að slípa til og vinna úr vanköntum á þjónustuforminu. Svona mál, og önnur sem Hafnarfjörður hefur dembt á notendur og starfsfólk þeirra í sínu sveitafélagi ættu ekki að vera að koma upp lengur. Nefndir og starfshópar um álitamál ættu að hafa lokið störfum og ef ekki þá ættu tilfæringar þeirra og tilraunir ekki að hafa eyðileggjandi áhrif á það góða starf sem fer fram undir NPA-þjónustuforminu.
Vaxandi neyð hjá öryrkjum vegna veirunnar Formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf. 18. mars 2020 16:06
Vilja að starfsfólk í heilbrigðis- og félagsþjónustu fái 200 þúsund í bónus Fimm flokkar stjórnarandstöðunnar leggja til að 30 milljörðum verði varið til viðbótar við þær efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar kynnt. 30. mars 2020 12:18
NPA-mál komin á rekspöl í bæjarstjórnum Málefni NPA-löggjafarinnar hafa verið rædd víða í bæjarstjórnum landsins undanfarna daga. 15. nóvember 2019 06:00
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun