RB Leipzig komst áfram á kostnað Manchester United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. desember 2020 22:10 RB Leipzig er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar en Man Utd situr eftir með sárt ennið. Mario Hommes/Getty Images RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn. Heimamenn í Leipzig byrjuðu frábærlega og kom vinstri bakvörðurinn Angeliño heimamönnum yfir strax á 2. mínútu leiksins. Sá fagnaði vel og innilega en bakvörðurinn er á láni hjá Leipzig frá erkifjendum United í Manchester City. Á 13. mínútu var staðan orðin 2-0 þegar Amadou Haidara skoraði eftir fyrirgjöf Angeliño frá vinstri. Haidara var einn á auðum sjó inn á teig Man Utd og tvöfaldaði forystuna. Willi Orban hélt svo að hann hefði svo gott sem tryggt sigurinn með marki á 30. mínútu en það var dæmt af. Staðan 2-0 í hálfleik en síðari hálfleikur átti heldur betur eftir að vera fjörugur. Það er að segja síðustu 20 mínútur leiksins eða svo. Has there EVER, in the history of football, been a more Dr. Jekyll and Mr. Hyde - team than this Man UTD -team?How can you beat PSG away from home and winning 5-0 vs RB Leipzig and be knocked out?— Jan Aage Fjortoft (@JanAageFjortoft) December 8, 2020 Bruno Fernandes þrumaði í slá um miðbik síðari hálfleiks, heimamenn fóru í sókn og skömmu síðar var Justin Kluivert búinn að koma þeim í 3-0. Mark þar sem varnarlína Man Utd leit skelfilega út, ekki í fyrsta skipti í leiknum, og David De Gea virtist einfaldlega ekki vilja fá boltann í sig í marki þeirra. Staðan orðin 3-0 og þar með virtust Leipzig öruggt með sæti í 16-liða úrslitum en Man Utd gafst þó ekki svo glatt upp. Bruno minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 80. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Paul Pogba. Staðan allt í einu orðin 3-2 og gestirnir þurftu aðeins eitt mark í viðbót. 13 - Since his Man Utd debut in February, no player in Europe's top five leagues has scored more penalties in all competitions than Bruno Fernandes (13 - level with C. Ronaldo). Pause. pic.twitter.com/jQy2EBdhfT— OptaJoe (@OptaJoe) December 8, 2020 Þrátt fyrir að sækja linnulaust undir lok leiks kom markið ekki og Leipzig fer því í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á meðan Man Utd þarf að sætta sig við Evrópudeildina. Í hinum leik H-riðils átti sér stað einn ótrúlegasti leikur síðari ára. Því miður ekki á jákvæðan hátt en bæði lið gengu af velli eftir um það bil tuttugu mínútur þar sem fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
RB Leipzig lagði Manchester United af velli í kvöld og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokatölur 3-2 í vægast sagt kaflaskiptum leik. Man United fer í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar í staðinn. Heimamenn í Leipzig byrjuðu frábærlega og kom vinstri bakvörðurinn Angeliño heimamönnum yfir strax á 2. mínútu leiksins. Sá fagnaði vel og innilega en bakvörðurinn er á láni hjá Leipzig frá erkifjendum United í Manchester City. Á 13. mínútu var staðan orðin 2-0 þegar Amadou Haidara skoraði eftir fyrirgjöf Angeliño frá vinstri. Haidara var einn á auðum sjó inn á teig Man Utd og tvöfaldaði forystuna. Willi Orban hélt svo að hann hefði svo gott sem tryggt sigurinn með marki á 30. mínútu en það var dæmt af. Staðan 2-0 í hálfleik en síðari hálfleikur átti heldur betur eftir að vera fjörugur. Það er að segja síðustu 20 mínútur leiksins eða svo. Has there EVER, in the history of football, been a more Dr. Jekyll and Mr. Hyde - team than this Man UTD -team?How can you beat PSG away from home and winning 5-0 vs RB Leipzig and be knocked out?— Jan Aage Fjortoft (@JanAageFjortoft) December 8, 2020 Bruno Fernandes þrumaði í slá um miðbik síðari hálfleiks, heimamenn fóru í sókn og skömmu síðar var Justin Kluivert búinn að koma þeim í 3-0. Mark þar sem varnarlína Man Utd leit skelfilega út, ekki í fyrsta skipti í leiknum, og David De Gea virtist einfaldlega ekki vilja fá boltann í sig í marki þeirra. Staðan orðin 3-0 og þar með virtust Leipzig öruggt með sæti í 16-liða úrslitum en Man Utd gafst þó ekki svo glatt upp. Bruno minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 80. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Paul Pogba. Staðan allt í einu orðin 3-2 og gestirnir þurftu aðeins eitt mark í viðbót. 13 - Since his Man Utd debut in February, no player in Europe's top five leagues has scored more penalties in all competitions than Bruno Fernandes (13 - level with C. Ronaldo). Pause. pic.twitter.com/jQy2EBdhfT— OptaJoe (@OptaJoe) December 8, 2020 Þrátt fyrir að sækja linnulaust undir lok leiks kom markið ekki og Leipzig fer því í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar á meðan Man Utd þarf að sætta sig við Evrópudeildina. Í hinum leik H-riðils átti sér stað einn ótrúlegasti leikur síðari ára. Því miður ekki á jákvæðan hátt en bæði lið gengu af velli eftir um það bil tuttugu mínútur þar sem fjórði dómari leiksins gerðist sekur um kynþáttafordóma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti