Fótbolti

Juventus vann granna­slaginn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Það var hiti í mönnum.
Það var hiti í mönnum. EPA-EFE/ALESSANDRO DI MARCO

Juventus lagði Torino 2-0 í Serie A, ítölsku efstu deild karla í knattspyrnu. Um er að ræða nágrannaslag en bæði liðin eru staðsett í borginni sem ber sama nafn og gestalið kvöldsins, Torino.

Það voru hins vegar heimamenn sem reyndust betri á öllum sviðum fótboltans í kvöld. Timothy Weah kom Juventus yfir á 18. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Það var svo á 84. mínútu sem Kenan Yıldız gulltryggði sigur heimamanna.

Lokatölur 2-0 og Juventus nú komið upp í 3. sæti deildarinnar með 24 stig. Inter er með jafn mörg í 2. sæti en leik til góða líkt og Napoli sem trónir á toppnum með 25 stig. Þá eru Atalanta, Fiorentina og Lazio öll með 22 stig ásamt því að eiga leik til góða.

Í Frakklandi unnu Frakklandsmeistarar París Saint-Germain 4-2 sigur á Angers. Kang-In Lee og Bradley Barcola báðir með tvennu í öruggum sigri þar sem öll mörk PSG komu í fyrri hálfleik. Heimamenn í Angers skoruðu svo tvívegis í uppbótartíma leiksins þegar löngu var ljóst hvort liðið myndi vinna leikinn.

PSG er nú með sex stiga forskot á toppi frönsku deildarinnar þegar 11 umferðum er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×