Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2024 11:24 Pep Guardiola faðmar Jack Grealish eftir að hann fór meiddur af velli 20. október. Grealish hefur ekki spilað síðan. Getty/ Catherine Ivill Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, og enski landsliðsþjálfarinn Lee Carsley eru greinilega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að stöðunni á enskum landsliðsmanni í liði City. Guardiola ræddi valið á Jack Grealish í nýjasta enska landsliðshópinn en knattspyrnustjórinn var mjög hissa að sjá leikmanninn á leikmannalistanum fyrir leiki á móti Írlandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni. Grealish hefur ekki spilað með Manchester City síðan 20. október vegna meiðsla og hann er ekki kominn til baka. Grealish verður því ekki með City á móti Brighton í dag. ESPN segir frá. Guardiola var spurður út í það hvort hann hafi rætt við Carsley. Svarið var stutt: „Nei,“ svaraði Guardiola. „Ég er ekki rétti maðurinn til að dæma um það hvort þú getir spilað eða ekki. Mitt teymi segir mér að hann sé ekki leikfær á morgun [í dag] og getur því ekki spilað. Fólkið hjá enska landsliðinu telur aftur á móti að hann geti hjálpað þeim,“ sagði Guardiola. Carsley talaði sjálfur um það að Grealish hafi verið að æfa með City síðustu daga. Pep gerði lítið úr því. „Hann var í líkamsræktarsalnum í nokkrar mínútur síðustu tvo daga,“ sagði Guardiola. Guardiola virkaði mjög pirraður yfir því að Grealish verði með enska landsliðinu í stað þess að ná sér að fullu og geta þá pottþétt hjálpa City eftir landsleikjahlé. City glímir við mikil meiðsli leikmanna þessar vikurnar. „Þetta er spurning sem landsliðsþjálfarinn þarf að fá. Ég kem ekki nálægt þessu. Þeir geta valið þá sem þeir vilja. Það eina sem ég get sagt er að hann meiddist á móti Wolves. Síðan eru liðnir sautján dagar og í dag var hann að æfa í fyrsta sinn með liðinu,“ sagði Guardiola. Guardiola sagði að Grealish vildi sjálfur vera með enska landsliðinu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1JpH13mFWsQ">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Guardiola ræddi valið á Jack Grealish í nýjasta enska landsliðshópinn en knattspyrnustjórinn var mjög hissa að sjá leikmanninn á leikmannalistanum fyrir leiki á móti Írlandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni. Grealish hefur ekki spilað með Manchester City síðan 20. október vegna meiðsla og hann er ekki kominn til baka. Grealish verður því ekki með City á móti Brighton í dag. ESPN segir frá. Guardiola var spurður út í það hvort hann hafi rætt við Carsley. Svarið var stutt: „Nei,“ svaraði Guardiola. „Ég er ekki rétti maðurinn til að dæma um það hvort þú getir spilað eða ekki. Mitt teymi segir mér að hann sé ekki leikfær á morgun [í dag] og getur því ekki spilað. Fólkið hjá enska landsliðinu telur aftur á móti að hann geti hjálpað þeim,“ sagði Guardiola. Carsley talaði sjálfur um það að Grealish hafi verið að æfa með City síðustu daga. Pep gerði lítið úr því. „Hann var í líkamsræktarsalnum í nokkrar mínútur síðustu tvo daga,“ sagði Guardiola. Guardiola virkaði mjög pirraður yfir því að Grealish verði með enska landsliðinu í stað þess að ná sér að fullu og geta þá pottþétt hjálpa City eftir landsleikjahlé. City glímir við mikil meiðsli leikmanna þessar vikurnar. „Þetta er spurning sem landsliðsþjálfarinn þarf að fá. Ég kem ekki nálægt þessu. Þeir geta valið þá sem þeir vilja. Það eina sem ég get sagt er að hann meiddist á móti Wolves. Síðan eru liðnir sautján dagar og í dag var hann að æfa í fyrsta sinn með liðinu,“ sagði Guardiola. Guardiola sagði að Grealish vildi sjálfur vera með enska landsliðinu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1JpH13mFWsQ">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira