Trú í veraldlegu ríki Guðný Hjaltadóttir skrifar 30. október 2020 10:31 Það hefur ekki mikið farið fyrir veraldarhyggju (e. secularism) í íslenskri umræðu - sem er svolítið merkilegt því veraldarhyggja (sem felur í sér að ríki setji sér lög án tillits til trúar) er grundvöllur þeirra mannréttinda sem við þekkjum og undirrót meiriháttar klofnings meðal múslima - þar sem hópur A vill að sjaríalög, byggð á trúarsetningum islam, hafi stöðu landslaga (m.a. refsihluti laganna), hópur B vill að sjaríalög gildi í einkamálum múslima (m.a. skilnaðar- og forsjármálum) en hópur C vill hvorugt. Þessi ágreiningur um veraldlegt ríki spilaði stórt hlutverk í Sýrlandsstríðinu og tengist árásum á þá sem birta eða tjá sig um skopmyndir af Múhameð - enda óheimilt að birta myndir af spámanninum samkvæmt Kóraninum. Þeir sem árásirnar fremja tilheyra jafnan hópi A en því miður þurfa aðrir múslimar iðulega að gjalda fyrir gjörðir þeirra. Í framhaldi af hrottafenginni árás sem átti sér stað í Frakklandi á dögunum þar sem ráðist var á kennara og hann afhöfðaður fyrir að fjalla um skopmyndir af spámanninum og mikilvægi tjáningarfrelsis hefur Macron Frakklandsforseti upplýst að eftirlit í moskum í Frakklandi verði aukið - til að sporna gegn því að óæskileg öfl gerir sig þar heimakomin. Fyrir það hefur hann verið sakaður um múslimahatur af hálfu Erdogans Tyrklandsforseta og um að styðja ekki trúfrelsi. Erdogan hefur hvatt til sniðgöngu franskra vara og hefur krafan um sniðgöngu náð til annarra landa. Það sem er áhugavert í þessu er að Erdogan var áður meðlimur stjórnmálaflokks sem hafði það á stefnuskrá sinni að innleiða sjaríalög í Tyrklandi og hefur ekki beinlínis verið talinn talsmaður veraldarhyggju. Tyrkneska ríkið lagði bann við flokknum og var það mat Mannréttindadómstóls Evrópu í dómi sem féll árið 2003 (Refah Partisi and Others v. Turkey) að bannið bryti ekki gegn mannréttindasáttmálanum enda sjaríalög ekki samræmanleg sáttmálanum. Valdaránstilraunina í Tyrklandi 2016 má einnig rekja til þessa klofnings enda tilraun til að vernda veraldarhyggju Tyrklands. Þessi krafa um að trú hafi stöðu landslaga (eða endurspeglist í landslögum) er ekki bundin við islam heldur sjáum við hana nú skýrt vestan megin við okkur, þar sem öfgakristnir aðilar hafa náð völdum og reyna nú eftir megni að vega að réttindum kvenna með því að banna fóstureyðingar. Það sama á við um Pólland þar sem aðilar innan kaþólsku kirkjunnar virðast hafa ítök í stjórnmálunum og dómstólunum en fóstureyðingar eru nú einungis leyfilegar við mjög takmarkaðar aðstæður og staða samkynhneigðra er verulega slæm. Umræða um trú er vandmeðfarin og því mikilvægt að greina skýrt hvað það er sem veldur átökum í nútímasamfélögum, sem er ekki endilega ákveðin trúarbrögð heldur hvernig menn vilja beita trúnni - hvaða lagalegu stöðu trú hefur. Alhæfing um trúarbrögð – t.d. að allir múslimar séu hlynntir refsihluta sjaríalaga – er því ákveðin ranghugsun. Biblían og Kóraninn eru lögmál, sem sett voru fram fyrir mörgum öldum og hafa ekki fylgt þróun mannlegs samfélags. Framfylgni hvors ritsins sem er með bókstaflegum hætti hentar illa í frjálslyndu, nútímalegu samfélagi. Það eru ekki fordómar gagnvart trúarbrögðum að vilja vernda veraldarhyggjuna. Veraldarhyggjan tryggir þvert á móti trúfrelsi – innan umgjarðar annarra mannréttinda. Það er mikilvægt að átta sig á þessu enda hart sótt að mannréttindum og kvenréttindum í vestrænum ríkjum þessa dagana. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Tjáningarfrelsi Guðný Hjaltadóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það hefur ekki mikið farið fyrir veraldarhyggju (e. secularism) í íslenskri umræðu - sem er svolítið merkilegt því veraldarhyggja (sem felur í sér að ríki setji sér lög án tillits til trúar) er grundvöllur þeirra mannréttinda sem við þekkjum og undirrót meiriháttar klofnings meðal múslima - þar sem hópur A vill að sjaríalög, byggð á trúarsetningum islam, hafi stöðu landslaga (m.a. refsihluti laganna), hópur B vill að sjaríalög gildi í einkamálum múslima (m.a. skilnaðar- og forsjármálum) en hópur C vill hvorugt. Þessi ágreiningur um veraldlegt ríki spilaði stórt hlutverk í Sýrlandsstríðinu og tengist árásum á þá sem birta eða tjá sig um skopmyndir af Múhameð - enda óheimilt að birta myndir af spámanninum samkvæmt Kóraninum. Þeir sem árásirnar fremja tilheyra jafnan hópi A en því miður þurfa aðrir múslimar iðulega að gjalda fyrir gjörðir þeirra. Í framhaldi af hrottafenginni árás sem átti sér stað í Frakklandi á dögunum þar sem ráðist var á kennara og hann afhöfðaður fyrir að fjalla um skopmyndir af spámanninum og mikilvægi tjáningarfrelsis hefur Macron Frakklandsforseti upplýst að eftirlit í moskum í Frakklandi verði aukið - til að sporna gegn því að óæskileg öfl gerir sig þar heimakomin. Fyrir það hefur hann verið sakaður um múslimahatur af hálfu Erdogans Tyrklandsforseta og um að styðja ekki trúfrelsi. Erdogan hefur hvatt til sniðgöngu franskra vara og hefur krafan um sniðgöngu náð til annarra landa. Það sem er áhugavert í þessu er að Erdogan var áður meðlimur stjórnmálaflokks sem hafði það á stefnuskrá sinni að innleiða sjaríalög í Tyrklandi og hefur ekki beinlínis verið talinn talsmaður veraldarhyggju. Tyrkneska ríkið lagði bann við flokknum og var það mat Mannréttindadómstóls Evrópu í dómi sem féll árið 2003 (Refah Partisi and Others v. Turkey) að bannið bryti ekki gegn mannréttindasáttmálanum enda sjaríalög ekki samræmanleg sáttmálanum. Valdaránstilraunina í Tyrklandi 2016 má einnig rekja til þessa klofnings enda tilraun til að vernda veraldarhyggju Tyrklands. Þessi krafa um að trú hafi stöðu landslaga (eða endurspeglist í landslögum) er ekki bundin við islam heldur sjáum við hana nú skýrt vestan megin við okkur, þar sem öfgakristnir aðilar hafa náð völdum og reyna nú eftir megni að vega að réttindum kvenna með því að banna fóstureyðingar. Það sama á við um Pólland þar sem aðilar innan kaþólsku kirkjunnar virðast hafa ítök í stjórnmálunum og dómstólunum en fóstureyðingar eru nú einungis leyfilegar við mjög takmarkaðar aðstæður og staða samkynhneigðra er verulega slæm. Umræða um trú er vandmeðfarin og því mikilvægt að greina skýrt hvað það er sem veldur átökum í nútímasamfélögum, sem er ekki endilega ákveðin trúarbrögð heldur hvernig menn vilja beita trúnni - hvaða lagalegu stöðu trú hefur. Alhæfing um trúarbrögð – t.d. að allir múslimar séu hlynntir refsihluta sjaríalaga – er því ákveðin ranghugsun. Biblían og Kóraninn eru lögmál, sem sett voru fram fyrir mörgum öldum og hafa ekki fylgt þróun mannlegs samfélags. Framfylgni hvors ritsins sem er með bókstaflegum hætti hentar illa í frjálslyndu, nútímalegu samfélagi. Það eru ekki fordómar gagnvart trúarbrögðum að vilja vernda veraldarhyggjuna. Veraldarhyggjan tryggir þvert á móti trúfrelsi – innan umgjarðar annarra mannréttinda. Það er mikilvægt að átta sig á þessu enda hart sótt að mannréttindum og kvenréttindum í vestrænum ríkjum þessa dagana. Höfundur er lögfræðingur
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun