Við viljum gera vel en… Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2020 13:00 Umræðan um ADHD og skólamál er mikilvæg og að mínu mati eru viðhorf og vilji starfsfólks skóla til að sækja sér þekkingu alltaf að aukast. Skilningur og þekking á ADHD röskuninni ásamt vitneskjunni um hvernig hægt er að koma til móts við einstaklinga með ADHD er mun meiri í dag en áður. Þar af leiðandi eykst jákvæðni gagnvart þessum nemendum og vilji til góðra verka. Við erum komin svo langt að það er í flestum tilfellum ekki neikvætt að greinast með ADHD, frekar veldur það létti að fá skýringu á erfiðleikunum. Margir skólar eru komnir langt í þessum efnum og hafa skýra áætlun sem sett er í gang við greiningu t.d. með teymisvinnu og aðkomu þeirra sem vinna hvað mest með einstaklinginn. Þegar þessar jákvæðu breytingar eiga sér stað, velti ég því fyrir mér hvernig hægt er að styðja við og hvetja skólana til þess að viðhorfsbreytingin og vinnubrögðin haldi áfram að þróast og eflast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð Þegar barn greinist með ADHD fer í flestum skólum af stað vinna sem miðar að því að koma til móts við barnið. ADHD greiningunni einni og sér fylgir ekki fjármagn til skólans ólíkt því þegar barn fær t.d. einhverfugreiningu, þannig að meiri líkur eru á að það fari eftir viðhorfi og fjármagni skólastjórnenda hversu mikla aðstoð barnið fær. Þetta er eitthvað sem ég tel að þurfi að breytast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð, hún virkar. Með auknu fjármagni er hægt að styðja við barnið frá unga aldri og hugsanlega koma í veg fyrir að það einangri sig félagslega með óæskilegri hegðun. Snemmtæk íhlutun hefur áhrif á viðhorf barnsins, getur aukið tilfinningagreind þess og um leið aukið félagsfærni. Eftir því sem þessi vinna er öflugri strax í upphafi eru meiri líkur á að barnið njóti þess að vera í skóla, öðlist sterkari sjálfsmynd, upplifi ekki stöðugt að það geti ekki klárað verkefni og styrkir um leið félagsfærni þess, svo fátt eitt sé nefnt. Barnið lærir að ADHD er ástæða en ekki afsökun. Það kostar meira að bíða Það er löngu vitað að börn sem ekki fá þá aðstoð sem þau þurfa í grunnskóla eru líklegri til að sýna truflandi og óæskilega hegðun. Þetta bitnar á skólafélögunum og starfsfólki skólans. Kulnun í kennarastarfi er líka staðreynd og einn af þeim þáttum sem kennarar nefna sem hluta af ástæðunni eru áhyggjur yfir því að geta ekki gert nóg fyrir nemendur og of lítill stuðningur sé til að takast á við krefjandi nemendur t.d. nemendur með ADHD. Aukið fjármagn gerir skólastjórnendum kleift að grípa fyrr í taumana, greiða fyrir aukið álag og jafnvel bæta við starfsfólki. Einstaklingur með ADHD sem ekki hefur fengið þá aðstoð sem hann þurfti í skólakerfinu er líklegri en aðrir til að gera tilraunir með ólögleg vímuefni, sýna af sér áhættuhegðun ofl. sem kostar samfélagið mun meira þegar til lengri tíma er litið. Því er augljóst að fjármagni sem lagt er í snemmtæka íhlutun er vel varið. Minnkum þörf fyrir plástra Það er því að mínu mati nokkuð öruggt að með því að sinna betur börnum með ADHD, hvort sem greining liggur fyrir eða ekki, græða allir. Hættum að einblína á að plástra sárin heldur leggjum fjármagn og orku í að koma í veg fyrir að þau myndist. Október er vitundarmánuður um ADHD og ég skora á stjórnvöld að setja fókusinn á að auka fjármagn til skólanna og með því stuðla að áframhaldandi jákvæðni,auknum skilningi og vellíðan barna með ADHD. Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Umræðan um ADHD og skólamál er mikilvæg og að mínu mati eru viðhorf og vilji starfsfólks skóla til að sækja sér þekkingu alltaf að aukast. Skilningur og þekking á ADHD röskuninni ásamt vitneskjunni um hvernig hægt er að koma til móts við einstaklinga með ADHD er mun meiri í dag en áður. Þar af leiðandi eykst jákvæðni gagnvart þessum nemendum og vilji til góðra verka. Við erum komin svo langt að það er í flestum tilfellum ekki neikvætt að greinast með ADHD, frekar veldur það létti að fá skýringu á erfiðleikunum. Margir skólar eru komnir langt í þessum efnum og hafa skýra áætlun sem sett er í gang við greiningu t.d. með teymisvinnu og aðkomu þeirra sem vinna hvað mest með einstaklinginn. Þegar þessar jákvæðu breytingar eiga sér stað, velti ég því fyrir mér hvernig hægt er að styðja við og hvetja skólana til þess að viðhorfsbreytingin og vinnubrögðin haldi áfram að þróast og eflast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð Þegar barn greinist með ADHD fer í flestum skólum af stað vinna sem miðar að því að koma til móts við barnið. ADHD greiningunni einni og sér fylgir ekki fjármagn til skólans ólíkt því þegar barn fær t.d. einhverfugreiningu, þannig að meiri líkur eru á að það fari eftir viðhorfi og fjármagni skólastjórnenda hversu mikla aðstoð barnið fær. Þetta er eitthvað sem ég tel að þurfi að breytast. Snemmtæk íhlutun er ekki bara tískuorð, hún virkar. Með auknu fjármagni er hægt að styðja við barnið frá unga aldri og hugsanlega koma í veg fyrir að það einangri sig félagslega með óæskilegri hegðun. Snemmtæk íhlutun hefur áhrif á viðhorf barnsins, getur aukið tilfinningagreind þess og um leið aukið félagsfærni. Eftir því sem þessi vinna er öflugri strax í upphafi eru meiri líkur á að barnið njóti þess að vera í skóla, öðlist sterkari sjálfsmynd, upplifi ekki stöðugt að það geti ekki klárað verkefni og styrkir um leið félagsfærni þess, svo fátt eitt sé nefnt. Barnið lærir að ADHD er ástæða en ekki afsökun. Það kostar meira að bíða Það er löngu vitað að börn sem ekki fá þá aðstoð sem þau þurfa í grunnskóla eru líklegri til að sýna truflandi og óæskilega hegðun. Þetta bitnar á skólafélögunum og starfsfólki skólans. Kulnun í kennarastarfi er líka staðreynd og einn af þeim þáttum sem kennarar nefna sem hluta af ástæðunni eru áhyggjur yfir því að geta ekki gert nóg fyrir nemendur og of lítill stuðningur sé til að takast á við krefjandi nemendur t.d. nemendur með ADHD. Aukið fjármagn gerir skólastjórnendum kleift að grípa fyrr í taumana, greiða fyrir aukið álag og jafnvel bæta við starfsfólki. Einstaklingur með ADHD sem ekki hefur fengið þá aðstoð sem hann þurfti í skólakerfinu er líklegri en aðrir til að gera tilraunir með ólögleg vímuefni, sýna af sér áhættuhegðun ofl. sem kostar samfélagið mun meira þegar til lengri tíma er litið. Því er augljóst að fjármagni sem lagt er í snemmtæka íhlutun er vel varið. Minnkum þörf fyrir plástra Það er því að mínu mati nokkuð öruggt að með því að sinna betur börnum með ADHD, hvort sem greining liggur fyrir eða ekki, græða allir. Hættum að einblína á að plástra sárin heldur leggjum fjármagn og orku í að koma í veg fyrir að þau myndist. Október er vitundarmánuður um ADHD og ég skora á stjórnvöld að setja fókusinn á að auka fjármagn til skólanna og með því stuðla að áframhaldandi jákvæðni,auknum skilningi og vellíðan barna með ADHD. Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun