Áskorun til atvinnurekenda Stuðningskonur leikskólanna skrifar 26. febrúar 2020 13:00 Verkfall Eflingar hefur nú staðið í rúmar þrjár vikur. Fundir hafa verið strjálir og stuttir á milli þess sem samningsaðilar hafa sent harðorð skeyti sín á milli í fjölmiðlum. Einstaka krúttfréttir hafa birst á stangli um ömmur og afa sem hafa stokkið til og gegna enn mikilvægara hlutverki en aðra daga. Að öðru leyti mætti halda að allt gengi sinn vanagang. Kannski er það rétt, kannski gengur allt sinn vanagang. Foreldrarnir sem mest á mæðir, fólkið sem ekki getur treyst á ömmur og afa og au-pair og aðkeypta barnapössun nýtir allar þær smugur sem það getur til að lifa af, rétt eins og venjulega. Sum geta aðlagað vinnutímann sinn, sum geta treyst á maka, sum nýta orlofsdagana vitandi að sumarfríspússlið verður enn erfiðara en ella. Kannski eru einhver sem hreinlega missa vinnuna, kannski eru einhver sem þurfa að skilja börnin sín eftir hjá vandalausum, hver veit? -Við vitum að til er fólk sem er með ósveigjanlegan vinnutíma, skilningslausa atvinnurekendur og lítinn eða engan félagslegan stuðning. Það er ekkert endilega algengt, en það er til. Fólk sem hvorki hefur tíma né orku til að hafa hátt eða beita sér fyrir breyttum aðstæðum en er orðið allt of vant því að lífið sé bölvað streð. Hvað börnin varðar, þá eru þau kannski líka bara orðin vön því að stundum sé rútínan þeirra rofin og þeim hent á milli aðstandenda eða þau höfð heima með stressuðum foreldrum. Af því að þótt leikskólarnir þeirra teljist opinberlega til mikilvægrar grunnmenntunar og séu hluti af barnvænu jafnréttisparadísinni sem stjórnmálafólk stærir sig af á tyllidögum, þá gera sumarfríslokanir, stytting opnunartíma og almenn undirmönnun það að verkum að þau eru flest orðin ansi hreint vön misgóðum reddingum. Staðreyndin er sú að samfélag sem byggir á vanmetnu framlagi láglaunafólks og tekur ekki tillit til þeirra sem mest þurfa á þjónustunni að halda hefur komið sér upp innbyggðum varnarmúr gegn andófi. Fólkið sem nú er að bugast undan álagi hefur ekki aðstæður til að hrópa á torgum og krefjast breytinga. Það er upptekið við að láta hversdaginn ganga upp og á meðan lítur ekki út fyrir að þetta verkfall skipti nokkru einasta máli. Sem er rangt. Þetta verkfall hefur mest áhrif á það fólk sem síst skyldi og hefði aldrei átt að þurfa að bresta á. Við undirritaðar lýsum yfir stuðningi við nauðsynlegar aðgerðir Eflingar. Það er löngu tímabært að atvinnurekendur hlusti á láglaunafólk sem hingað til hefur þagað um sín kjör en lætur nú í sér heyra. Við skorum á Reykjavíkurborg og aðra atvinnurekendur að taka kröfurnar alvarlega og leggja sitt af mörkum til að draga úr stéttskiptingu og vanmati á vinnuframlagi fólks. Stuðningskonur leikskólanna, Edda Ýr Garðarsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Hildur Ýr Ísberg, María Lilja Þrastardóttir, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Verkfall Eflingar hefur nú staðið í rúmar þrjár vikur. Fundir hafa verið strjálir og stuttir á milli þess sem samningsaðilar hafa sent harðorð skeyti sín á milli í fjölmiðlum. Einstaka krúttfréttir hafa birst á stangli um ömmur og afa sem hafa stokkið til og gegna enn mikilvægara hlutverki en aðra daga. Að öðru leyti mætti halda að allt gengi sinn vanagang. Kannski er það rétt, kannski gengur allt sinn vanagang. Foreldrarnir sem mest á mæðir, fólkið sem ekki getur treyst á ömmur og afa og au-pair og aðkeypta barnapössun nýtir allar þær smugur sem það getur til að lifa af, rétt eins og venjulega. Sum geta aðlagað vinnutímann sinn, sum geta treyst á maka, sum nýta orlofsdagana vitandi að sumarfríspússlið verður enn erfiðara en ella. Kannski eru einhver sem hreinlega missa vinnuna, kannski eru einhver sem þurfa að skilja börnin sín eftir hjá vandalausum, hver veit? -Við vitum að til er fólk sem er með ósveigjanlegan vinnutíma, skilningslausa atvinnurekendur og lítinn eða engan félagslegan stuðning. Það er ekkert endilega algengt, en það er til. Fólk sem hvorki hefur tíma né orku til að hafa hátt eða beita sér fyrir breyttum aðstæðum en er orðið allt of vant því að lífið sé bölvað streð. Hvað börnin varðar, þá eru þau kannski líka bara orðin vön því að stundum sé rútínan þeirra rofin og þeim hent á milli aðstandenda eða þau höfð heima með stressuðum foreldrum. Af því að þótt leikskólarnir þeirra teljist opinberlega til mikilvægrar grunnmenntunar og séu hluti af barnvænu jafnréttisparadísinni sem stjórnmálafólk stærir sig af á tyllidögum, þá gera sumarfríslokanir, stytting opnunartíma og almenn undirmönnun það að verkum að þau eru flest orðin ansi hreint vön misgóðum reddingum. Staðreyndin er sú að samfélag sem byggir á vanmetnu framlagi láglaunafólks og tekur ekki tillit til þeirra sem mest þurfa á þjónustunni að halda hefur komið sér upp innbyggðum varnarmúr gegn andófi. Fólkið sem nú er að bugast undan álagi hefur ekki aðstæður til að hrópa á torgum og krefjast breytinga. Það er upptekið við að láta hversdaginn ganga upp og á meðan lítur ekki út fyrir að þetta verkfall skipti nokkru einasta máli. Sem er rangt. Þetta verkfall hefur mest áhrif á það fólk sem síst skyldi og hefði aldrei átt að þurfa að bresta á. Við undirritaðar lýsum yfir stuðningi við nauðsynlegar aðgerðir Eflingar. Það er löngu tímabært að atvinnurekendur hlusti á láglaunafólk sem hingað til hefur þagað um sín kjör en lætur nú í sér heyra. Við skorum á Reykjavíkurborg og aðra atvinnurekendur að taka kröfurnar alvarlega og leggja sitt af mörkum til að draga úr stéttskiptingu og vanmati á vinnuframlagi fólks. Stuðningskonur leikskólanna, Edda Ýr Garðarsdóttir, Elísabet Ýr Atladóttir, Gunnur Vilborg, Halldóra Jónasdóttir, Hafdís Eyjólfsdóttir, Halldóra Jónasdóttir, Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, Hildur Björk Pálsdóttir, Hildur Ýr Ísberg, María Lilja Þrastardóttir, Ósk Gunnlaugsdóttir, Sóley Tómasdóttir, Sunna Símonardóttir og Þóra Kristín Þórsdóttir
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun