Munu Manchester-liðin berjast um sömu leikmennina í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2020 23:00 Koulibaly virðist vera á leiðinni til Manchester-borgar. Matteo Ciambelli/Getty Images Talið er að Manchester United og nágrannar þeirra í Manchester City muni berjast um sömu bitana er leikmannamarkaðurinn opnar í sumar. Miguel Delaney hjá The Independent hefur það eftir öruggum heimildum að bæði Manchester-liðin séu að leita sér að miðverði. Reyndar þarf engan doktor til að segja þeim sem fylgjast með enska boltanum að Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola væru til í að fjárfesta í varnarmanni í sumar. Samkvæmt Delaney eru tveir leikmenn á óskalista beggja liða, sömu tveir leikmennirnir. Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli, og Milan Skriniar, varnarmaður Inter Milan. City and United set for battle over centre-halveshttps://t.co/ti1CSyhyxO— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) July 6, 2020 Þörf City á miðverði er brýnni en United. Liðið hefur ekki enn fyllt skarð Vincent Kompany og það virðist sem dagar bæði Nicolas Otamendi og John Stones séu taldir. Svo virðist sem Pep hafi komist að þeirri niðurstöðu að Koulibaly sé maðurinn sem gæti leyst varnarvandræði liðsins. Koulibaly verður orðinn þrítugur þegar næsta tímabil fer af stað og leikmaðurinn því að renna út á tíma hvað varðar félagaskipti til stórliðs í Evrópu. Fæst stórlið vilja fjárfesta í leikmönnum yfir þrítugt og mögulega vill Senegalinn nýja áskorun eftir að hafa verið í herbúðum Napoli frá 2014. Skriniar - sem er aðeins 25 ára gamall - gæti þó reynst ódýrari kostur fyrir City-liðið. Ástæðan er einfaldlega sú að ef Inter missir Lautaro Martinez - argentíska framherja liðsins - þá vill Antonio Conte, þjálfari liðsins, fylla upp í skarðið með öðrum Argentínumanni, Sergio Aguero. Mögulegt Evrópubann City mun svo að öllum líkindum hafa áhrif á hvaða leikmenn liðið fær til sín eða selur í sumar. City áfrýjaði upprunalega dómnum sem átti að banna liðinu að taka þátt í leikjum á vegum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, til tveggja ára. Ekki er víst hvenær lokaniðurstaða fæst í málinu. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, er enn að velta fyrir sér hvernig best sé að nýta það fjármagn sem honum stendur til boða. Það virðist sem félagið eigi í góðu sambandi við Inter en alls hafa þrír leikmenn United fært sig frá Manchester-borg til Mílanó á síðustu tólf mánuðum. Inter keypti þá Romelu Lukaku og Ashley Young ásamt því að fá Alexis Sanchez á láni. Sá síðastnefndi gæti verið notaður sem skiptimynt í kaupunum á Skriniar. Skriniar í baráttunni við Cristiano Ronaldo í leik Juventus og Inter Milan á leiktíðinni.Claudio Villa/Getty Images Einnig spila mögulegar sölur á mönnum á borð við Phil Jones og Chris Smalling inn í hvort enska félagið geti borgað uppsett verð. Talið er nær öruggt að Smalling gangi til liðs við Roma þegar lánssamningur hans við félagið rennur út. Þá vonast forráðamenn United að Steve Bruce bjargi þeim enn á ný með því að fjárfesta í leikmönnum sem enginn vill. Þannig gæti farið svo að Jones verði leikmaður Newcastle United í sumar. Fari svo að United hafi ekki efni á leikmönnunum eða þeir velji báðir að semja við City er talið að liðið muni reyna fá Joe Rodon hjá Swansea City eða Dayot Upamecano hjá RB Leipzig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn „Við vorum skíthræddir“ Sport Fleiri fréttir Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Sjá meira
Talið er að Manchester United og nágrannar þeirra í Manchester City muni berjast um sömu bitana er leikmannamarkaðurinn opnar í sumar. Miguel Delaney hjá The Independent hefur það eftir öruggum heimildum að bæði Manchester-liðin séu að leita sér að miðverði. Reyndar þarf engan doktor til að segja þeim sem fylgjast með enska boltanum að Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola væru til í að fjárfesta í varnarmanni í sumar. Samkvæmt Delaney eru tveir leikmenn á óskalista beggja liða, sömu tveir leikmennirnir. Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli, og Milan Skriniar, varnarmaður Inter Milan. City and United set for battle over centre-halveshttps://t.co/ti1CSyhyxO— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) July 6, 2020 Þörf City á miðverði er brýnni en United. Liðið hefur ekki enn fyllt skarð Vincent Kompany og það virðist sem dagar bæði Nicolas Otamendi og John Stones séu taldir. Svo virðist sem Pep hafi komist að þeirri niðurstöðu að Koulibaly sé maðurinn sem gæti leyst varnarvandræði liðsins. Koulibaly verður orðinn þrítugur þegar næsta tímabil fer af stað og leikmaðurinn því að renna út á tíma hvað varðar félagaskipti til stórliðs í Evrópu. Fæst stórlið vilja fjárfesta í leikmönnum yfir þrítugt og mögulega vill Senegalinn nýja áskorun eftir að hafa verið í herbúðum Napoli frá 2014. Skriniar - sem er aðeins 25 ára gamall - gæti þó reynst ódýrari kostur fyrir City-liðið. Ástæðan er einfaldlega sú að ef Inter missir Lautaro Martinez - argentíska framherja liðsins - þá vill Antonio Conte, þjálfari liðsins, fylla upp í skarðið með öðrum Argentínumanni, Sergio Aguero. Mögulegt Evrópubann City mun svo að öllum líkindum hafa áhrif á hvaða leikmenn liðið fær til sín eða selur í sumar. City áfrýjaði upprunalega dómnum sem átti að banna liðinu að taka þátt í leikjum á vegum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, til tveggja ára. Ekki er víst hvenær lokaniðurstaða fæst í málinu. Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, er enn að velta fyrir sér hvernig best sé að nýta það fjármagn sem honum stendur til boða. Það virðist sem félagið eigi í góðu sambandi við Inter en alls hafa þrír leikmenn United fært sig frá Manchester-borg til Mílanó á síðustu tólf mánuðum. Inter keypti þá Romelu Lukaku og Ashley Young ásamt því að fá Alexis Sanchez á láni. Sá síðastnefndi gæti verið notaður sem skiptimynt í kaupunum á Skriniar. Skriniar í baráttunni við Cristiano Ronaldo í leik Juventus og Inter Milan á leiktíðinni.Claudio Villa/Getty Images Einnig spila mögulegar sölur á mönnum á borð við Phil Jones og Chris Smalling inn í hvort enska félagið geti borgað uppsett verð. Talið er nær öruggt að Smalling gangi til liðs við Roma þegar lánssamningur hans við félagið rennur út. Þá vonast forráðamenn United að Steve Bruce bjargi þeim enn á ný með því að fjárfesta í leikmönnum sem enginn vill. Þannig gæti farið svo að Jones verði leikmaður Newcastle United í sumar. Fari svo að United hafi ekki efni á leikmönnunum eða þeir velji báðir að semja við City er talið að liðið muni reyna fá Joe Rodon hjá Swansea City eða Dayot Upamecano hjá RB Leipzig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn „Við vorum skíthræddir“ Sport Fleiri fréttir Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Sjá meira