„Endanlegt ippon fyrir Slot“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2025 08:31 Arnar Gunnlaugsson hrósaði Arne Slot og Liverpool hvernig félagið tók á Salah-málinu. Getty/Oksana Vasylieva/Peter Byrne/Liverpool FC Á meðan Mohamed Salah spilaði sig út sem fórnarlamb heima í Liverpool þá fóru liðsfélagar hans og sóttu þrjú stig á San Siro í Meistaradeildinni. Arnar Gunnlaugsson og Sigurvin Ólafsson eru á því að Arne Slot sé sigurvegarinn eftir úrslitin í gær og að Salah spili ekki aftur fyrir Liverpool. Ríkharð Óskar Guðnason fékk sérfræðinga sína í Meistaradeildarmörkunum til að meta stöðu mála í Salah-málinu eftir að Liverpool vann 1-0 sigur á Internazionale án hans. „Gerði Liverpool bara hárrétt það að hafa sett hann til hliðar og bakka stjórann sinn upp,“ spurði Ríkharð. Ákveðinn póker „Þetta er ákveðinn póker. Menn eru að taka smá séns af því að þetta getur virkað í báðar áttir. Veðmálið heppnaðist hjá Slot því þeir vinna hérna sigur og frábæran liðssigur,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Klippa: Arnar Gunlaugs og Sigurvin um Salah-málið „Salah lítur eiginlega frekar illa út af akkúrat núna með því að spila þetta fórnarlambsspil til dæmis með þessari færslu í dag. Ég skil hann auðvitað að fara í þetta viðtal eftir leik þegar hann fær ekki einu sinni að hita upp í síðasta leik. Maður skilur það því þetta er Salah og hann er hissa. En Slot vann,“ sagði Sigurvin. „Slot eitt, Salah núll,“ skaut Arnar Gunnlagsson inn. „Hann fékk liðið sitt, sem hann rak út úr klefanum og út á völl á San Siro, til að hlaupa úr sér lungu og lifur,“ sagði Sigurvin. Mjög fagmannlegt hjá Liverpool „Mér fannst Liverpool höndla þetta mál mjög fagmannlega fyrst að þetta fór svona illa eftir Leeds-leikinn. Þeir tóku sér góðan tíma til að hugsa öll svör. Blaðamannafulltrúinn hefur örugglega átt mikinn þátt í því ásamt eigendum og stjórn Liverpool að negla þennan blaðamannafund,“ sagði Arnar sem hrósaði líka Allison Becker á fundinum. „Hann varði alveg vin sinn en hann var líka að verja klúbbinn sinn og mikilvægi leiksins. Slot komst mjög vel frá þessum blaðamannafundi og þetta var svona ekta Liverpool-svar. Liverpool er þekkt fyrir að vera með vel ígrunduð svör þegar kemur að stórum málum og þeir hafa lent í ansi mörgum stórum málum innanlands sem utan í sögu Liverpool. Bara flott hvernig þeir svöruðu,“ sagði Arnar. „Svo náttúrulega endar þetta sem sigri sem er endanlegt ippon fyrir Slot,“ sagði Arnar. Ríkharð velti því upp hvort Salah væri búinn að spila síðasta leikinn sinn fyrir Liverpool. Efast um að hann biðjist afsökunar „Ég efast um að hann sé að biðjast afsökunar úr þessu. Ég hreinlega held það að þetta sé eitthvert leikrit í gangi sem endar bara á einn veg. Hann er með stórt og mikið egó og stoltur. Þannig að ég held að þetta hafi verið síðasti leikurinn hans, því miður,“ sagði Arnar. „Þetta gæti farið út í einhvers konar fjölmiðlafulltrúaslag. Kannski eru menn að kokka upp einhverja góða yfirlýsingu eða panta eitthvað gott viðtal fyrir Salah og hann geti þá náð einhvern veginn að tala sig aftur inn í,“ sagði Siguvin sem var sammála Arnari um að Salah yrði að biðjast afsökunar. „Hann þarf að koma með yfirlýsingu sem kemur honum aftur inn og segir að Liverpool-hjartað slái. Miðað við það að Afríkukeppnin er framundan þá virðist þetta spilast bara þannig að hann spili bara ekkert meir,“ sagði Sigurvin. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason fékk sérfræðinga sína í Meistaradeildarmörkunum til að meta stöðu mála í Salah-málinu eftir að Liverpool vann 1-0 sigur á Internazionale án hans. „Gerði Liverpool bara hárrétt það að hafa sett hann til hliðar og bakka stjórann sinn upp,“ spurði Ríkharð. Ákveðinn póker „Þetta er ákveðinn póker. Menn eru að taka smá séns af því að þetta getur virkað í báðar áttir. Veðmálið heppnaðist hjá Slot því þeir vinna hérna sigur og frábæran liðssigur,“ sagði Sigurvin Ólafsson. Klippa: Arnar Gunlaugs og Sigurvin um Salah-málið „Salah lítur eiginlega frekar illa út af akkúrat núna með því að spila þetta fórnarlambsspil til dæmis með þessari færslu í dag. Ég skil hann auðvitað að fara í þetta viðtal eftir leik þegar hann fær ekki einu sinni að hita upp í síðasta leik. Maður skilur það því þetta er Salah og hann er hissa. En Slot vann,“ sagði Sigurvin. „Slot eitt, Salah núll,“ skaut Arnar Gunnlagsson inn. „Hann fékk liðið sitt, sem hann rak út úr klefanum og út á völl á San Siro, til að hlaupa úr sér lungu og lifur,“ sagði Sigurvin. Mjög fagmannlegt hjá Liverpool „Mér fannst Liverpool höndla þetta mál mjög fagmannlega fyrst að þetta fór svona illa eftir Leeds-leikinn. Þeir tóku sér góðan tíma til að hugsa öll svör. Blaðamannafulltrúinn hefur örugglega átt mikinn þátt í því ásamt eigendum og stjórn Liverpool að negla þennan blaðamannafund,“ sagði Arnar sem hrósaði líka Allison Becker á fundinum. „Hann varði alveg vin sinn en hann var líka að verja klúbbinn sinn og mikilvægi leiksins. Slot komst mjög vel frá þessum blaðamannafundi og þetta var svona ekta Liverpool-svar. Liverpool er þekkt fyrir að vera með vel ígrunduð svör þegar kemur að stórum málum og þeir hafa lent í ansi mörgum stórum málum innanlands sem utan í sögu Liverpool. Bara flott hvernig þeir svöruðu,“ sagði Arnar. „Svo náttúrulega endar þetta sem sigri sem er endanlegt ippon fyrir Slot,“ sagði Arnar. Ríkharð velti því upp hvort Salah væri búinn að spila síðasta leikinn sinn fyrir Liverpool. Efast um að hann biðjist afsökunar „Ég efast um að hann sé að biðjast afsökunar úr þessu. Ég hreinlega held það að þetta sé eitthvert leikrit í gangi sem endar bara á einn veg. Hann er með stórt og mikið egó og stoltur. Þannig að ég held að þetta hafi verið síðasti leikurinn hans, því miður,“ sagði Arnar. „Þetta gæti farið út í einhvers konar fjölmiðlafulltrúaslag. Kannski eru menn að kokka upp einhverja góða yfirlýsingu eða panta eitthvað gott viðtal fyrir Salah og hann geti þá náð einhvern veginn að tala sig aftur inn í,“ sagði Siguvin sem var sammála Arnari um að Salah yrði að biðjast afsökunar. „Hann þarf að koma með yfirlýsingu sem kemur honum aftur inn og segir að Liverpool-hjartað slái. Miðað við það að Afríkukeppnin er framundan þá virðist þetta spilast bara þannig að hann spili bara ekkert meir,“ sagði Sigurvin.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira