Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2025 15:47 Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal á Villa Park um helgina þar sem liðið fékk á sig sigurmark á síðustu sekúndu leiksins. Getty/Mike Egerton Meiðsladraugurinn virðist hreinlega hafa flutt lögheimili sitt á Emirates-leikvanginn því topplið ensku úrvalsdeildarinnar og Meistaradeildarinnar horfir upp á óvenjulega langan og sáran meiðslalista þessa dagana. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að úrvalsdeildarfélagið sé nánast fast í vítahring hvað varðar meiðsli. Vandamálin virðast engan endi ætla að taka. Meiðslastaðan hjá Lundúnafélaginu var umræðuefnið þegar Arteta ræddi við fjölmiðla fyrir leikinn gegn Club Brugge í Meistaradeildinni en hann fer fram í kvöld. View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball) Miðvarðatríóið William Saliba, Gabriel Magalhães og Cristhian Mosquera hafa allir verið frá keppni undanfarið. Sama gildir um Kai Havertz. Um helgina varð ungstirnið Max Dowman auk þess fyrir langtímameiðslum. Þess má einnig geta að Martin Ødegaard, Bukayo Saka, Ben White, Gabriel Martinelli, Leandro Trossard, Gabriel Jesus, Viktor Gyökeres, Noni Madueke, Christian Nørgaard og Piero Hincapie hafa allir glímt við meiðsli í haust. Arteta hafnar því að æfingaálag liðsins sé orsökin. „En þegar leikmenn vantar eykst álagið á aðra leikmenn og það hefur afleiðingar. Þetta er mjög hættulegur vítahringur,“ segir Mikel Arteta samkvæmt Sky Sports. Hann bætir við að ekki séu öll meiðsli jafn alvarleg. Arsenal hefur unnið fimm fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni með markatölunni 14-1 og er með ellefu stigum meira en mótherjarnir þeirra í Belgíu í kvöld. Leikur Club Brugge og Arsenal er sýndur í beinni útsendingu á SÝN Sport Viaplay í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.50. 🗣️ “Are Arsenal’s injuries bad luck, fatigue or intensity of training?”Mikel Arteta: “Training? No, because we don’t have time to train, but the fact you are missing players, you are loading other players more. It’s a really dangerous circle.” 🫠 pic.twitter.com/vmGsmHEpC4— afcstuff (@afcstuff) December 10, 2025 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Arsenal FC Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að úrvalsdeildarfélagið sé nánast fast í vítahring hvað varðar meiðsli. Vandamálin virðast engan endi ætla að taka. Meiðslastaðan hjá Lundúnafélaginu var umræðuefnið þegar Arteta ræddi við fjölmiðla fyrir leikinn gegn Club Brugge í Meistaradeildinni en hann fer fram í kvöld. View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball) Miðvarðatríóið William Saliba, Gabriel Magalhães og Cristhian Mosquera hafa allir verið frá keppni undanfarið. Sama gildir um Kai Havertz. Um helgina varð ungstirnið Max Dowman auk þess fyrir langtímameiðslum. Þess má einnig geta að Martin Ødegaard, Bukayo Saka, Ben White, Gabriel Martinelli, Leandro Trossard, Gabriel Jesus, Viktor Gyökeres, Noni Madueke, Christian Nørgaard og Piero Hincapie hafa allir glímt við meiðsli í haust. Arteta hafnar því að æfingaálag liðsins sé orsökin. „En þegar leikmenn vantar eykst álagið á aðra leikmenn og það hefur afleiðingar. Þetta er mjög hættulegur vítahringur,“ segir Mikel Arteta samkvæmt Sky Sports. Hann bætir við að ekki séu öll meiðsli jafn alvarleg. Arsenal hefur unnið fimm fyrstu leiki sína í Meistaradeildinni með markatölunni 14-1 og er með ellefu stigum meira en mótherjarnir þeirra í Belgíu í kvöld. Leikur Club Brugge og Arsenal er sýndur í beinni útsendingu á SÝN Sport Viaplay í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.50. 🗣️ “Are Arsenal’s injuries bad luck, fatigue or intensity of training?”Mikel Arteta: “Training? No, because we don’t have time to train, but the fact you are missing players, you are loading other players more. It’s a really dangerous circle.” 🫠 pic.twitter.com/vmGsmHEpC4— afcstuff (@afcstuff) December 10, 2025
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Arsenal FC Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira