Mun Miðflokknum takast að koma í veg fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar? Ágúst Bjarni Garðarsson og Ólafur Ingi Tómasson skrifa 23. júní 2020 10:00 Miðflokkurinn stundar nú málþóf á þingi og talar við sjálfan sig klukkutímunum saman. Markmiðin virðast skýr; koma í veg fyrir einhverjar mestu uppbyggingu, og flýtingu mjög brýnna og stórra samgönguframkvæmda um land allt, svo lengi sem elstu menn muna og þá fjölgun starfa sem af þeim framkvæmdum munu hljótast. Allt virðist þetta vera gert til að koma í veg fyrir að íbúar og ferðamenn þessa lands búi við sama umferðaröryggi og tíðkast í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Mun seinka öllum framkvæmdum Málið er einfalt; náist ekki að klára samgönguáætlun fyrir þinglok og frumvörp sem eru henni tengd mun allri vinnu við fyrirliggjandi samgönguframkvæmdir tefjast sem því nemur. Ástæðan er sú að Vegagerðinni skortir nauðsynlegar heimildir til að ganga frá samningum, útboð frestast sem síðan hefur það í för með sér að frestun verður á öllu verkinu. Hér erum við að tala um framkvæmdir sem snerta okkur Hafnfirðinga mjög og alla þá sem keyra um svæðið og nágrenni. Hér erum við m.a. að tala um nauðsynlegar úrbætur hjá hringtorginu við Lækjargötu og áfram, ásamt framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Sú framkvæmd tekur við af þeim framkvæmdum sem nú eru í gangi á Reykjanesbrautinni, og við höfum öll tekið eftir og orðið var við, þ.e. tvöföldun frá Kaldárselsvegi – Krýsuvíkurvegi. Það er mikilvægt fyrir okkur Hafnfirðinga og landsmenn alla að samgönguáætlun klárist. Vonandi sjá þessir ágætu þingmenn Miðflokksins að sér, en það verður að teljast ólíklegt. Ágúst Bjarni er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og Ólafur Ingi formaður skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Alþingi Samgöngur Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Sjá meira
Miðflokkurinn stundar nú málþóf á þingi og talar við sjálfan sig klukkutímunum saman. Markmiðin virðast skýr; koma í veg fyrir einhverjar mestu uppbyggingu, og flýtingu mjög brýnna og stórra samgönguframkvæmda um land allt, svo lengi sem elstu menn muna og þá fjölgun starfa sem af þeim framkvæmdum munu hljótast. Allt virðist þetta vera gert til að koma í veg fyrir að íbúar og ferðamenn þessa lands búi við sama umferðaröryggi og tíðkast í þeim löndum sem við gjarnan berum okkur saman við. Mun seinka öllum framkvæmdum Málið er einfalt; náist ekki að klára samgönguáætlun fyrir þinglok og frumvörp sem eru henni tengd mun allri vinnu við fyrirliggjandi samgönguframkvæmdir tefjast sem því nemur. Ástæðan er sú að Vegagerðinni skortir nauðsynlegar heimildir til að ganga frá samningum, útboð frestast sem síðan hefur það í för með sér að frestun verður á öllu verkinu. Hér erum við að tala um framkvæmdir sem snerta okkur Hafnfirðinga mjög og alla þá sem keyra um svæðið og nágrenni. Hér erum við m.a. að tala um nauðsynlegar úrbætur hjá hringtorginu við Lækjargötu og áfram, ásamt framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Sú framkvæmd tekur við af þeim framkvæmdum sem nú eru í gangi á Reykjanesbrautinni, og við höfum öll tekið eftir og orðið var við, þ.e. tvöföldun frá Kaldárselsvegi – Krýsuvíkurvegi. Það er mikilvægt fyrir okkur Hafnfirðinga og landsmenn alla að samgönguáætlun klárist. Vonandi sjá þessir ágætu þingmenn Miðflokksins að sér, en það verður að teljast ólíklegt. Ágúst Bjarni er formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar og Ólafur Ingi formaður skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðar.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar