Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 09:03 Styttan, stuttu áður en henni var steypt í höfnina. Ben Birchall/AP Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. Mótmælendur undir merkjum Black Lives Matter-hreyfingarinnar, sem berst gegn kerfisbundinni kynþáttamismunun, og þá aðallega í Bandaríkjunum, rifu styttuna niður og fleygðu í höfnina. Á myndböndum af atvikinu má heyra gríðarleg fagnaðarlæti þegar styttan var tekin niður og henni fleygt í vatnið. Borgarráð Bristol-borgar sagði það hafa verið nauðsynlegt að fjarlægja styttuna, svo áfram yrði hægt að vinna við höfnina. Styttan var fjarlægð í skjóli nætur, af ótta við það að draga að sér áhorfendur með þeim afleiðingum að einhver meiddist. Þá kemur fram í frétt BBC af málinu að styttan verði nú flutt á „öruggan stað.“ Þar verði hún þrifin áður en henni verður komið fyrir á safni. Styttan var sem áður segir af Edward Colston. Hann var þrælasali sem uppi var á 18. öld. Arfleið hans er áberandi í Bristol, en er þó langt frá því að vera óumdeild. Colston var meðlimur í Royal African Company sem flutti um 80 þúsund þræla frá Afríku til Bandaríkjanna. Colston auðgaðist mjög á þrælasölunni og eftir andlát hans arfleiddi hann ýmis góðgerðarsamtök að auðæfum hans. Frá andláti hans hefur nafn hans verið áberandi í Bristol og má finna það víða í götunöfnum, minnisvörðum og byggingum. Borgarstjóri Bristol, Marvin Rees, sagði, áður en styttan var hífð úr höfninni, að hann saknaði styttunnar ekki neitt. Stofnanir og skólar sem hafa kennt sig við Colston, hafa nú tekið til skoðunar að breyta nafni sínu. Bretland Black Lives Matter Styttur og útilistaverk England Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður. Mótmælendur undir merkjum Black Lives Matter-hreyfingarinnar, sem berst gegn kerfisbundinni kynþáttamismunun, og þá aðallega í Bandaríkjunum, rifu styttuna niður og fleygðu í höfnina. Á myndböndum af atvikinu má heyra gríðarleg fagnaðarlæti þegar styttan var tekin niður og henni fleygt í vatnið. Borgarráð Bristol-borgar sagði það hafa verið nauðsynlegt að fjarlægja styttuna, svo áfram yrði hægt að vinna við höfnina. Styttan var fjarlægð í skjóli nætur, af ótta við það að draga að sér áhorfendur með þeim afleiðingum að einhver meiddist. Þá kemur fram í frétt BBC af málinu að styttan verði nú flutt á „öruggan stað.“ Þar verði hún þrifin áður en henni verður komið fyrir á safni. Styttan var sem áður segir af Edward Colston. Hann var þrælasali sem uppi var á 18. öld. Arfleið hans er áberandi í Bristol, en er þó langt frá því að vera óumdeild. Colston var meðlimur í Royal African Company sem flutti um 80 þúsund þræla frá Afríku til Bandaríkjanna. Colston auðgaðist mjög á þrælasölunni og eftir andlát hans arfleiddi hann ýmis góðgerðarsamtök að auðæfum hans. Frá andláti hans hefur nafn hans verið áberandi í Bristol og má finna það víða í götunöfnum, minnisvörðum og byggingum. Borgarstjóri Bristol, Marvin Rees, sagði, áður en styttan var hífð úr höfninni, að hann saknaði styttunnar ekki neitt. Stofnanir og skólar sem hafa kennt sig við Colston, hafa nú tekið til skoðunar að breyta nafni sínu.
Bretland Black Lives Matter Styttur og útilistaverk England Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira