Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2025 11:38 Flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, á flugvellinum í Dyflinni á mánudagskvöld. Ekki munaði miklu að óþekktir drónar flygju í veg fyrir hana á leið hennar til lendingar á Írlandi. Vísir/Getty Fjórir óþekktir herdrónar flugu inn á bannsvæði og í átt að flugvél Volodýmýrs Selenskí, forseta Úkraínu, við Írland á mánudag. Flugvél forsetans var á undan áætlun en drónarnir eru sagðir hafa skorið feril hennar á þeim stað þar sem hún hefði átt að vera þegar þeir flugu þar. Írskir fjölmiðlar greina frá uppákomunni sem átti sér stað þegar Selenskí flaug til Dyflinnar seint á mánudagskvöld. Flugvélin hafi verið á undan áætlun. Drónarnir hafi skorið feril forsetaflugvélarinnar á nákvæmlega þeim tíma sem hún hefði átt að vera ef hún hefði verið á áætlun. Flygildin eru svo sögð hafa hringsólað yfir skipi írska sjóhersins sem hafði verið komið fyrir á Írlandshafi á laun vegna heimsóknar úkraínska forsetans. Atvikið hafi átt sér stað innan tólf mílna landhelgi Írlands. Heimildir The Journal á Írlandi herma að drónarnir hafi tekið á loft norðaustur af Dyflinni og að þeir hafi verið á flugi í um tvær klukkustundir. Til rannsóknar sé hvort þeim hafi verið flogið af landi eða af óþekktu skipi undan ströndum Írlands. Írska leyniþjónustan telur að drónarnir hafi verið afar stórir, fokdýrir og af hernaðargerð. Mögulegt sé að flokka uppákomuna sem óhefðbundna hernaðaraðgerð. Ákveðið var að skjóta drónana ekki niður en írska herskipið var vanbúið til þess að óvirkja þá á annan hátt. Óþekktir drónar hafa ítrekað truflað flugumferð í Evrópu á undanförnum vikum og mánuðum. Kveikt var á ljósum drónanna sem þykir benda til þess að þeim hafi verið ætlað að trufla ferð Selenskí. Drónaflugið hefur verið tengt við svonefnda fjölþátta ógn eða óhefðbundinn hernað Rússa gegn Evrópu og fleiri vestrænum ríkjum. Úkraína Hernaður Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Írland Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. 5. desember 2025 08:08 Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í gærkvöldi þegar menn töldu sig sjá dróna á flugi í grennd við völlinn. 17. nóvember 2025 08:09 Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. 9. nóvember 2025 15:03 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Írskir fjölmiðlar greina frá uppákomunni sem átti sér stað þegar Selenskí flaug til Dyflinnar seint á mánudagskvöld. Flugvélin hafi verið á undan áætlun. Drónarnir hafi skorið feril forsetaflugvélarinnar á nákvæmlega þeim tíma sem hún hefði átt að vera ef hún hefði verið á áætlun. Flygildin eru svo sögð hafa hringsólað yfir skipi írska sjóhersins sem hafði verið komið fyrir á Írlandshafi á laun vegna heimsóknar úkraínska forsetans. Atvikið hafi átt sér stað innan tólf mílna landhelgi Írlands. Heimildir The Journal á Írlandi herma að drónarnir hafi tekið á loft norðaustur af Dyflinni og að þeir hafi verið á flugi í um tvær klukkustundir. Til rannsóknar sé hvort þeim hafi verið flogið af landi eða af óþekktu skipi undan ströndum Írlands. Írska leyniþjónustan telur að drónarnir hafi verið afar stórir, fokdýrir og af hernaðargerð. Mögulegt sé að flokka uppákomuna sem óhefðbundna hernaðaraðgerð. Ákveðið var að skjóta drónana ekki niður en írska herskipið var vanbúið til þess að óvirkja þá á annan hátt. Óþekktir drónar hafa ítrekað truflað flugumferð í Evrópu á undanförnum vikum og mánuðum. Kveikt var á ljósum drónanna sem þykir benda til þess að þeim hafi verið ætlað að trufla ferð Selenskí. Drónaflugið hefur verið tengt við svonefnda fjölþátta ógn eða óhefðbundinn hernað Rússa gegn Evrópu og fleiri vestrænum ríkjum.
Úkraína Hernaður Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Írland Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. 5. desember 2025 08:08 Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í gærkvöldi þegar menn töldu sig sjá dróna á flugi í grennd við völlinn. 17. nóvember 2025 08:09 Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. 9. nóvember 2025 15:03 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Sjá meira
Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. 5. desember 2025 08:08
Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í gærkvöldi þegar menn töldu sig sjá dróna á flugi í grennd við völlinn. 17. nóvember 2025 08:09
Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. 9. nóvember 2025 15:03