Innlent

Mikið við­bragð vegna umferðarslyss

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Blá ljós sjást í vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Blá ljós sjást í vefmyndavél Vegagerðarinnar. Vegagerðin

Töluverður viðbúnaður viðbragðsaðila er á vettvangi vegna alvarlegs umferðarslyss á Vesturlandsvegi til móts við verslunina Útilegumanninn.

Grétar Stefánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um alvarlegt slys sé að ræða. Tveir bílar skullu saman, þeir virðast hafa komið hvor úr sinni áttinni. Ekki sé hægt að staðfesta það að svo stöddu. Enn sé unnið að því að tryggja vettvang.

Ekki liggur fyrir hversu margir voru í bílunum tveimur né hvert ástand þeirra slösuðu er.

Tilkynningin barst um tíu mínútur í fimm og voru viðbragðsaðilar að mæta á vettvang rétt eftir klukkan fimm.

Sjónarvottar segja í samtali við fréttastofu að fjöldi viðbragðsaðila séu á vettvangi. 

Á vefsíðu Vegagerðarinnar, umferðin.is, segir að veginum hafi verið lokað í báðar áttir vegna slyssins. Á myndavélum Vegagerðarinnar sést að bílaröð hefur myndast við slysstað.

Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að lokað verði fyrir umferð í óákveðin tíma á meðan viðbragðsaðilar eru við störf. Engar frekari upplýsingar verði veittar að svo stöddu.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×