Samgönguslys

Fréttamynd

Kín­versk ferða­skrif­stofa fær ekki á­heyrn hjá Hæsta­rétti

Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta í Kömbunum

Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning laust fyrir miðnætti um meðvitundarlausa konu á þrítugsaldri sem hafði ekið út af veginum og oltið nokkra hringi efst í Kömbunum. Brunavarnir Árnessýslu klipptu konuna úr bílnum sem og var hún í framhaldinu flutt á bráðamóttökuna í Fossvogi. 

Innlent
Fréttamynd

Komst upp úr sjónum af sjálfs­dáðum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli við Gróttu á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem fallið hafði í sjóinn. Sjúkrabíll og bátur voru sendir á svæðið og kafarar voru settir í viðbragðsstöðu. 

Innlent
Fréttamynd

Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell

Björgvin Franz Gíslason leikari var að hjóla eftir hjólastíg þegar bíll bakkaði næstum á hann. Hann náði að forða sér undan bílnum en flaug af hjólinu, skall á jörðinni og úlnliðsbrotnaði. Björgvin mun því þurfa að leika Elsu Lund í fatla í vetur.

Lífið
Fréttamynd

Tveggja bíla á­rekstur á Suður­landi

Tveggja bíla árekstur varð við afleggjarann að Vallabæjum austan við Kirkjubæjarklaustur upp úr hádegi í dag. Meiðsl á fólki eru minniháttar en miklar skemmdir eru á bílunum.

Innlent
Fréttamynd

Vöru­bif­reið ekið á vegfarandann

Vörubifreið í flokki eitt, tólf tonna flutningarbíl með farmi, var ekið á gangandi vegfaranda á Reykjanesbraut við Kaplakrika í morgun. Maðurinn er á spítala og lítið liggur fyrir um líðan hans.

Innlent
Fréttamynd

„Það þarf senni­lega að moka þennan bíl upp“

Leiðsögumaðurinn Grétar Örn Bragason rambaði á tvo fasta bíla á Mælifellssandi fyrr í vikunni. Einn maður reyndist eigandi beggja bílanna en hann hafði snúið aftur til að losa bíl sem hann hafði fest deginum áður. Óvenjulegt sé að svo miklir vatnavextir séu á veginum líkt og nú.

Innlent
Fréttamynd

Á­rekstur í Öxnadal

Tveir bílar skullu saman í Öxnadal, rétt hjá Akureyri, um klukkan þrjú í dag. Enginn er talinn hafa slasast alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum

Bifvélavirkjameistari í Þorlákshöfn þakkar sínum sæla fyrir að hann sjálfur, eiginkona og níu mánaða barn séu ekki stórslösuð og hreinlega enn á lífi. Mæðgurnar voru nærri heimaslóðum þar sem ferðamaður ók skyndilega í veg fyrir þær. Nokkrum vikum fyrr var eiginmaðurinn á fleygiferð á Hringveginum þegar sendiferðabíll blasti allt í einu við á röngum vegarhelmingi. Bæði atvikin eru til á upptöku.

Innlent
Fréttamynd

Grát­bað um að fá að deyja en fagnar nú öllum fram­förum

„Ég grátbað þá á gjörgæslunni að vekja mig ekki, og bjarga mér ekki. Ég sagði: Getið þið plís gert mér þann greiða að aftengja þessi tæki og leyfa mér að fara. Ég var það kvalinn og áhyggjufullur að nú yrði ég byrði á mig og mína og það yrði ekkert líf framundan. Ég hélt þetta að væri bara búið,“ segir Magnús Sigurjón Guðmundsson mótorhjólakappi. 

Lífið