Samgönguslys

Fréttamynd

Bíl­stjórinn þrettán ára

Ökumaðurinn sem ók bílnum sem valt á mótum Miklubrautar og Vesturlandsvegar í Reykjavík eftir að hann hafði reynt að stinga lögreglu af um hádegisbil í gær, er þrettán ára.

Innlent
Fréttamynd

Kín­versk ferða­skrif­stofa fær ekki á­heyrn hjá Hæsta­rétti

Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta í Kömbunum

Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning laust fyrir miðnætti um meðvitundarlausa konu á þrítugsaldri sem hafði ekið út af veginum og oltið nokkra hringi efst í Kömbunum. Brunavarnir Árnessýslu klipptu konuna úr bílnum sem og var hún í framhaldinu flutt á bráðamóttökuna í Fossvogi. 

Innlent
Fréttamynd

Komst upp úr sjónum af sjálfs­dáðum

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli við Gróttu á fimmta tímanum í dag vegna einstaklings sem fallið hafði í sjóinn. Sjúkrabíll og bátur voru sendir á svæðið og kafarar voru settir í viðbragðsstöðu. 

Innlent
Fréttamynd

Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell

Björgvin Franz Gíslason leikari var að hjóla eftir hjólastíg þegar bíll bakkaði næstum á hann. Hann náði að forða sér undan bílnum en flaug af hjólinu, skall á jörðinni og úlnliðsbrotnaði. Björgvin mun því þurfa að leika Elsu Lund í fatla í vetur.

Lífið