Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2020 23:26 Björgunarpakki þýska ríkisins kemur í veg fyrir gjaldþrot Lufthansa. Getty/Sean Gallup Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. Björgunarpakkinn kemur í veg fyrir að flugfélagið verði gjaldþrota en upphæðin svarar til um 1.400 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef BBC en Lufthansa hefur, líkt og önnur flugfélög, glíma við mikinn rekstrarvanda undanfarið vegna kórónuveirufaraldursins. Samningur Lufthansa og þýska ríkisins felur það í sér að þýska ríkið eignast 20% hlut í fyrirtækinu sem það hyggst selja fyrir árslok 2023. Samningurinn er háður samþykki hluthafa Lufthansa og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku við sér við tíðindi dagsins og hlutabréf Lufthansa hækkuðu um 7,5%. „Þessi stuðningur okkar er aðeins til skamms tíma. Þegar fyrirtækið stendur betur munum við selja okkar hlut, vonandi með smá hagnaði, sem gerir okkur kleift að fjármagna þau fjölmörgu verkefni sem við stöndum frammi fyrir, ekki bara gagnvart þessu félagi,“ sagði Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, á blaðamannafundi í dag. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt. Faraldurinn hefur hins vegar haft gríðarleg áhrif á rekstur Lufthansa, líkt og fleiri flugfélög í heiminum, enda hafa flugsamgöngur legið niðri nánast að öllu leyti í meira en tvo mánuði. Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. Björgunarpakkinn kemur í veg fyrir að flugfélagið verði gjaldþrota en upphæðin svarar til um 1.400 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef BBC en Lufthansa hefur, líkt og önnur flugfélög, glíma við mikinn rekstrarvanda undanfarið vegna kórónuveirufaraldursins. Samningur Lufthansa og þýska ríkisins felur það í sér að þýska ríkið eignast 20% hlut í fyrirtækinu sem það hyggst selja fyrir árslok 2023. Samningurinn er háður samþykki hluthafa Lufthansa og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku við sér við tíðindi dagsins og hlutabréf Lufthansa hækkuðu um 7,5%. „Þessi stuðningur okkar er aðeins til skamms tíma. Þegar fyrirtækið stendur betur munum við selja okkar hlut, vonandi með smá hagnaði, sem gerir okkur kleift að fjármagna þau fjölmörgu verkefni sem við stöndum frammi fyrir, ekki bara gagnvart þessu félagi,“ sagði Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, á blaðamannafundi í dag. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt. Faraldurinn hefur hins vegar haft gríðarleg áhrif á rekstur Lufthansa, líkt og fleiri flugfélög í heiminum, enda hafa flugsamgöngur legið niðri nánast að öllu leyti í meira en tvo mánuði.
Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira