Þýska ríkið og Lufthansa ná samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2020 23:26 Björgunarpakki þýska ríkisins kemur í veg fyrir gjaldþrot Lufthansa. Getty/Sean Gallup Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. Björgunarpakkinn kemur í veg fyrir að flugfélagið verði gjaldþrota en upphæðin svarar til um 1.400 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef BBC en Lufthansa hefur, líkt og önnur flugfélög, glíma við mikinn rekstrarvanda undanfarið vegna kórónuveirufaraldursins. Samningur Lufthansa og þýska ríkisins felur það í sér að þýska ríkið eignast 20% hlut í fyrirtækinu sem það hyggst selja fyrir árslok 2023. Samningurinn er háður samþykki hluthafa Lufthansa og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku við sér við tíðindi dagsins og hlutabréf Lufthansa hækkuðu um 7,5%. „Þessi stuðningur okkar er aðeins til skamms tíma. Þegar fyrirtækið stendur betur munum við selja okkar hlut, vonandi með smá hagnaði, sem gerir okkur kleift að fjármagna þau fjölmörgu verkefni sem við stöndum frammi fyrir, ekki bara gagnvart þessu félagi,“ sagði Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, á blaðamannafundi í dag. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt. Faraldurinn hefur hins vegar haft gríðarleg áhrif á rekstur Lufthansa, líkt og fleiri flugfélög í heiminum, enda hafa flugsamgöngur legið niðri nánast að öllu leyti í meira en tvo mánuði. Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þýska flugfélagið Lufthansa og þýska ríkið hafa náð samkomulagi um níu milljarða evra björgunarpakka ríkisins til handa flugfélaginu. Björgunarpakkinn kemur í veg fyrir að flugfélagið verði gjaldþrota en upphæðin svarar til um 1.400 milljarða íslenskra króna. Frá þessu er greint á vef BBC en Lufthansa hefur, líkt og önnur flugfélög, glíma við mikinn rekstrarvanda undanfarið vegna kórónuveirufaraldursins. Samningur Lufthansa og þýska ríkisins felur það í sér að þýska ríkið eignast 20% hlut í fyrirtækinu sem það hyggst selja fyrir árslok 2023. Samningurinn er háður samþykki hluthafa Lufthansa og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hlutabréfamarkaðir í Evrópu tóku við sér við tíðindi dagsins og hlutabréf Lufthansa hækkuðu um 7,5%. „Þessi stuðningur okkar er aðeins til skamms tíma. Þegar fyrirtækið stendur betur munum við selja okkar hlut, vonandi með smá hagnaði, sem gerir okkur kleift að fjármagna þau fjölmörgu verkefni sem við stöndum frammi fyrir, ekki bara gagnvart þessu félagi,“ sagði Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, á blaðamannafundi í dag. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt. Faraldurinn hefur hins vegar haft gríðarleg áhrif á rekstur Lufthansa, líkt og fleiri flugfélög í heiminum, enda hafa flugsamgöngur legið niðri nánast að öllu leyti í meira en tvo mánuði.
Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira