Loðin stefna Pírata Egill Þór Jónsson skrifar 23. október 2019 13:00 Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Eins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greindi sjálf frá í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins þá greiddu Píratar atkvæði með sáttmálanum en þó með fyrirvara. En alla jafna setur fólk fyrirvara í atkvæðagreiðslu sem þessari ef samþykki þeirra er bundið ákveðnum skilyrðum. Einn þessara fyrirvara sneri að því að veggjöld myndu ekki koma niður á þeim tekjulægri í samfélaginu. Þrátt fyrir það er afstaða Pírataflokksins í borgarstjórn til veggjalda ansi óljós og vel loðin. Í því samhengi er rétt að benda á að Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, er í raun brautryðjandi í þeim fyrirætlunum meirihlutans að leggja á sérstök veggjöld í Reykjavík. Því til stuðnings segir orðrétt í fréttum RÚV frá 25.05.2019: „Sigurborg segir að þetta gæti orðið hluti af þeirri leið sem farin yrði til þess að fjármagna uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir jafnframt í fréttinni að í Noregi séu þetta gjöld á bilinu 1200 til 1800 krónur hver ferð. Þessi hugmynd Sigurborgar er í hróplegu ósamræmi við þá fyrirvara sem hún og flokkur hennar setti við samþykkt samgöngusáttmálans í borgarstjórn þriðjudaginn 15. október síðastliðinn. Þar er þess sérstaklega getið að útfærsla sérstakrar fjármögnunar komi ekki niður á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Píratar í Reykjavík gera hins vegar enga athugasemd við veggjöld að öðru leyti, en það hlýtur vera krafa kjósenda að þeir upplýsi um afstöðu sína til sérstakra veggjalda. Þá hefur oddviti Pírata ítrekað vikið sér undan því að svara því hvort flokkurinn sé fylgjandi veggjöldum eða ekki. Píratar hafna samkomulaginu í rafrænni atkvæðagreiðslu Píratar á höfuðborgarsvæðinu eru ekki einhuga um samgöngusáttmálann. Til að mynda lögðu fulltrúar Pírata í bæjarstjórn Kópavogs til atkvæðagreiðslu inn í kosningakerfi Pírata um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Sáttmálanum var hafnað í þeirri atkvæðagreiðslu með meirihluta atkvæða. Við afgreiðslu samgöngusáttmálans á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í gær, þriðjudaginn 22. október 2019, greiddi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um samgöngusáttmálann. Sú ákvörðun Sigurbjargar hlýtur fyrst og fremst að byggjast á ákvörðun grasrótar Pírata í Kópavogi. Í mínum huga eiga kjósendur hins vegar rétt á að fá að vita hver raunveruleg afstaða borgarstjórnarflokks Pírata er til veggjalda. Eða er það kannski svo að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, og aðrir fulltrúar flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur styðja það heilshugar að samkomulagið verði fjármagnað með veggjöldum? Það vekur athygli að Píratar í Kópavogi hafi fellt samkomulagið í atkvæðagreiðslu innan flokksins. Þá vekur það óneitanlega athygli að grasrót Pírata fékk ekki segja sitt álit á samningnum, en í grunnstefinu Pírata er rætt sérsteklega um beint lýðræði og aðkomu grasrótar að ákvörðunartöku skv. sjöttu grein grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Ég veit ekki hvort borgarfulltrúar Pírata í Reykjavík óttist grasrótina í Reykjavík eða bara hreinlega þekki ekki grunnstefnu Pírata, betur en svo að þeir láti hjá líða að halda kosningu um samgöngusáttmálann í Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Egill Þór Jónsson Píratar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Sjá meira
Líkt og greint var frá í fréttum þá var meirihlutinn í Reykjavík ósamstíga á síðasta borgarstjórnarfundi í afstöðu sinni til samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Eins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greindi sjálf frá í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins þá greiddu Píratar atkvæði með sáttmálanum en þó með fyrirvara. En alla jafna setur fólk fyrirvara í atkvæðagreiðslu sem þessari ef samþykki þeirra er bundið ákveðnum skilyrðum. Einn þessara fyrirvara sneri að því að veggjöld myndu ekki koma niður á þeim tekjulægri í samfélaginu. Þrátt fyrir það er afstaða Pírataflokksins í borgarstjórn til veggjalda ansi óljós og vel loðin. Í því samhengi er rétt að benda á að Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, er í raun brautryðjandi í þeim fyrirætlunum meirihlutans að leggja á sérstök veggjöld í Reykjavík. Því til stuðnings segir orðrétt í fréttum RÚV frá 25.05.2019: „Sigurborg segir að þetta gæti orðið hluti af þeirri leið sem farin yrði til þess að fjármagna uppbyggingu borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir jafnframt í fréttinni að í Noregi séu þetta gjöld á bilinu 1200 til 1800 krónur hver ferð. Þessi hugmynd Sigurborgar er í hróplegu ósamræmi við þá fyrirvara sem hún og flokkur hennar setti við samþykkt samgöngusáttmálans í borgarstjórn þriðjudaginn 15. október síðastliðinn. Þar er þess sérstaklega getið að útfærsla sérstakrar fjármögnunar komi ekki niður á þeim tekjulægstu í samfélaginu. Píratar í Reykjavík gera hins vegar enga athugasemd við veggjöld að öðru leyti, en það hlýtur vera krafa kjósenda að þeir upplýsi um afstöðu sína til sérstakra veggjalda. Þá hefur oddviti Pírata ítrekað vikið sér undan því að svara því hvort flokkurinn sé fylgjandi veggjöldum eða ekki. Píratar hafna samkomulaginu í rafrænni atkvæðagreiðslu Píratar á höfuðborgarsvæðinu eru ekki einhuga um samgöngusáttmálann. Til að mynda lögðu fulltrúar Pírata í bæjarstjórn Kópavogs til atkvæðagreiðslu inn í kosningakerfi Pírata um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Sáttmálanum var hafnað í þeirri atkvæðagreiðslu með meirihluta atkvæða. Við afgreiðslu samgöngusáttmálans á bæjarstjórnarfundi Kópavogs í gær, þriðjudaginn 22. október 2019, greiddi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, ekki atkvæði í atkvæðagreiðslunni um samgöngusáttmálann. Sú ákvörðun Sigurbjargar hlýtur fyrst og fremst að byggjast á ákvörðun grasrótar Pírata í Kópavogi. Í mínum huga eiga kjósendur hins vegar rétt á að fá að vita hver raunveruleg afstaða borgarstjórnarflokks Pírata er til veggjalda. Eða er það kannski svo að Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, og aðrir fulltrúar flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur styðja það heilshugar að samkomulagið verði fjármagnað með veggjöldum? Það vekur athygli að Píratar í Kópavogi hafi fellt samkomulagið í atkvæðagreiðslu innan flokksins. Þá vekur það óneitanlega athygli að grasrót Pírata fékk ekki segja sitt álit á samningnum, en í grunnstefinu Pírata er rætt sérsteklega um beint lýðræði og aðkomu grasrótar að ákvörðunartöku skv. sjöttu grein grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt. Ég veit ekki hvort borgarfulltrúar Pírata í Reykjavík óttist grasrótina í Reykjavík eða bara hreinlega þekki ekki grunnstefnu Pírata, betur en svo að þeir láti hjá líða að halda kosningu um samgöngusáttmálann í Reykjavík.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun