Öfugsnúin umhverfisvernd Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 2. október 2019 07:15 Umhverfisvernd er ekki það sama og umhverfisvernd. Hugtakið hefur verið útþynnt af þeim sem hafa meiri áhuga á sýndarmennsku en raunverulegri umhverfisvernd. Í þeirra huga dugar að leggja til lausnir sem hljóma eins og þær séu umhverfisvænar. Engu máli virðist skipta hversu skilvirkar lausnirnar eru, eða hverjar afleiðingarnar eru. Góður ásetningur og miklar áhyggjur af stöðu mála vega þyngra en raunhæfar og skilvirkar lausnir. Á heimasíðu sinni vekur Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra, réttilega athygli á því að ekki séu nema átta ár frá því að ríkisstjórn vinstriflokka lögfesti umfangsmiklar skattaívilnanir til að örva innflutning á „endurnýjanlegu eldsneyti“ sem einkum er unnið úr pálmum og matjurtum á borð við repju, soja og maís. Tveimur árum síðar leiddi sama ríkisstjórn í lög að allt eldsneyti skyldi blandað þessu endurnýjanlega eldsneyti. Útreikningar fjármálaráðuneytisins hafa síðan leitt í ljós að yfir milljarður króna renni árlega úr ríkissjóði til erlendra framleiðenda á endurnýjanlegu eldsneyti vegna þessara ríkisinngripa. Í þessu samhengi nefnir Sigríður að nýlega hafi verið lögð fram þingsályktunartillaga um bann við notkun á pálmaolíu á bíla. Þingmennirnir sem standa á bak við tillöguna draga upp dökka mynd. Í tillögunni segir að lönd á borð við Indónesíu og Malasíu, sem framleiða langmest af pálmaolíu, hafi nú þegar fellt stóran hluta af regnskógum sínum, meðal annars fyrir fjöldaframleiðslu á pálmaolíu. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð aukast þegar skógarnir eru ruddir því þá bæði losni kolefni út í andrúmsloftið þegar skógurinn er sjálfur brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. Ekki nóg með það heldur hefur verið komið upp um barnaþrælkun á pálmaolíuplantekrunum. „Reiknað hefur verið út að lífeldsneyti frá jurtaolíu, sem er um 70 prósent af lífeldsneytismarkaði í Evrópu, losi 80 prósentum meira af gróðurhúsalofttegundum en jarðefnaeldsneytið sem verið er að skipta út. Pálmaolía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti, en næst á eftir kemur sojaolía sem er tvisvar sinnum verri,“ segir enn fremur í tillögunni. Stjórnmálamenn láta blekkjast af hugtökum á borð við „endurnýjanlegt eldsneyti“, festa í lög frumvörp með háleitum markmiðum sem síðan reynast hafa þveröfug áhrif. Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í síðasta sinn sem það gerist. Og enginn skyldi efast um að flestir af þeim sem standa á bak við þingsályktunartillöguna hefðu greitt atkvæði með blöndunarskyldunni og skattaívilnunum á sínum tíma ef þeir hefðu haft tækifæri til þess. Umhverfisvitundin ristir ekki dýpra en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Umhverfisvernd er ekki það sama og umhverfisvernd. Hugtakið hefur verið útþynnt af þeim sem hafa meiri áhuga á sýndarmennsku en raunverulegri umhverfisvernd. Í þeirra huga dugar að leggja til lausnir sem hljóma eins og þær séu umhverfisvænar. Engu máli virðist skipta hversu skilvirkar lausnirnar eru, eða hverjar afleiðingarnar eru. Góður ásetningur og miklar áhyggjur af stöðu mála vega þyngra en raunhæfar og skilvirkar lausnir. Á heimasíðu sinni vekur Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra, réttilega athygli á því að ekki séu nema átta ár frá því að ríkisstjórn vinstriflokka lögfesti umfangsmiklar skattaívilnanir til að örva innflutning á „endurnýjanlegu eldsneyti“ sem einkum er unnið úr pálmum og matjurtum á borð við repju, soja og maís. Tveimur árum síðar leiddi sama ríkisstjórn í lög að allt eldsneyti skyldi blandað þessu endurnýjanlega eldsneyti. Útreikningar fjármálaráðuneytisins hafa síðan leitt í ljós að yfir milljarður króna renni árlega úr ríkissjóði til erlendra framleiðenda á endurnýjanlegu eldsneyti vegna þessara ríkisinngripa. Í þessu samhengi nefnir Sigríður að nýlega hafi verið lögð fram þingsályktunartillaga um bann við notkun á pálmaolíu á bíla. Þingmennirnir sem standa á bak við tillöguna draga upp dökka mynd. Í tillögunni segir að lönd á borð við Indónesíu og Malasíu, sem framleiða langmest af pálmaolíu, hafi nú þegar fellt stóran hluta af regnskógum sínum, meðal annars fyrir fjöldaframleiðslu á pálmaolíu. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð aukast þegar skógarnir eru ruddir því þá bæði losni kolefni út í andrúmsloftið þegar skógurinn er sjálfur brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. Ekki nóg með það heldur hefur verið komið upp um barnaþrælkun á pálmaolíuplantekrunum. „Reiknað hefur verið út að lífeldsneyti frá jurtaolíu, sem er um 70 prósent af lífeldsneytismarkaði í Evrópu, losi 80 prósentum meira af gróðurhúsalofttegundum en jarðefnaeldsneytið sem verið er að skipta út. Pálmaolía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti, en næst á eftir kemur sojaolía sem er tvisvar sinnum verri,“ segir enn fremur í tillögunni. Stjórnmálamenn láta blekkjast af hugtökum á borð við „endurnýjanlegt eldsneyti“, festa í lög frumvörp með háleitum markmiðum sem síðan reynast hafa þveröfug áhrif. Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í síðasta sinn sem það gerist. Og enginn skyldi efast um að flestir af þeim sem standa á bak við þingsályktunartillöguna hefðu greitt atkvæði með blöndunarskyldunni og skattaívilnunum á sínum tíma ef þeir hefðu haft tækifæri til þess. Umhverfisvitundin ristir ekki dýpra en það.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun