Öfugsnúin umhverfisvernd Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 2. október 2019 07:15 Umhverfisvernd er ekki það sama og umhverfisvernd. Hugtakið hefur verið útþynnt af þeim sem hafa meiri áhuga á sýndarmennsku en raunverulegri umhverfisvernd. Í þeirra huga dugar að leggja til lausnir sem hljóma eins og þær séu umhverfisvænar. Engu máli virðist skipta hversu skilvirkar lausnirnar eru, eða hverjar afleiðingarnar eru. Góður ásetningur og miklar áhyggjur af stöðu mála vega þyngra en raunhæfar og skilvirkar lausnir. Á heimasíðu sinni vekur Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra, réttilega athygli á því að ekki séu nema átta ár frá því að ríkisstjórn vinstriflokka lögfesti umfangsmiklar skattaívilnanir til að örva innflutning á „endurnýjanlegu eldsneyti“ sem einkum er unnið úr pálmum og matjurtum á borð við repju, soja og maís. Tveimur árum síðar leiddi sama ríkisstjórn í lög að allt eldsneyti skyldi blandað þessu endurnýjanlega eldsneyti. Útreikningar fjármálaráðuneytisins hafa síðan leitt í ljós að yfir milljarður króna renni árlega úr ríkissjóði til erlendra framleiðenda á endurnýjanlegu eldsneyti vegna þessara ríkisinngripa. Í þessu samhengi nefnir Sigríður að nýlega hafi verið lögð fram þingsályktunartillaga um bann við notkun á pálmaolíu á bíla. Þingmennirnir sem standa á bak við tillöguna draga upp dökka mynd. Í tillögunni segir að lönd á borð við Indónesíu og Malasíu, sem framleiða langmest af pálmaolíu, hafi nú þegar fellt stóran hluta af regnskógum sínum, meðal annars fyrir fjöldaframleiðslu á pálmaolíu. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð aukast þegar skógarnir eru ruddir því þá bæði losni kolefni út í andrúmsloftið þegar skógurinn er sjálfur brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. Ekki nóg með það heldur hefur verið komið upp um barnaþrælkun á pálmaolíuplantekrunum. „Reiknað hefur verið út að lífeldsneyti frá jurtaolíu, sem er um 70 prósent af lífeldsneytismarkaði í Evrópu, losi 80 prósentum meira af gróðurhúsalofttegundum en jarðefnaeldsneytið sem verið er að skipta út. Pálmaolía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti, en næst á eftir kemur sojaolía sem er tvisvar sinnum verri,“ segir enn fremur í tillögunni. Stjórnmálamenn láta blekkjast af hugtökum á borð við „endurnýjanlegt eldsneyti“, festa í lög frumvörp með háleitum markmiðum sem síðan reynast hafa þveröfug áhrif. Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í síðasta sinn sem það gerist. Og enginn skyldi efast um að flestir af þeim sem standa á bak við þingsályktunartillöguna hefðu greitt atkvæði með blöndunarskyldunni og skattaívilnunum á sínum tíma ef þeir hefðu haft tækifæri til þess. Umhverfisvitundin ristir ekki dýpra en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Umhverfisvernd er ekki það sama og umhverfisvernd. Hugtakið hefur verið útþynnt af þeim sem hafa meiri áhuga á sýndarmennsku en raunverulegri umhverfisvernd. Í þeirra huga dugar að leggja til lausnir sem hljóma eins og þær séu umhverfisvænar. Engu máli virðist skipta hversu skilvirkar lausnirnar eru, eða hverjar afleiðingarnar eru. Góður ásetningur og miklar áhyggjur af stöðu mála vega þyngra en raunhæfar og skilvirkar lausnir. Á heimasíðu sinni vekur Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra, réttilega athygli á því að ekki séu nema átta ár frá því að ríkisstjórn vinstriflokka lögfesti umfangsmiklar skattaívilnanir til að örva innflutning á „endurnýjanlegu eldsneyti“ sem einkum er unnið úr pálmum og matjurtum á borð við repju, soja og maís. Tveimur árum síðar leiddi sama ríkisstjórn í lög að allt eldsneyti skyldi blandað þessu endurnýjanlega eldsneyti. Útreikningar fjármálaráðuneytisins hafa síðan leitt í ljós að yfir milljarður króna renni árlega úr ríkissjóði til erlendra framleiðenda á endurnýjanlegu eldsneyti vegna þessara ríkisinngripa. Í þessu samhengi nefnir Sigríður að nýlega hafi verið lögð fram þingsályktunartillaga um bann við notkun á pálmaolíu á bíla. Þingmennirnir sem standa á bak við tillöguna draga upp dökka mynd. Í tillögunni segir að lönd á borð við Indónesíu og Malasíu, sem framleiða langmest af pálmaolíu, hafi nú þegar fellt stóran hluta af regnskógum sínum, meðal annars fyrir fjöldaframleiðslu á pálmaolíu. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð aukast þegar skógarnir eru ruddir því þá bæði losni kolefni út í andrúmsloftið þegar skógurinn er sjálfur brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. Ekki nóg með það heldur hefur verið komið upp um barnaþrælkun á pálmaolíuplantekrunum. „Reiknað hefur verið út að lífeldsneyti frá jurtaolíu, sem er um 70 prósent af lífeldsneytismarkaði í Evrópu, losi 80 prósentum meira af gróðurhúsalofttegundum en jarðefnaeldsneytið sem verið er að skipta út. Pálmaolía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti, en næst á eftir kemur sojaolía sem er tvisvar sinnum verri,“ segir enn fremur í tillögunni. Stjórnmálamenn láta blekkjast af hugtökum á borð við „endurnýjanlegt eldsneyti“, festa í lög frumvörp með háleitum markmiðum sem síðan reynast hafa þveröfug áhrif. Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í síðasta sinn sem það gerist. Og enginn skyldi efast um að flestir af þeim sem standa á bak við þingsályktunartillöguna hefðu greitt atkvæði með blöndunarskyldunni og skattaívilnunum á sínum tíma ef þeir hefðu haft tækifæri til þess. Umhverfisvitundin ristir ekki dýpra en það.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun