Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Guðni Elísson skrifar 5. október 2019 09:43 Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir í athugasemd um fréttaskýringuna að Kjartan sé ekki blaðamaður, heldur prédikari og að Rögnvaldur hafi skrifað góða bók um umhverfisrétttrúnað þar sem hann vari við öllum öfgum í umræðunni. Svo segir Hannes að haldin hafi verið ráðstefna Rögnvaldi til heiðurs í Háskóla Íslands 2014 (rétt er í október 2015) og að hann hafi sérstaklega boðið „ýmsum umhverfisöfgamönnum að koma þangað og svara honum, en enginn þeirra lét sjá sig“. Ég var einn af þeim einstaklingum sem Hannes bauð að vera með erindi en ég afþakkaði boðið vegna þess að allt eins hefði verið hægt að taka þátt í málþingi um það hvort bólusetningar eigi rétt á sér eða hvort kenna eigi sköpunarkenningar samhliða þróunarkenningunni í líffræðikennslu í grunnskólum. Þótt ég hafi ekki viljað leggja nafn mitt við þessa ráðstefnu mætti ég á hana og hlustaði á framlag Rögnvalds Hannessonar, sem flutt var á ensku. Það var vel þess virði vegna þess að hagfræðingurinn er að mínu mati meira skáld en sérfræðingur í umhverfisvísindum. Hér er fundið ljóð úr fyrirlestri Rögnvalds frá október 2015 sem kristallar afstöðu hans til umhverfismála, en ég þýddi fyrir nokkrum árum þennan kafla á íslensku og langar nú að deila honum með þjóðinni. Það er mikilvægt að árétta að rökþunginn kemur allur frá Rögnvaldi. Aðeins línuskiptingin er mín, fyrir utan titilinn, því að eitthvað verður ljóðið að heita. Þetta er því nákvæm þýðing á kafla úr fyrirlestri fræðimannsins:Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsinsTil eru alls konar umhverfisverndarsinnar. Þeir hafa alls kyns sýn – á sömu hluti … Svo er til annars konar umhverfisverndarstefna sem ég kalla umhverfisrétttrúnað. Þetta fólk segir að vernda eigi náttúruna, ekki okkur til hagsbóta, heldur á hennar forsendum. Við eigum að vernda villtar dýrategundir, jafnvel þótt þær séu vesen og skaðvaldar og ógni lífi okkar og limum. Ég er viss um að þið hafið öll heyrt um ljónið Sesíl, sem kom lánlausum amerískum tannlækni í klípu, vegna þess að honum varð á að skjóta það – í leyfisleysi. Það varð allt vitlaust í Bandaríkjunum og hann neyddist til að fara í felur í langan tíma. Afríkubúar vita betur. Þeir vita að ljón og fílar eru meindýr sem ógna tilvist manna og troða niður gróðurinn sem þeir eiga. Jæja. Hvað svo. Mér finnst þessi afstaða lýsa mannfyrirlitningu. Ég á eftir með að ímynda mér meiri mannfyrirlitningu. Að hefja upp náttúruna á kostnað mannsins og láta velferð dýra ganga fyrir velferð einstaklinga.Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslenskur hagfræðingur skrifaði undir loftslagsvísindaafneitun Yfirlýsingin sem íslenskur hagfræðingur leggur nafn sitt við endurtekur löngu hraktar fullyrðingar þar sem efast er um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. 2. október 2019 11:45 Mest lesið Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir í athugasemd um fréttaskýringuna að Kjartan sé ekki blaðamaður, heldur prédikari og að Rögnvaldur hafi skrifað góða bók um umhverfisrétttrúnað þar sem hann vari við öllum öfgum í umræðunni. Svo segir Hannes að haldin hafi verið ráðstefna Rögnvaldi til heiðurs í Háskóla Íslands 2014 (rétt er í október 2015) og að hann hafi sérstaklega boðið „ýmsum umhverfisöfgamönnum að koma þangað og svara honum, en enginn þeirra lét sjá sig“. Ég var einn af þeim einstaklingum sem Hannes bauð að vera með erindi en ég afþakkaði boðið vegna þess að allt eins hefði verið hægt að taka þátt í málþingi um það hvort bólusetningar eigi rétt á sér eða hvort kenna eigi sköpunarkenningar samhliða þróunarkenningunni í líffræðikennslu í grunnskólum. Þótt ég hafi ekki viljað leggja nafn mitt við þessa ráðstefnu mætti ég á hana og hlustaði á framlag Rögnvalds Hannessonar, sem flutt var á ensku. Það var vel þess virði vegna þess að hagfræðingurinn er að mínu mati meira skáld en sérfræðingur í umhverfisvísindum. Hér er fundið ljóð úr fyrirlestri Rögnvalds frá október 2015 sem kristallar afstöðu hans til umhverfismála, en ég þýddi fyrir nokkrum árum þennan kafla á íslensku og langar nú að deila honum með þjóðinni. Það er mikilvægt að árétta að rökþunginn kemur allur frá Rögnvaldi. Aðeins línuskiptingin er mín, fyrir utan titilinn, því að eitthvað verður ljóðið að heita. Þetta er því nákvæm þýðing á kafla úr fyrirlestri fræðimannsins:Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsinsTil eru alls konar umhverfisverndarsinnar. Þeir hafa alls kyns sýn – á sömu hluti … Svo er til annars konar umhverfisverndarstefna sem ég kalla umhverfisrétttrúnað. Þetta fólk segir að vernda eigi náttúruna, ekki okkur til hagsbóta, heldur á hennar forsendum. Við eigum að vernda villtar dýrategundir, jafnvel þótt þær séu vesen og skaðvaldar og ógni lífi okkar og limum. Ég er viss um að þið hafið öll heyrt um ljónið Sesíl, sem kom lánlausum amerískum tannlækni í klípu, vegna þess að honum varð á að skjóta það – í leyfisleysi. Það varð allt vitlaust í Bandaríkjunum og hann neyddist til að fara í felur í langan tíma. Afríkubúar vita betur. Þeir vita að ljón og fílar eru meindýr sem ógna tilvist manna og troða niður gróðurinn sem þeir eiga. Jæja. Hvað svo. Mér finnst þessi afstaða lýsa mannfyrirlitningu. Ég á eftir með að ímynda mér meiri mannfyrirlitningu. Að hefja upp náttúruna á kostnað mannsins og láta velferð dýra ganga fyrir velferð einstaklinga.Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Íslenskur hagfræðingur skrifaði undir loftslagsvísindaafneitun Yfirlýsingin sem íslenskur hagfræðingur leggur nafn sitt við endurtekur löngu hraktar fullyrðingar þar sem efast er um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. 2. október 2019 11:45
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun