Telja leyfi frestunar þingfunda óháð ástæðum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. september 2019 19:00 Hæstiréttur Bretlands er til svo hann geti svarað erfiðum spurningum um lögin án tillits til geðþótta. Þetta sagði Brenda Hale, barónessan af Richmond og forseti hæstaréttar Bretlands, í dómsal í dag þegar tvær málsóknir af sama toga gegn ríkisstjórninni voru teknar fyrir. Annars vegar eru það á áttunda tug stjórnarandstöðuþingmanna og hins vegar athafnakonan Gina Miller sem vilja fá ákvörðun Johnson um frestun þingfunda hnekkt. Viðfangsefnið er nokkuð erfitt og vakti Hale sjálf máls á því í dag. Skoskur áfrýjunardómstóll úrskurðaði gegn ríkisstjórninni. Enskur og velskur dómstóll með henni. Skiptar skoðanir eru sum sé um vald forsætisráðherrans til að fresta þingfundum. David Pannick, lögmaður Miller, sagði að Johnson hafi farið fram á frestunina til þess að þagga niður í þinginu nú þegar stutt er í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu. „Það að framkvæmdavaldið nýti vald sitt til þess að komast hjá yfirsýn þingsins stangast á við stjórnlög,“ hélt Pannick fram. Richard Keen lávarður talaði máli ríkisstjórnarinnar. Hann sagði frestun þingfunda ekki háða nokkurri ástæðu. „Við vitum það að þingfundum má fresta af ýmsum ástæðum. Pólitískum jafnt sem formlegum,“ sagði Keen. Búist er við því að niðurstaða fáist í málið í fyrsta lagi á fimmtudag. Ef hæstiréttur úrskurðar stjórnarandstöðunni í vil ætlar ríkisstjórnin að boða til þingfunda á ný. Lögmaður hennar lofaði því þó ekki að þingfundum yrði ekki aftur frestað. Bretland Brexit Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Hæstiréttur Bretlands er til svo hann geti svarað erfiðum spurningum um lögin án tillits til geðþótta. Þetta sagði Brenda Hale, barónessan af Richmond og forseti hæstaréttar Bretlands, í dómsal í dag þegar tvær málsóknir af sama toga gegn ríkisstjórninni voru teknar fyrir. Annars vegar eru það á áttunda tug stjórnarandstöðuþingmanna og hins vegar athafnakonan Gina Miller sem vilja fá ákvörðun Johnson um frestun þingfunda hnekkt. Viðfangsefnið er nokkuð erfitt og vakti Hale sjálf máls á því í dag. Skoskur áfrýjunardómstóll úrskurðaði gegn ríkisstjórninni. Enskur og velskur dómstóll með henni. Skiptar skoðanir eru sum sé um vald forsætisráðherrans til að fresta þingfundum. David Pannick, lögmaður Miller, sagði að Johnson hafi farið fram á frestunina til þess að þagga niður í þinginu nú þegar stutt er í settan útgöngudag úr Evrópusambandinu. „Það að framkvæmdavaldið nýti vald sitt til þess að komast hjá yfirsýn þingsins stangast á við stjórnlög,“ hélt Pannick fram. Richard Keen lávarður talaði máli ríkisstjórnarinnar. Hann sagði frestun þingfunda ekki háða nokkurri ástæðu. „Við vitum það að þingfundum má fresta af ýmsum ástæðum. Pólitískum jafnt sem formlegum,“ sagði Keen. Búist er við því að niðurstaða fáist í málið í fyrsta lagi á fimmtudag. Ef hæstiréttur úrskurðar stjórnarandstöðunni í vil ætlar ríkisstjórnin að boða til þingfunda á ný. Lögmaður hennar lofaði því þó ekki að þingfundum yrði ekki aftur frestað.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Hæstiréttur tekur mál gegn Johnson fyrir Hæstiréttur Englands tekur í dag fyrir mál gegn Boris Johnson forsætisráðherra þar sem því er haldið fram að hann hafi brotið lög þegar hann fékk Englandsdrottningu til að samþykkja að hlé yrði gert á störfum breska þingsins nú rétt fyrir Brexit. 17. september 2019 08:06