Opið bréf til heilbrigðisráðherra Reynir Guðmundsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Undirritaður skrifar þetta opna bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til að vekja athygli á því alvarlega ástandi sem hefur skapast á hjarta – og lungnadeild Landspítalans við Hringbraut. Á dögunum fengu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og allir þingmenn sama bréf frá undirrituðum. Nokkrir þingmenn hafa séð sér fært að svara bréfinu en enn hefur enginn ráðherra séð sér fært að svara bréfinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá hefur staðan á deildinni sjaldan verið jafn alvarleg og hún er núna. Undirritaður er sjúklingur á hjarta- og lungnadeild Landspítala við Hringbraut og hefur þegar þetta er skrifað beðið í margar vikur eftir hjartaaðgerð eða frá því í byrjun júní. Undirritaður hefur verið kominn með aðgerðardag en aðgerð hefur verið frestað. Þetta er ítrekað að gerast og er farið að hafa mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu undirritaðs og jafnframt á aðstandendur sem hafa óneitanlega áhyggjur af ástandinu. Ástæður þess að aðgerðinni hefur ítrekað verið frestað í margar vikur er vegna þess að gjörgæslan getur ekki tekið við undirrituðum að aðgerð lokinni. Bæði vegna þess að fá rúm eru á gjörgæslunni og því miður er staðan sú að þau eru sífellt í notkun. Auk þessa er skortur á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, m.a. vegna sumarleyfa. Aðgerð undirritaðs er þess eðlis að nauðsynlegt er að undirritaður fái umönnun á gjörgæslu að henni lokinni. Það sama á við fjóra aðra sjúklinga deildarinnar og er því undirritaður ekki einn í þessum aðstæðum. Undirritaður hefur átt samtal við frábært fagfólk deildarinnar og velt þessari stöðu fyrir sér. Í þessum samtölum hefur það komið fram frá fagfólki að rúm á gjörgæslu séu eingöngu helmingur af því sem þau ættu að vera miðað við þann fólksfjölda sem býr á Íslandi. Samkvæmt fagfólki þá er ekki tekið tillit til þess fjölda ferðamanna sem er í landinu hverju sinni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá eru rýmin á gjörgæslunni við Hringbraut einungis sex talsins og undirritaður veit nú þegar um fimm einstaklinga, bara á hjarta- og lungnadeild sem bíða eftir aðgerð og þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild að henni lokinni. Þessi staða er með öllu ólíðandi og hættuleg svo ekki sé talað um þau samfélagslegu áhrif sem hún hefur. Hvað kostar það samfélagið að hafa fimm einstaklinga í biðstöðu inni á lungna- og hjartadeild, menn sem gætu verið í vinnu og skilað sínu til samfélagsins? Undirritaður óskar þess að heilbrigðisráðherra fari vel yfir þá alvarlegu stöðu sem hefur skapast og upplýsi velferðarnefnd Alþingis og þingheim allan um hvernig bregðast eigi við stöðu sem þessari. Hvernig á að tryggja öryggi fólks sem bíður eftir aðgerðum og bregðast við ef slys verða á fólki sem þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild? Undirritaður skrifar þetta bréf í von um að erindi þess verði tekið til greina. Fyrir hönd þeirra sjúklinga sem liggja inni á lungna- og hjartadeild Landspítala við Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður skrifar þetta opna bréf til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til að vekja athygli á því alvarlega ástandi sem hefur skapast á hjarta – og lungnadeild Landspítalans við Hringbraut. Á dögunum fengu allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og allir þingmenn sama bréf frá undirrituðum. Nokkrir þingmenn hafa séð sér fært að svara bréfinu en enn hefur enginn ráðherra séð sér fært að svara bréfinu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá hefur staðan á deildinni sjaldan verið jafn alvarleg og hún er núna. Undirritaður er sjúklingur á hjarta- og lungnadeild Landspítala við Hringbraut og hefur þegar þetta er skrifað beðið í margar vikur eftir hjartaaðgerð eða frá því í byrjun júní. Undirritaður hefur verið kominn með aðgerðardag en aðgerð hefur verið frestað. Þetta er ítrekað að gerast og er farið að hafa mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu undirritaðs og jafnframt á aðstandendur sem hafa óneitanlega áhyggjur af ástandinu. Ástæður þess að aðgerðinni hefur ítrekað verið frestað í margar vikur er vegna þess að gjörgæslan getur ekki tekið við undirrituðum að aðgerð lokinni. Bæði vegna þess að fá rúm eru á gjörgæslunni og því miður er staðan sú að þau eru sífellt í notkun. Auk þessa er skortur á sérhæfðum gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, m.a. vegna sumarleyfa. Aðgerð undirritaðs er þess eðlis að nauðsynlegt er að undirritaður fái umönnun á gjörgæslu að henni lokinni. Það sama á við fjóra aðra sjúklinga deildarinnar og er því undirritaður ekki einn í þessum aðstæðum. Undirritaður hefur átt samtal við frábært fagfólk deildarinnar og velt þessari stöðu fyrir sér. Í þessum samtölum hefur það komið fram frá fagfólki að rúm á gjörgæslu séu eingöngu helmingur af því sem þau ættu að vera miðað við þann fólksfjölda sem býr á Íslandi. Samkvæmt fagfólki þá er ekki tekið tillit til þess fjölda ferðamanna sem er í landinu hverju sinni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem undirritaður hefur þá eru rýmin á gjörgæslunni við Hringbraut einungis sex talsins og undirritaður veit nú þegar um fimm einstaklinga, bara á hjarta- og lungnadeild sem bíða eftir aðgerð og þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild að henni lokinni. Þessi staða er með öllu ólíðandi og hættuleg svo ekki sé talað um þau samfélagslegu áhrif sem hún hefur. Hvað kostar það samfélagið að hafa fimm einstaklinga í biðstöðu inni á lungna- og hjartadeild, menn sem gætu verið í vinnu og skilað sínu til samfélagsins? Undirritaður óskar þess að heilbrigðisráðherra fari vel yfir þá alvarlegu stöðu sem hefur skapast og upplýsi velferðarnefnd Alþingis og þingheim allan um hvernig bregðast eigi við stöðu sem þessari. Hvernig á að tryggja öryggi fólks sem bíður eftir aðgerðum og bregðast við ef slys verða á fólki sem þarfnast umönnunar á gjörgæsludeild? Undirritaður skrifar þetta bréf í von um að erindi þess verði tekið til greina. Fyrir hönd þeirra sjúklinga sem liggja inni á lungna- og hjartadeild Landspítala við Hringbraut.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar