Að dæma Akureyri í Staðarskála Konráð Guðjónsson skrifar 25. júlí 2019 08:00 Hvalveiðar, mannanafnanefnd og listamannalaun. Það bregst ekki frekar en að sólin rís í austri að Íslendingar þræti um þessi málefni. Undanfarin ár hefur nýtt fyrirbæri laumast inn í þennan hóp: Íslenskt verðlag. Í vikunni voru enn einu sinni fluttar fréttir af því að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Að vísu byggði það á úreltum tölum frá 2018 og eftir veikingu krónunnar er Ísland fallið úr toppsætinu, en er enn fremur dýrt. Venju samkvæmt stukku fjölmiðlar til og fleiri eltu með vandlætingu á ástandinu. Hver vill ekki borga sem minnst til að fá sem mest? Vandinn er að þessi nálgun er eins og að keyra frá Reykjavík í Staðarskála og dæma þaðan Akureyri. Með öðrum orðum, að bera einvörðungu saman verðlag milli landa segir ekki nema í besta falli hálfa söguna um hversu mikið fólk fær fyrir aurana sína. Jákvæð tengsl verðlags og kaupmáttar fólks eru nefnilega kirfilega fest bæði af fræðikenningum og gögnum. Það er því ekki tilviljun að þau lönd sem eru í augnablikinu ofar en Ísland á verðlagslistanum séu Sviss og Noregur þar sem hagsæld er hvað mest og laun hæst. Hátt verðlag, sem verðmætasköpun stendur undir, ætti því frekar að vera markmiðið. Hátt verðlag blandast líka í umræðuna um hvort taka skuli upp evru þó að það sé máttlítil röksemd fyrir krónu eða evru. Til dæmis er verðlag á Írlandi nærri tvöfalt hærra en í Litháen þó bæði búi þau við evru. Verðlag á Íslandi er síðan nær þrefalt hærra en í Rúmeníu þó bæði ríkin noti eigin gjaldmiðil. Kannski er þetta misskilningur. Kannski ætti Ísland að stefna að lægsta verðlagi í Evrópu. Þá væri hægt að leita fyrirmynda þar sem verðlag er hvað lægst, eins og í Albaníu og Búlgaríu. Botnsætið á lista Eurostat vermir Tyrkland. Stefnum við kannski að því að verða draumaland Erdogans með 24% stýrivexti og 60.000 króna lágmarkslaun?Höfundur er hagfræðingur viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Hvalveiðar, mannanafnanefnd og listamannalaun. Það bregst ekki frekar en að sólin rís í austri að Íslendingar þræti um þessi málefni. Undanfarin ár hefur nýtt fyrirbæri laumast inn í þennan hóp: Íslenskt verðlag. Í vikunni voru enn einu sinni fluttar fréttir af því að Ísland væri dýrasta land í Evrópu. Að vísu byggði það á úreltum tölum frá 2018 og eftir veikingu krónunnar er Ísland fallið úr toppsætinu, en er enn fremur dýrt. Venju samkvæmt stukku fjölmiðlar til og fleiri eltu með vandlætingu á ástandinu. Hver vill ekki borga sem minnst til að fá sem mest? Vandinn er að þessi nálgun er eins og að keyra frá Reykjavík í Staðarskála og dæma þaðan Akureyri. Með öðrum orðum, að bera einvörðungu saman verðlag milli landa segir ekki nema í besta falli hálfa söguna um hversu mikið fólk fær fyrir aurana sína. Jákvæð tengsl verðlags og kaupmáttar fólks eru nefnilega kirfilega fest bæði af fræðikenningum og gögnum. Það er því ekki tilviljun að þau lönd sem eru í augnablikinu ofar en Ísland á verðlagslistanum séu Sviss og Noregur þar sem hagsæld er hvað mest og laun hæst. Hátt verðlag, sem verðmætasköpun stendur undir, ætti því frekar að vera markmiðið. Hátt verðlag blandast líka í umræðuna um hvort taka skuli upp evru þó að það sé máttlítil röksemd fyrir krónu eða evru. Til dæmis er verðlag á Írlandi nærri tvöfalt hærra en í Litháen þó bæði búi þau við evru. Verðlag á Íslandi er síðan nær þrefalt hærra en í Rúmeníu þó bæði ríkin noti eigin gjaldmiðil. Kannski er þetta misskilningur. Kannski ætti Ísland að stefna að lægsta verðlagi í Evrópu. Þá væri hægt að leita fyrirmynda þar sem verðlag er hvað lægst, eins og í Albaníu og Búlgaríu. Botnsætið á lista Eurostat vermir Tyrkland. Stefnum við kannski að því að verða draumaland Erdogans með 24% stýrivexti og 60.000 króna lágmarkslaun?Höfundur er hagfræðingur viðskiptaráðs.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar