Grunnstoð upplýsinga Jóhann Þór Jónsson skrifar 26. júlí 2019 07:00 Gagnaver eru ein af grunnstoðum þeirrar upplýsingatækni sem við upplifum á hverjum degi en án öruggrar hýsingar og vinnslu gagna væri vettvangur nýsköpunar, þróunar og umgjörð samfélagsins alls mun fátæklegri en raunin er í dag. Gagnaver eru mikilvægur hluti af hugverkaiðnaði á Íslandi og skapa þau ein og sér ríflega 8 milljarða í gjaldeyristekjur á ári. Auk fjölda starfa á uppbyggingartíma gagnavers skapar það á bilinu 3-5 bein og afleidd stöðugildi fyrir hvert megavatt af raforku sem nýtt er í rekstrinum. Tilurð gagnaversiðnaðar á Íslandi tryggir jafnframt að hugverkaiðnaðurinn hýsir og vinnur gögn hér á landi og býr til þekkingu og áhugaverð tækni- og sérfræðistörf. Gagnaver laða til sín erlenda viðskiptavini sem sjá hag sinn í að nýta fyrirsjáanlegt, en ekki endilega lægra orkuverð en í nágrannalöndum, ásamt hagfelldu íslensku veðurfari til að að reka sinn tölvubúnað á skilvirkan hátt. Umhverfisvæn raforka og gott aðgengi að sérfræðingum hafa einnig áhrif en saman skapa þessi fjögur atriði ákjósanleg skilyrði fyrir aðila sem vilja hágæða þjónustu og hagstæða, umhverfisvæna orkugjafa, inn í sitt kolefnisbókhald. Fjölbreytni viðskiptavina hefur aukist mikið á síðustu misserum en bankar, tryggingafélög, virtir erlendir háskólar og bílaframleiðendur eru meðal þeirra sem nýta sér þjónustu íslenskra gagnavera í dag. Rétt er að halda því til haga að ekki hefur verið virkjað sérstaklega fyrir eitt einasta gagnaver á Íslandi. Þess í stað hafa þau nýtt þá orku sem er til staðar í framleiðslukerfinu sem annars hefði runnið ónotuð til sjávar. Gott dæmi um þetta er nýtt gagnaver á Blönduósi sem gerir Landsvirkjun kleift að nýta betur afkastagetu Blönduvirkjunar og selja áður ónýtta raforku án mikils viðbótarkostnaðar. Gagnaverið hefur einnig tryggt grundvöll að uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu. Sömu sögu er að segja af Suðurnesjum. Gagnaversiðnaðurinn er góð viðbót við íslenskt atvinnulíf og skiptir máli að fjallað sé um hann af skynsemi og á réttum forsendum. Öflugur gagnaversiðnaður stuðlar að enn frekari tækifærum fyrir íslenskan hugverkaiðnað og skynsamri nýtingu á auðlindum Íslands.Höfundur er formaður Samtaka gagnavera Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Gagnaver eru ein af grunnstoðum þeirrar upplýsingatækni sem við upplifum á hverjum degi en án öruggrar hýsingar og vinnslu gagna væri vettvangur nýsköpunar, þróunar og umgjörð samfélagsins alls mun fátæklegri en raunin er í dag. Gagnaver eru mikilvægur hluti af hugverkaiðnaði á Íslandi og skapa þau ein og sér ríflega 8 milljarða í gjaldeyristekjur á ári. Auk fjölda starfa á uppbyggingartíma gagnavers skapar það á bilinu 3-5 bein og afleidd stöðugildi fyrir hvert megavatt af raforku sem nýtt er í rekstrinum. Tilurð gagnaversiðnaðar á Íslandi tryggir jafnframt að hugverkaiðnaðurinn hýsir og vinnur gögn hér á landi og býr til þekkingu og áhugaverð tækni- og sérfræðistörf. Gagnaver laða til sín erlenda viðskiptavini sem sjá hag sinn í að nýta fyrirsjáanlegt, en ekki endilega lægra orkuverð en í nágrannalöndum, ásamt hagfelldu íslensku veðurfari til að að reka sinn tölvubúnað á skilvirkan hátt. Umhverfisvæn raforka og gott aðgengi að sérfræðingum hafa einnig áhrif en saman skapa þessi fjögur atriði ákjósanleg skilyrði fyrir aðila sem vilja hágæða þjónustu og hagstæða, umhverfisvæna orkugjafa, inn í sitt kolefnisbókhald. Fjölbreytni viðskiptavina hefur aukist mikið á síðustu misserum en bankar, tryggingafélög, virtir erlendir háskólar og bílaframleiðendur eru meðal þeirra sem nýta sér þjónustu íslenskra gagnavera í dag. Rétt er að halda því til haga að ekki hefur verið virkjað sérstaklega fyrir eitt einasta gagnaver á Íslandi. Þess í stað hafa þau nýtt þá orku sem er til staðar í framleiðslukerfinu sem annars hefði runnið ónotuð til sjávar. Gott dæmi um þetta er nýtt gagnaver á Blönduósi sem gerir Landsvirkjun kleift að nýta betur afkastagetu Blönduvirkjunar og selja áður ónýtta raforku án mikils viðbótarkostnaðar. Gagnaverið hefur einnig tryggt grundvöll að uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu. Sömu sögu er að segja af Suðurnesjum. Gagnaversiðnaðurinn er góð viðbót við íslenskt atvinnulíf og skiptir máli að fjallað sé um hann af skynsemi og á réttum forsendum. Öflugur gagnaversiðnaður stuðlar að enn frekari tækifærum fyrir íslenskan hugverkaiðnað og skynsamri nýtingu á auðlindum Íslands.Höfundur er formaður Samtaka gagnavera
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar