Grunnstoð upplýsinga Jóhann Þór Jónsson skrifar 26. júlí 2019 07:00 Gagnaver eru ein af grunnstoðum þeirrar upplýsingatækni sem við upplifum á hverjum degi en án öruggrar hýsingar og vinnslu gagna væri vettvangur nýsköpunar, þróunar og umgjörð samfélagsins alls mun fátæklegri en raunin er í dag. Gagnaver eru mikilvægur hluti af hugverkaiðnaði á Íslandi og skapa þau ein og sér ríflega 8 milljarða í gjaldeyristekjur á ári. Auk fjölda starfa á uppbyggingartíma gagnavers skapar það á bilinu 3-5 bein og afleidd stöðugildi fyrir hvert megavatt af raforku sem nýtt er í rekstrinum. Tilurð gagnaversiðnaðar á Íslandi tryggir jafnframt að hugverkaiðnaðurinn hýsir og vinnur gögn hér á landi og býr til þekkingu og áhugaverð tækni- og sérfræðistörf. Gagnaver laða til sín erlenda viðskiptavini sem sjá hag sinn í að nýta fyrirsjáanlegt, en ekki endilega lægra orkuverð en í nágrannalöndum, ásamt hagfelldu íslensku veðurfari til að að reka sinn tölvubúnað á skilvirkan hátt. Umhverfisvæn raforka og gott aðgengi að sérfræðingum hafa einnig áhrif en saman skapa þessi fjögur atriði ákjósanleg skilyrði fyrir aðila sem vilja hágæða þjónustu og hagstæða, umhverfisvæna orkugjafa, inn í sitt kolefnisbókhald. Fjölbreytni viðskiptavina hefur aukist mikið á síðustu misserum en bankar, tryggingafélög, virtir erlendir háskólar og bílaframleiðendur eru meðal þeirra sem nýta sér þjónustu íslenskra gagnavera í dag. Rétt er að halda því til haga að ekki hefur verið virkjað sérstaklega fyrir eitt einasta gagnaver á Íslandi. Þess í stað hafa þau nýtt þá orku sem er til staðar í framleiðslukerfinu sem annars hefði runnið ónotuð til sjávar. Gott dæmi um þetta er nýtt gagnaver á Blönduósi sem gerir Landsvirkjun kleift að nýta betur afkastagetu Blönduvirkjunar og selja áður ónýtta raforku án mikils viðbótarkostnaðar. Gagnaverið hefur einnig tryggt grundvöll að uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu. Sömu sögu er að segja af Suðurnesjum. Gagnaversiðnaðurinn er góð viðbót við íslenskt atvinnulíf og skiptir máli að fjallað sé um hann af skynsemi og á réttum forsendum. Öflugur gagnaversiðnaður stuðlar að enn frekari tækifærum fyrir íslenskan hugverkaiðnað og skynsamri nýtingu á auðlindum Íslands.Höfundur er formaður Samtaka gagnavera Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Gagnaver eru ein af grunnstoðum þeirrar upplýsingatækni sem við upplifum á hverjum degi en án öruggrar hýsingar og vinnslu gagna væri vettvangur nýsköpunar, þróunar og umgjörð samfélagsins alls mun fátæklegri en raunin er í dag. Gagnaver eru mikilvægur hluti af hugverkaiðnaði á Íslandi og skapa þau ein og sér ríflega 8 milljarða í gjaldeyristekjur á ári. Auk fjölda starfa á uppbyggingartíma gagnavers skapar það á bilinu 3-5 bein og afleidd stöðugildi fyrir hvert megavatt af raforku sem nýtt er í rekstrinum. Tilurð gagnaversiðnaðar á Íslandi tryggir jafnframt að hugverkaiðnaðurinn hýsir og vinnur gögn hér á landi og býr til þekkingu og áhugaverð tækni- og sérfræðistörf. Gagnaver laða til sín erlenda viðskiptavini sem sjá hag sinn í að nýta fyrirsjáanlegt, en ekki endilega lægra orkuverð en í nágrannalöndum, ásamt hagfelldu íslensku veðurfari til að að reka sinn tölvubúnað á skilvirkan hátt. Umhverfisvæn raforka og gott aðgengi að sérfræðingum hafa einnig áhrif en saman skapa þessi fjögur atriði ákjósanleg skilyrði fyrir aðila sem vilja hágæða þjónustu og hagstæða, umhverfisvæna orkugjafa, inn í sitt kolefnisbókhald. Fjölbreytni viðskiptavina hefur aukist mikið á síðustu misserum en bankar, tryggingafélög, virtir erlendir háskólar og bílaframleiðendur eru meðal þeirra sem nýta sér þjónustu íslenskra gagnavera í dag. Rétt er að halda því til haga að ekki hefur verið virkjað sérstaklega fyrir eitt einasta gagnaver á Íslandi. Þess í stað hafa þau nýtt þá orku sem er til staðar í framleiðslukerfinu sem annars hefði runnið ónotuð til sjávar. Gott dæmi um þetta er nýtt gagnaver á Blönduósi sem gerir Landsvirkjun kleift að nýta betur afkastagetu Blönduvirkjunar og selja áður ónýtta raforku án mikils viðbótarkostnaðar. Gagnaverið hefur einnig tryggt grundvöll að uppbyggingu innviða í sveitarfélaginu. Sömu sögu er að segja af Suðurnesjum. Gagnaversiðnaðurinn er góð viðbót við íslenskt atvinnulíf og skiptir máli að fjallað sé um hann af skynsemi og á réttum forsendum. Öflugur gagnaversiðnaður stuðlar að enn frekari tækifærum fyrir íslenskan hugverkaiðnað og skynsamri nýtingu á auðlindum Íslands.Höfundur er formaður Samtaka gagnavera
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar