
Undirbúum næsta hagvaxtaskeið
Ísland er mjög háð erlendum viðskiptum. Nýliðin efnahagsuppsveifla var í því sambandi, líkt og flestar aðrar uppsveiflur í íslenskri efnahagssögu, drifin áfram af auknum gjaldeyristekjum. Sagan kennir að ef við viljum skara fram úr litið til framtíðar verðum við að skapa og nýta viðskiptatækifærin til að auka útflutningstekjur.
Hugmyndum breytt í verðmæti
Samsetning gjaldeyristekna skiptir hér sköpum en árangursríkast er að skapa þær gjaldeyristekjur sem auka innlenda verðmætasköpun hvað mest. Þannig aukum við efnahagsleg lífsgæði í landinu. Nýsköpun sem felst í að breyta hugmyndum í verðmæti er lykillinn að auknum gjaldeyristekjum og hagvexti í framtíðinni, hvort heldur sem er í nýjum sprotum eða í rótgróinni starfsemi.
Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins grundvallast nú að stórum hluta á nýtingu náttúruauðlinda. Vegna takmarkaðs umfangs og mikillar nýtingar þessara auðlinda landsins verður hagvöxtur framtíðarinnar að byggja í auknum mæli á hátækniframleiðslu og -þjónustu til útflutnings. Mikilvægt er að náttúruauðlindir landsins muni áfram gefa atvinnulífinu samkeppnisforskot og móta þannig sérhæfingu hagkerfisins. Framþróun efnahagslífsins ræðst af því hversu vel okkur tekst að nýta það forskot til aukinnar verðmætasköpunar.
Talsverður viðnámsþróttur
Þrátt fyrir merki um samdrátt stendur íslenska hagkerfið á margan máta vel um þessar mundir. Efnahagsleg lífsgæði hér á landi eru með því sem best gerist í heiminum. Mikilvægt er að byggja á þeim styrkleikum sem hafa skapað okkur þessa stöðu þegar litið er til framtíðar. Þjóðarbúið er ríkt af náttúruauðlindum, með talsvert sterka innviði og vel menntað vinnuafl sem býr yfir miklu frumkvæði og krafti. Hagkerfið er opið og sveigjanlegt sem hefur meðal annars hjálpað við að takast á við miklar efnahagssveiflur í fortíð.
Viðnámsþróttur efnahagslífsins er talsverður nú þegar tekist er á við niðursveifluna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er öflugur og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Þá hefur eiginfjárstaða heimilanna styrkst mikið í nýliðinni uppsveiflu og skuldastaða þeirra hefur að sama skapi batnað. Einnig er fjárhagsstaða ríkissjóðs nokkuð sterk í alþjóðlegum samanburði sem gefur svigrúm til að milda efnahagsleg áhrif þess samdráttar sem vofir yfir með hagstjórnaraðgerðum á sviði opinberra fjármála í samspili við stjórn peningamála.
Viðamiklar áskoranir
Þó staðan sé á margan máta sterk stendur íslenska hagkerfið frammi fyrir viðamiklum áskorunum á sviði efnahagsmála. Veikleikar hagkerfisins eru í því sambandi bæði áskoranir og tækifæri til framþróunar. Þannig er starfsumhverfið óstöðugt og á margan hátt bæði óhagkvæmt og óskilvirkt. Verkefnið nú er að nýta hagstjórnartækin til að tryggja mjúka lendingu hagkerfisins og undirbyggja hagvöxt til lengri tíma. Með öflugri verðmætasköpun á mörgum sviðum má einnig tryggja aukinn stöðugleika.
Þá má nefna að menntakerfið er ekki að mæta nægjanlega vel þörfum atvinnulífs og heimila. Leiða þarf saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Uppbyggingu og viðhaldi innviða hefur ekki verið sinnt sem skyldi og hvatar til nýsköpunar eru ekki nægjanlegir. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Við getum gert betur og byggt þannig undir hagvöxt framtíðarinnar.
Skoðun

Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors
Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar

Villuljós í varnarstarfi
Gunnar Pálsson skrifar

Opið bréf til Loga Einarssonar
Jón Ingi Bergsteinsson skrifar

Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Sjórinn sækir fram
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi!
Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar

Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum
Þorgrímur Sigmundsson skrifar

Aðlögun – að laga sig að lífinu
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu
Ingvar Örn Ingvarsson skrifar

Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga
Snorri Þór Sigurðsson skrifar

Þegar lífið snýst á hvolf
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

StrákaKraftur og Mottumars!
Viktoría Jensdóttir skrifar

Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Það skiptir öllu máli að kjósa
Flosi Eiríksson skrifar

Cześć Polskiej części VR
Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar

Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Grásleppan úr kvóta!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll?
Styrmir Hallsson skrifar

Eflum málumhverfi barna
Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar

Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni
Andri Hauksteinn Oddsson skrifar

Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Björn til rektors
Benedikt Hjartarson skrifar

Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler
Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar

Yfir til ykkar, VR-ingar!
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands!
Geir Sigurðsson skrifar

Af hverju kílómetragjald?
Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur
Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar

Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú?
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar

Flosa til formennsku í VR
Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar