Undirbúum næsta hagvaxtaskeið Ingólfur Bender skrifar 26. júní 2019 08:00 Nú þegar hagkerfið siglir inn í samdrátt er það áleitin spurning á hverju við byggjum næsta hagvaxtarskeið. Með réttum aðgerðum má milda niðursveifluna og tryggja að næsta uppsveifla verði gjöful. Með sterkri samkeppnishæfni atvinnulífsins má auka velferð og bæta lífsgæði. Í því sambandi þarf skýra framtíðarsýn. Við viljum að verðmætasköpunin verði drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Ísland er mjög háð erlendum viðskiptum. Nýliðin efnahagsuppsveifla var í því sambandi, líkt og flestar aðrar uppsveiflur í íslenskri efnahagssögu, drifin áfram af auknum gjaldeyristekjum. Sagan kennir að ef við viljum skara fram úr litið til framtíðar verðum við að skapa og nýta viðskiptatækifærin til að auka útflutningstekjur.Hugmyndum breytt í verðmæti Samsetning gjaldeyristekna skiptir hér sköpum en árangursríkast er að skapa þær gjaldeyristekjur sem auka innlenda verðmætasköpun hvað mest. Þannig aukum við efnahagsleg lífsgæði í landinu. Nýsköpun sem felst í að breyta hugmyndum í verðmæti er lykillinn að auknum gjaldeyristekjum og hagvexti í framtíðinni, hvort heldur sem er í nýjum sprotum eða í rótgróinni starfsemi. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins grundvallast nú að stórum hluta á nýtingu náttúruauðlinda. Vegna takmarkaðs umfangs og mikillar nýtingar þessara auðlinda landsins verður hagvöxtur framtíðarinnar að byggja í auknum mæli á hátækniframleiðslu og -þjónustu til útflutnings. Mikilvægt er að náttúruauðlindir landsins muni áfram gefa atvinnulífinu samkeppnisforskot og móta þannig sérhæfingu hagkerfisins. Framþróun efnahagslífsins ræðst af því hversu vel okkur tekst að nýta það forskot til aukinnar verðmætasköpunar.Talsverður viðnámsþróttur Þrátt fyrir merki um samdrátt stendur íslenska hagkerfið á margan máta vel um þessar mundir. Efnahagsleg lífsgæði hér á landi eru með því sem best gerist í heiminum. Mikilvægt er að byggja á þeim styrkleikum sem hafa skapað okkur þessa stöðu þegar litið er til framtíðar. Þjóðarbúið er ríkt af náttúruauðlindum, með talsvert sterka innviði og vel menntað vinnuafl sem býr yfir miklu frumkvæði og krafti. Hagkerfið er opið og sveigjanlegt sem hefur meðal annars hjálpað við að takast á við miklar efnahagssveiflur í fortíð. Viðnámsþróttur efnahagslífsins er talsverður nú þegar tekist er á við niðursveifluna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er öflugur og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Þá hefur eiginfjárstaða heimilanna styrkst mikið í nýliðinni uppsveiflu og skuldastaða þeirra hefur að sama skapi batnað. Einnig er fjárhagsstaða ríkissjóðs nokkuð sterk í alþjóðlegum samanburði sem gefur svigrúm til að milda efnahagsleg áhrif þess samdráttar sem vofir yfir með hagstjórnaraðgerðum á sviði opinberra fjármála í samspili við stjórn peningamála.Viðamiklar áskoranir Þó staðan sé á margan máta sterk stendur íslenska hagkerfið frammi fyrir viðamiklum áskorunum á sviði efnahagsmála. Veikleikar hagkerfisins eru í því sambandi bæði áskoranir og tækifæri til framþróunar. Þannig er starfsumhverfið óstöðugt og á margan hátt bæði óhagkvæmt og óskilvirkt. Verkefnið nú er að nýta hagstjórnartækin til að tryggja mjúka lendingu hagkerfisins og undirbyggja hagvöxt til lengri tíma. Með öflugri verðmætasköpun á mörgum sviðum má einnig tryggja aukinn stöðugleika. Þá má nefna að menntakerfið er ekki að mæta nægjanlega vel þörfum atvinnulífs og heimila. Leiða þarf saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Uppbyggingu og viðhaldi innviða hefur ekki verið sinnt sem skyldi og hvatar til nýsköpunar eru ekki nægjanlegir. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Við getum gert betur og byggt þannig undir hagvöxt framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar hagkerfið siglir inn í samdrátt er það áleitin spurning á hverju við byggjum næsta hagvaxtarskeið. Með réttum aðgerðum má milda niðursveifluna og tryggja að næsta uppsveifla verði gjöful. Með sterkri samkeppnishæfni atvinnulífsins má auka velferð og bæta lífsgæði. Í því sambandi þarf skýra framtíðarsýn. Við viljum að verðmætasköpunin verði drifin áfram af sjálfbærri nýtingu auðlinda, mikilli nýsköpun, vel menntuðu og hæfileikaríku vinnuafli, traustum innviðum sem uppfylla þarfir samfélagsins og skilvirku, hagkvæmu og stöðugu starfsumhverfi. Ísland er mjög háð erlendum viðskiptum. Nýliðin efnahagsuppsveifla var í því sambandi, líkt og flestar aðrar uppsveiflur í íslenskri efnahagssögu, drifin áfram af auknum gjaldeyristekjum. Sagan kennir að ef við viljum skara fram úr litið til framtíðar verðum við að skapa og nýta viðskiptatækifærin til að auka útflutningstekjur.Hugmyndum breytt í verðmæti Samsetning gjaldeyristekna skiptir hér sköpum en árangursríkast er að skapa þær gjaldeyristekjur sem auka innlenda verðmætasköpun hvað mest. Þannig aukum við efnahagsleg lífsgæði í landinu. Nýsköpun sem felst í að breyta hugmyndum í verðmæti er lykillinn að auknum gjaldeyristekjum og hagvexti í framtíðinni, hvort heldur sem er í nýjum sprotum eða í rótgróinni starfsemi. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins grundvallast nú að stórum hluta á nýtingu náttúruauðlinda. Vegna takmarkaðs umfangs og mikillar nýtingar þessara auðlinda landsins verður hagvöxtur framtíðarinnar að byggja í auknum mæli á hátækniframleiðslu og -þjónustu til útflutnings. Mikilvægt er að náttúruauðlindir landsins muni áfram gefa atvinnulífinu samkeppnisforskot og móta þannig sérhæfingu hagkerfisins. Framþróun efnahagslífsins ræðst af því hversu vel okkur tekst að nýta það forskot til aukinnar verðmætasköpunar.Talsverður viðnámsþróttur Þrátt fyrir merki um samdrátt stendur íslenska hagkerfið á margan máta vel um þessar mundir. Efnahagsleg lífsgæði hér á landi eru með því sem best gerist í heiminum. Mikilvægt er að byggja á þeim styrkleikum sem hafa skapað okkur þessa stöðu þegar litið er til framtíðar. Þjóðarbúið er ríkt af náttúruauðlindum, með talsvert sterka innviði og vel menntað vinnuafl sem býr yfir miklu frumkvæði og krafti. Hagkerfið er opið og sveigjanlegt sem hefur meðal annars hjálpað við að takast á við miklar efnahagssveiflur í fortíð. Viðnámsþróttur efnahagslífsins er talsverður nú þegar tekist er á við niðursveifluna. Gjaldeyrisforði Seðlabankans er öflugur og erlend staða þjóðarbúsins jákvæð. Þá hefur eiginfjárstaða heimilanna styrkst mikið í nýliðinni uppsveiflu og skuldastaða þeirra hefur að sama skapi batnað. Einnig er fjárhagsstaða ríkissjóðs nokkuð sterk í alþjóðlegum samanburði sem gefur svigrúm til að milda efnahagsleg áhrif þess samdráttar sem vofir yfir með hagstjórnaraðgerðum á sviði opinberra fjármála í samspili við stjórn peningamála.Viðamiklar áskoranir Þó staðan sé á margan máta sterk stendur íslenska hagkerfið frammi fyrir viðamiklum áskorunum á sviði efnahagsmála. Veikleikar hagkerfisins eru í því sambandi bæði áskoranir og tækifæri til framþróunar. Þannig er starfsumhverfið óstöðugt og á margan hátt bæði óhagkvæmt og óskilvirkt. Verkefnið nú er að nýta hagstjórnartækin til að tryggja mjúka lendingu hagkerfisins og undirbyggja hagvöxt til lengri tíma. Með öflugri verðmætasköpun á mörgum sviðum má einnig tryggja aukinn stöðugleika. Þá má nefna að menntakerfið er ekki að mæta nægjanlega vel þörfum atvinnulífs og heimila. Leiða þarf saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins með skilvirkum og hagkvæmum hætti. Uppbyggingu og viðhaldi innviða hefur ekki verið sinnt sem skyldi og hvatar til nýsköpunar eru ekki nægjanlegir. Hagkvæmir, skilvirkir og áreiðanlegir innviðir sem þjóna þörfum atvinnulífs og heimila skila sér í aukinni velmegun og betri lífsgæðum fyrir íbúa. Við getum gert betur og byggt þannig undir hagvöxt framtíðarinnar.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun