Brýnasta fjárfestingin Teitur Erlingsson skrifar 12. apríl 2019 07:00 Auðlegð þjóða er misjöfn á marga vegu. Hún getur falist í ótal ólíkum hlutum og verið háð ýmsu. Þó er hægt að fullyrða að mannauður hverrar þjóðar sé mikilvægasti auður hennar. Án hans er erfitt að nýta þann auð sem þjóðin á fyrir. Að fjárfesta í mannauði skilar sér því margfalt til baka. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur sjálf talað um að hver króna sem lögð er í háskólakerfið skili sér áttfalt til baka. Það er því ánægjulegt að sjá hreyfingu í átt að betri kjörum stúdenta, bæði með hækkun á frítekjumarki og vinnu að nýju frumvarpi til laga um LÍN. Sú vinna mun vonandi skila bættum hag stúdenta bæði meðan á námi stendur, sem og eftir útskrift. Fjárfesting í háskólastiginu er því ein sú mikilvægasta fyrir hvert samfélag, en hún ætti einnig að vera sú mikilvægasta fyrir þann einstakling sem sækir sér háskólamenntun. Borist hafa fregnir af því að hjúkrunarfræðingar og kennarar sem misstu störf sín við gjaldþrot WOW air, sæki á ný í sín gömlu störf. Þörfin á fleiri starfandi kennurum og hjúkrunarfræðingum er augljós. Það veldur hins vegar áhyggjum að gjaldþrot stórfyrirtækis þurfi til þess að hluti þeirra sem fjárfestu í margra ára menntun kjósi að starfa við það sem þau lærðu. Allt frá hruni hefur dregið úr fjárhagslegum ávinningi þess að stunda háskólanám en munur á launum háskólamenntaðra og grunnmenntaðra hefur dregist saman um hátt í helming frá árinu 2006. Í dag er munur á útborguðum lágmarkslaunum innan BHM og verkalýðshreyfinganna aðeins rúmar 60 þúsund krónur. Þetta er mjög varhugaverð þróun. Afleiðingar hennar eru nú þegar farnar að hafa áhrif. Háskólamenntað fólk sækir í störf utan sinnar starfstéttar og brýn þörf á nýliðun blasir við í mörgum stéttum. Fleira þarf til en að fólk geti sótt sér háskólamenntun, fjárhagslegi ávinningurinn af því þarf einnig að vera til staðar. Ef halda á áfram að viðhalda góðu menntunarstigi þjóðarinnar og komast hjá manneklu í mörgum af mikilvægustu stéttum samfélagsins, þá verður að auka arðsemi af þeirri fjárfestingu sem háskólanám er. Krafa BHM um að menntun sé metin til launa er því ekki aðeins sanngjörn, heldur er nauðsynlegt að koma til móts við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Auðlegð þjóða er misjöfn á marga vegu. Hún getur falist í ótal ólíkum hlutum og verið háð ýmsu. Þó er hægt að fullyrða að mannauður hverrar þjóðar sé mikilvægasti auður hennar. Án hans er erfitt að nýta þann auð sem þjóðin á fyrir. Að fjárfesta í mannauði skilar sér því margfalt til baka. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur sjálf talað um að hver króna sem lögð er í háskólakerfið skili sér áttfalt til baka. Það er því ánægjulegt að sjá hreyfingu í átt að betri kjörum stúdenta, bæði með hækkun á frítekjumarki og vinnu að nýju frumvarpi til laga um LÍN. Sú vinna mun vonandi skila bættum hag stúdenta bæði meðan á námi stendur, sem og eftir útskrift. Fjárfesting í háskólastiginu er því ein sú mikilvægasta fyrir hvert samfélag, en hún ætti einnig að vera sú mikilvægasta fyrir þann einstakling sem sækir sér háskólamenntun. Borist hafa fregnir af því að hjúkrunarfræðingar og kennarar sem misstu störf sín við gjaldþrot WOW air, sæki á ný í sín gömlu störf. Þörfin á fleiri starfandi kennurum og hjúkrunarfræðingum er augljós. Það veldur hins vegar áhyggjum að gjaldþrot stórfyrirtækis þurfi til þess að hluti þeirra sem fjárfestu í margra ára menntun kjósi að starfa við það sem þau lærðu. Allt frá hruni hefur dregið úr fjárhagslegum ávinningi þess að stunda háskólanám en munur á launum háskólamenntaðra og grunnmenntaðra hefur dregist saman um hátt í helming frá árinu 2006. Í dag er munur á útborguðum lágmarkslaunum innan BHM og verkalýðshreyfinganna aðeins rúmar 60 þúsund krónur. Þetta er mjög varhugaverð þróun. Afleiðingar hennar eru nú þegar farnar að hafa áhrif. Háskólamenntað fólk sækir í störf utan sinnar starfstéttar og brýn þörf á nýliðun blasir við í mörgum stéttum. Fleira þarf til en að fólk geti sótt sér háskólamenntun, fjárhagslegi ávinningurinn af því þarf einnig að vera til staðar. Ef halda á áfram að viðhalda góðu menntunarstigi þjóðarinnar og komast hjá manneklu í mörgum af mikilvægustu stéttum samfélagsins, þá verður að auka arðsemi af þeirri fjárfestingu sem háskólanám er. Krafa BHM um að menntun sé metin til launa er því ekki aðeins sanngjörn, heldur er nauðsynlegt að koma til móts við hana.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar