Gott kynlíf Bjarni Karlsson skrifar 6. febrúar 2019 07:00 Í síðustu viku var áhugaverð grein hér á síðum Fréttablaðsins þar sem fjallað var um breytingar á kynhegðun landans og vísbendingar um rénandi kynlíf ungs fólks. Þá var fullyrt að pör hugi í auknum mæli að opnum samböndum. Hugmyndir um kynlíf taka breytingum en vissir þættir eru líklegir til að vera þeir sömu á öllum tímum. Hvort sem við eigum kynlíf með sjálfum okkur eða öðru fólki er grundvöllur þess alltaf sá að þekkja og virða eigin þarfir. Persóna sem annast og elskar sjálfa sig og laðast að fólki sem hugsar vel um sig er að öllu jöfnu líkleg til að vera góður kynlífsfélagi. Ég hef séð það í mínu sálgæslustarfi að vanræksla í æsku er sennilega ein höfuðmeinsemdin í kynlífi fólks. Þau sem hafa lifað við vanrækslu eiga oft erfitt með að gera sér grein fyrir eigin þrám og þörfum, eru ekki vön að hlúa að sjálfum sér og eiga því margt ólært er kemur að kynferðislegu samspili við aðra. En öll getum við lært. Gott kynlíf byggir á heilbrigðri sjálfsást. Eins er mikilvægt að sjá að kynferðisleg samskipti lúta sömu lögmálum og önnur samskipti. Góð samskipti byggja á því að fólk ber ábyrgð á sjálfu sér og reiknar með því sama af öðrum. Sá sem nálgast aðra í þeim tilgangi að nota eða stjórna mun alltaf tapa á endanum. Neikvæð stjórnun er léleg samskiptatækni sem oft veldur miklu tjóni. Það versta sem maður gerir er að skaða aðra. Gott kynlíf þróast í gagnkvæmri virðingu og opnu samtali. Öll þjáumst við á sviði ástar og kynlífs og gerum alls kyns mistök. En á meðan við drögum andann er líkami okkar uppspretta óþrjótandi gæða og hæfileikinn til þess að teygja sig út fyrir sjálfan sig og gera sáttmála um kynferðislega ást er stórkostleg Guðs gjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var áhugaverð grein hér á síðum Fréttablaðsins þar sem fjallað var um breytingar á kynhegðun landans og vísbendingar um rénandi kynlíf ungs fólks. Þá var fullyrt að pör hugi í auknum mæli að opnum samböndum. Hugmyndir um kynlíf taka breytingum en vissir þættir eru líklegir til að vera þeir sömu á öllum tímum. Hvort sem við eigum kynlíf með sjálfum okkur eða öðru fólki er grundvöllur þess alltaf sá að þekkja og virða eigin þarfir. Persóna sem annast og elskar sjálfa sig og laðast að fólki sem hugsar vel um sig er að öllu jöfnu líkleg til að vera góður kynlífsfélagi. Ég hef séð það í mínu sálgæslustarfi að vanræksla í æsku er sennilega ein höfuðmeinsemdin í kynlífi fólks. Þau sem hafa lifað við vanrækslu eiga oft erfitt með að gera sér grein fyrir eigin þrám og þörfum, eru ekki vön að hlúa að sjálfum sér og eiga því margt ólært er kemur að kynferðislegu samspili við aðra. En öll getum við lært. Gott kynlíf byggir á heilbrigðri sjálfsást. Eins er mikilvægt að sjá að kynferðisleg samskipti lúta sömu lögmálum og önnur samskipti. Góð samskipti byggja á því að fólk ber ábyrgð á sjálfu sér og reiknar með því sama af öðrum. Sá sem nálgast aðra í þeim tilgangi að nota eða stjórna mun alltaf tapa á endanum. Neikvæð stjórnun er léleg samskiptatækni sem oft veldur miklu tjóni. Það versta sem maður gerir er að skaða aðra. Gott kynlíf þróast í gagnkvæmri virðingu og opnu samtali. Öll þjáumst við á sviði ástar og kynlífs og gerum alls kyns mistök. En á meðan við drögum andann er líkami okkar uppspretta óþrjótandi gæða og hæfileikinn til þess að teygja sig út fyrir sjálfan sig og gera sáttmála um kynferðislega ást er stórkostleg Guðs gjöf.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar