Bílastæðaþjónusta sektuð eftir kvartanir Isavia Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2019 10:07 Isavia var ósátt við fullyrðingar Base Capital um bílastæðaverð við Leifsstöð. Fréttablaðið/Andri Marinó. Neytendastofa hefur lagt 250 þúsund króna stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna markaðssetningar fyrirtækisins við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia kvartaði undan auglýsingum fyrirtækisins þar sem fullyrt var að Base Capital byði upp á ódýrustu bílastæðin við Leifsstöð, sem nú hafa verið bannaðar. Í bréfi sínu til Neytendastofu segjast fulltrúar Isavia hafa rekist á umræddar auglýsingar síðasta sumar. Í þeim var fullyrt að Base Capital byði upp á „ódýrasta daggjaldið“ auk þess sem fullyrt væri að fyrirtækið byði upp á „58% ódýrara daggjald.“ Undir þessar fullyrðingar gat Isavia ekki tekið. „Þvert á móti sé lagning bíla, allt upp að fjórum dögum, ódýrari á bílastæði Isavia en á bílastæði Base Capital en þrír dagar á bílastæði Isavia kosti 5.250 kr. á meðan þjónusta Base Capital fyrir sama dagafjölda kosti 6.500 kr. Miðist útreikningarnir við dýrasta verð Isavia,“ segir í úrskurði Neyendastofu. Isavia hafi því talið að markaðssetning Base Capital gerði það að verkum að „neytendur taki ákvörðun um að eiga viðskipti á grundvelli rangra og villandi upplýsinga,“ auk þess sem auglýsingin sé „mjög óeðlileg og ósanngjörn gagnvart keppinautum og neytendum.“ Isavia fór þess á leit við Base Capital að látið yrði af þessari markaðssetningu. Á það féllst Base Capital þó ekki og hafnaði því að fyrrgreind fullyrðing fæli í sér óréttmæta og villandi viðskiptahætti.Áður kvartað Neytendastofa segist hafa sent Base Capital tvö erindi meðan stofnunin vann úr kvörtun Isavia. Engin svör hafi hins vegar borist frá fyrirtækinu. Í ljósi þess að Base Capital hefur áður verið meinað að birta sambærilegar auglýsingar, í mars á síðasta ári þegar fyrirtækið bar nafnið No Capital, en ekki breytt markaðsefni sínu í samræmi við fyrirmæli Neytendastofu hafi stofnunin því ákveðið að leggja fyrrnefnda sekt á Base Capital. Fyrirtækinu hefur einnig verið bannað að birta auglýsingar sem þessar og þarf þar að auki að gera breytingar á markaðsefni sínu og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þá komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að fullyrðing fyrirtækisins um fría „valet“ þjónustu í verðskrá á vefsíðu Base Parking „væri villandi og bryti gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir.“Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Neytendastofa hefur lagt 250 þúsund króna stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna markaðssetningar fyrirtækisins við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia kvartaði undan auglýsingum fyrirtækisins þar sem fullyrt var að Base Capital byði upp á ódýrustu bílastæðin við Leifsstöð, sem nú hafa verið bannaðar. Í bréfi sínu til Neytendastofu segjast fulltrúar Isavia hafa rekist á umræddar auglýsingar síðasta sumar. Í þeim var fullyrt að Base Capital byði upp á „ódýrasta daggjaldið“ auk þess sem fullyrt væri að fyrirtækið byði upp á „58% ódýrara daggjald.“ Undir þessar fullyrðingar gat Isavia ekki tekið. „Þvert á móti sé lagning bíla, allt upp að fjórum dögum, ódýrari á bílastæði Isavia en á bílastæði Base Capital en þrír dagar á bílastæði Isavia kosti 5.250 kr. á meðan þjónusta Base Capital fyrir sama dagafjölda kosti 6.500 kr. Miðist útreikningarnir við dýrasta verð Isavia,“ segir í úrskurði Neyendastofu. Isavia hafi því talið að markaðssetning Base Capital gerði það að verkum að „neytendur taki ákvörðun um að eiga viðskipti á grundvelli rangra og villandi upplýsinga,“ auk þess sem auglýsingin sé „mjög óeðlileg og ósanngjörn gagnvart keppinautum og neytendum.“ Isavia fór þess á leit við Base Capital að látið yrði af þessari markaðssetningu. Á það féllst Base Capital þó ekki og hafnaði því að fyrrgreind fullyrðing fæli í sér óréttmæta og villandi viðskiptahætti.Áður kvartað Neytendastofa segist hafa sent Base Capital tvö erindi meðan stofnunin vann úr kvörtun Isavia. Engin svör hafi hins vegar borist frá fyrirtækinu. Í ljósi þess að Base Capital hefur áður verið meinað að birta sambærilegar auglýsingar, í mars á síðasta ári þegar fyrirtækið bar nafnið No Capital, en ekki breytt markaðsefni sínu í samræmi við fyrirmæli Neytendastofu hafi stofnunin því ákveðið að leggja fyrrnefnda sekt á Base Capital. Fyrirtækinu hefur einnig verið bannað að birta auglýsingar sem þessar og þarf þar að auki að gera breytingar á markaðsefni sínu og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þá komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að fullyrðing fyrirtækisins um fría „valet“ þjónustu í verðskrá á vefsíðu Base Parking „væri villandi og bryti gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir.“Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira