Rekstur Hörpu batnar - stefna mótuð til framtíðar Svanhildur Konráðsdóttir skrifar 3. maí 2018 07:00 Á sjö ára afmæli Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss sjáum við vel þegna vísbendingu um bata í rekstri sem við kynntum á nýafstöðnum aðalfundi félagsins. Heimsóknirnar hafa aldrei verið fleiri en í fyrra eða 2,3 milljónir, viðburðir voru hálft annað þúsund og hver öðrum fjölbreyttari; tónlistarviðburðir, ráðstefnur, fundir, hátíðir, markaðir, sýningar o.fl.. Harpa er margverðlaunuð fyrir bæði arkítektúr og heimsklassa aðstöðu fyrir viðburði og er sterkur segull í höfuðborginni. Tilurð Hörpu gerir það m.a. mögulegt að halda stórar alþjóðlegar ráðstefnur og einstaka listviðburði, en afleidd áhrif slíkra viðburða er nánast ómögulegt að meta til fulls menningarlega og er hvað ráðstefnur varðar innspýting upp á milljarða króna inn í samfélagið. Við leggjum metnað okkar í að Harpa sinni hlutverki sínu áfram með sóma í þágu menningar, ferðaþjónustu og samfélags.Rekstur batnar þrátt fyrir áskoranir Rekstrarsaga Hörpu er öllum kunn. Afskriftir hússins og fjármagnskostnaður vegna lántöku við byggingu þess hafa vegið þungt í ársreikningum, en einnig fasteignagjöldin títtnefndu sem enn er deilt um. Aðlaga þyrfti rekstrarmódel Hörpu þannig að myndin af sjálfum rekstrinum og starfseminni sem fer fram í húsinu verði skýrari en nú er. Með þunga fasteignarinnar og endurgreiðslu á stofnkostnaði hússins í bland við kostnað vegna starfseminnar sjálfrar verður umræðan um Hörpu iðulega ómarkviss og jafnvel villandi. Tölurnar sýna að starfsemi Hörpu er blómleg og húsið iðar af lífi frá morgni til kvölds. Í því felast verðmæti sem vert er að gefa betri gaum. Við höfum þrátt fyrir áskoranir náð að bæta rekstur Hörpu á síðasta ári. Það tókst með samstilltu átaki alls starfsfólks sem hefur velt við hverjum steini í leit að tækifærum. Framlag eigendanna, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, hefur einnig skipt sköpum fyrir rekstur Hörpu undanfarin ár og við tökum mjög alvarlega þá ábyrgð að reka hús í eigu þjóðarinnar og með stuðningi hennar. Framundan er enn frekari vinna við að bæta kjarnastarfsemina, setja aukinn kraft í viðskiptaþróun og móta stefnu um skýra framtíðarsýn. Samhliða því á Harpa í góðu samtali við eigendur um heilbrigðari rekstrargrundvöll til framtíðar sem þarf að fela í sér umbætur í rekstri, raunhæfa fjármögnun á mikilvægu hlutverki hússins og nauðsynlegu viðhaldi á þessari einstöku byggingu og fjölsóttasta áfangastað í borginni. Þjóðinni þykir vænt um Hörpu Það er afar gleðilegt að sjá að mun betri sátt hefur nú skapast um starfsemi Hörpu og húsið sjálft. Þetta kemur skýrt fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hörpu nú í vor en þar kemur fram að 86% þjóðarinnar hefur heimsótt Hörpu - þar af nánast allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða 97% og 68% þeirra sem búa annars staðar á landinu. Langflestir koma til að sækja einhvers konar tónlistarviðburði enda voru þeir hvorki meira né minna en rúmlega 500 talsins í fyrra. Mikill meirihluti er einnig jákvæður í garð Hörpu eða 76% og aðeins 6% neikvæð. Umsagnir yfirgnæfandi meirihluta aðspurðra voru í þá veru að Harpa væri fallegt hús, mikilvægt fyrir menninguna, full af fjölbreyttri starfsemi og að Harpa væri hús sem fólk þykir vænt um. Það liggur því fyrir að við erum stolt af þessu frábæra húsi; sannkallaðri orkustöð og sterkri táknmynd fyrir íslenska menningu og ferðaþjónustu sem vart er hægt að ímynda sér án Hörpu. Við finnum því fyrir ferskum vindi í seglin; starfsemin vex, gestum fjölgar, þjóðin sækir Hörpu heim og viðhorf yfirgnæfandi meirihluta hennar er að Harpa sé einstök; dýrmæt sameign landsmanna. Það er ekki amarlegt veganesti inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Á sjö ára afmæli Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss sjáum við vel þegna vísbendingu um bata í rekstri sem við kynntum á nýafstöðnum aðalfundi félagsins. Heimsóknirnar hafa aldrei verið fleiri en í fyrra eða 2,3 milljónir, viðburðir voru hálft annað þúsund og hver öðrum fjölbreyttari; tónlistarviðburðir, ráðstefnur, fundir, hátíðir, markaðir, sýningar o.fl.. Harpa er margverðlaunuð fyrir bæði arkítektúr og heimsklassa aðstöðu fyrir viðburði og er sterkur segull í höfuðborginni. Tilurð Hörpu gerir það m.a. mögulegt að halda stórar alþjóðlegar ráðstefnur og einstaka listviðburði, en afleidd áhrif slíkra viðburða er nánast ómögulegt að meta til fulls menningarlega og er hvað ráðstefnur varðar innspýting upp á milljarða króna inn í samfélagið. Við leggjum metnað okkar í að Harpa sinni hlutverki sínu áfram með sóma í þágu menningar, ferðaþjónustu og samfélags.Rekstur batnar þrátt fyrir áskoranir Rekstrarsaga Hörpu er öllum kunn. Afskriftir hússins og fjármagnskostnaður vegna lántöku við byggingu þess hafa vegið þungt í ársreikningum, en einnig fasteignagjöldin títtnefndu sem enn er deilt um. Aðlaga þyrfti rekstrarmódel Hörpu þannig að myndin af sjálfum rekstrinum og starfseminni sem fer fram í húsinu verði skýrari en nú er. Með þunga fasteignarinnar og endurgreiðslu á stofnkostnaði hússins í bland við kostnað vegna starfseminnar sjálfrar verður umræðan um Hörpu iðulega ómarkviss og jafnvel villandi. Tölurnar sýna að starfsemi Hörpu er blómleg og húsið iðar af lífi frá morgni til kvölds. Í því felast verðmæti sem vert er að gefa betri gaum. Við höfum þrátt fyrir áskoranir náð að bæta rekstur Hörpu á síðasta ári. Það tókst með samstilltu átaki alls starfsfólks sem hefur velt við hverjum steini í leit að tækifærum. Framlag eigendanna, íslenska ríkisins og Reykjavíkurborgar, hefur einnig skipt sköpum fyrir rekstur Hörpu undanfarin ár og við tökum mjög alvarlega þá ábyrgð að reka hús í eigu þjóðarinnar og með stuðningi hennar. Framundan er enn frekari vinna við að bæta kjarnastarfsemina, setja aukinn kraft í viðskiptaþróun og móta stefnu um skýra framtíðarsýn. Samhliða því á Harpa í góðu samtali við eigendur um heilbrigðari rekstrargrundvöll til framtíðar sem þarf að fela í sér umbætur í rekstri, raunhæfa fjármögnun á mikilvægu hlutverki hússins og nauðsynlegu viðhaldi á þessari einstöku byggingu og fjölsóttasta áfangastað í borginni. Þjóðinni þykir vænt um Hörpu Það er afar gleðilegt að sjá að mun betri sátt hefur nú skapast um starfsemi Hörpu og húsið sjálft. Þetta kemur skýrt fram í könnun sem MMR gerði fyrir Hörpu nú í vor en þar kemur fram að 86% þjóðarinnar hefur heimsótt Hörpu - þar af nánast allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu eða 97% og 68% þeirra sem búa annars staðar á landinu. Langflestir koma til að sækja einhvers konar tónlistarviðburði enda voru þeir hvorki meira né minna en rúmlega 500 talsins í fyrra. Mikill meirihluti er einnig jákvæður í garð Hörpu eða 76% og aðeins 6% neikvæð. Umsagnir yfirgnæfandi meirihluta aðspurðra voru í þá veru að Harpa væri fallegt hús, mikilvægt fyrir menninguna, full af fjölbreyttri starfsemi og að Harpa væri hús sem fólk þykir vænt um. Það liggur því fyrir að við erum stolt af þessu frábæra húsi; sannkallaðri orkustöð og sterkri táknmynd fyrir íslenska menningu og ferðaþjónustu sem vart er hægt að ímynda sér án Hörpu. Við finnum því fyrir ferskum vindi í seglin; starfsemin vex, gestum fjölgar, þjóðin sækir Hörpu heim og viðhorf yfirgnæfandi meirihluta hennar er að Harpa sé einstök; dýrmæt sameign landsmanna. Það er ekki amarlegt veganesti inn í framtíðina.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun