Umfjöllun um Downs á Íslandi leiddi til umdeilds frumvarps um fóstureyðingar í Pennsylvania Samúel Karl Ólason skrifar 17. apríl 2018 14:30 Fóstureyðingar hafa lengi verið mikið deiluefni í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Fulltrúadeild þings Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur samþykkt lagafrumvarp sem meinar verðandi mæðrum að fara í fóstureyðingu sem byggir á þeirri vitneskju að fóstrið hafi greinst með downs-heilkenni. Lagafrumvarp þetta á rætur sínar að rekja til umfjöllunar bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Downs-heilkennið hér á landi og þá staðreynd að nær engin börn fæðist lengur með heilkennið vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Þegar umfjöllunin var birt í fyrra vakti hún gífurlega athygli og jafnvel bræði. Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi - Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Flutningsmaður frumvarpsins og forseti þingsins, Repúblikaninn Mike Turzai, segist hafa samið frumvarpið í kjölfar þess að honum „blöskraði“ vegna áðurnefndrar umfjöllunar. Hann líti á málið sem stuðning við fatlaða einstaklinga. Kate Klunk, stuðningsmaður frumvarpsins, sagði því ætlað að koma í veg fyrir kynbótaaðferðir og þingkonan Judy Ward las upp í þingsal ummæli foreldra barna með Downs-heilkenni og hvernig börn þeirra auðguðu líf foreldranna, samkvæmt umfjöllun The Inquirer. Lög ríkisins heimila fóstureyðingar upp að allt að 24 vikum en fóstureyðingar vegna kyns fóstursins eru bannaðar. Samkvæmt Inquirer er framtíð frumvarpsins ekki tryggð. Það fer nú fyrir öldungadeild þings ríkisins og ekki er víst að þar hafi það nægjanlegan stuðning, þó deildin sé leidd af Repúblikönum. Þar að auki hefur ríkisstjóri Pennsylvania, Tom Wolf, sem er Demókrata lýst því yfir að hann sé andstæður frumvarpinu. Helstu gagnrýnendur frumvarpsins segja það ekki koma að auknum stuðningi við fjölskyldur barna með heilkennið umrædda. Læknasamtök hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Þar á meðal eru samtök fæðingalækna í Bandaríkjunum og samtök kvensjúkdómalækna. Ein kona sem gagnrýnt hefur frumvarpið er móðir barns með Downs-heilkenni. Hún segir það hafa verið ákvörðun hennar og eiginmanns hennar að eyða ekki fóstrinu þegar þau fengu þær upplýsingar að dóttir þeirra væri með heilkennið. Sú ákvörðun væri ekki einhverra stjórnmálamanna að taka. Þegar umræða um frumvarpið fór fram segja blaðamenn Inquirer að hún hafi að mestu farið fram eins og aðrar umræður um fóstureyðingar í Bandaríkjunum. Repúblikanar hafi margir hverjir lýst því yfir að þeir væru á móti fóstureyðingum almennt og að Demókratar hafi talað um að ríkið eigi engan rétt á því að koma að heilbrigðisákvörðunum kvenna. Bandaríkin Downs-heilkenni Þungunarrof Tengdar fréttir Hörð viðbrögð fyrst og fremst vegna fóstureyðinga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hörð viðbrögð íhaldssamra bandaríkjamanna ekki koma sér á óvart. 16. ágúst 2017 20:45 Móðir drengs með Downs: „Líklega hefði ég valið að eiga hann ekki“ Thelmu Þorbergsdóttir segir að það sé ótrúlegt að hugsa til þess að sonur sinn muni hugsanlega tilheyra hópi fólks sem mun deyja út. 17. ágúst 2017 13:00 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Heimsmet í fósturskimun fyrir Downs-heilkennum Nánast allar slíkar meðgöngur þar sem Downs-heilkenni greinist enda með fóstureyðingu hér á landi. Lögfræðingur og móðir stúlku með Downs heilkenni segir veikan lagargrundvöll fyrir svo afgerandi framkvæmd. 12. mars 2016 20:00 Fósturgreining talin sjálfsagður hluti af mæðraskoðun Hulda Hjartardóttir telur að upplýsingar, sem komu fram í bandaríska þættinum um meðgöngurof, hafi verið teygðar og togaðar. 16. ágúst 2017 20:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Fulltrúadeild þings Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur samþykkt lagafrumvarp sem meinar verðandi mæðrum að fara í fóstureyðingu sem byggir á þeirri vitneskju að fóstrið hafi greinst með downs-heilkenni. Lagafrumvarp þetta á rætur sínar að rekja til umfjöllunar bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Downs-heilkennið hér á landi og þá staðreynd að nær engin börn fæðist lengur með heilkennið vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Þegar umfjöllunin var birt í fyrra vakti hún gífurlega athygli og jafnvel bræði. Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi - Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Flutningsmaður frumvarpsins og forseti þingsins, Repúblikaninn Mike Turzai, segist hafa samið frumvarpið í kjölfar þess að honum „blöskraði“ vegna áðurnefndrar umfjöllunar. Hann líti á málið sem stuðning við fatlaða einstaklinga. Kate Klunk, stuðningsmaður frumvarpsins, sagði því ætlað að koma í veg fyrir kynbótaaðferðir og þingkonan Judy Ward las upp í þingsal ummæli foreldra barna með Downs-heilkenni og hvernig börn þeirra auðguðu líf foreldranna, samkvæmt umfjöllun The Inquirer. Lög ríkisins heimila fóstureyðingar upp að allt að 24 vikum en fóstureyðingar vegna kyns fóstursins eru bannaðar. Samkvæmt Inquirer er framtíð frumvarpsins ekki tryggð. Það fer nú fyrir öldungadeild þings ríkisins og ekki er víst að þar hafi það nægjanlegan stuðning, þó deildin sé leidd af Repúblikönum. Þar að auki hefur ríkisstjóri Pennsylvania, Tom Wolf, sem er Demókrata lýst því yfir að hann sé andstæður frumvarpinu. Helstu gagnrýnendur frumvarpsins segja það ekki koma að auknum stuðningi við fjölskyldur barna með heilkennið umrædda. Læknasamtök hafa lýst yfir andstöðu við frumvarpið. Þar á meðal eru samtök fæðingalækna í Bandaríkjunum og samtök kvensjúkdómalækna. Ein kona sem gagnrýnt hefur frumvarpið er móðir barns með Downs-heilkenni. Hún segir það hafa verið ákvörðun hennar og eiginmanns hennar að eyða ekki fóstrinu þegar þau fengu þær upplýsingar að dóttir þeirra væri með heilkennið. Sú ákvörðun væri ekki einhverra stjórnmálamanna að taka. Þegar umræða um frumvarpið fór fram segja blaðamenn Inquirer að hún hafi að mestu farið fram eins og aðrar umræður um fóstureyðingar í Bandaríkjunum. Repúblikanar hafi margir hverjir lýst því yfir að þeir væru á móti fóstureyðingum almennt og að Demókratar hafi talað um að ríkið eigi engan rétt á því að koma að heilbrigðisákvörðunum kvenna.
Bandaríkin Downs-heilkenni Þungunarrof Tengdar fréttir Hörð viðbrögð fyrst og fremst vegna fóstureyðinga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hörð viðbrögð íhaldssamra bandaríkjamanna ekki koma sér á óvart. 16. ágúst 2017 20:45 Móðir drengs með Downs: „Líklega hefði ég valið að eiga hann ekki“ Thelmu Þorbergsdóttir segir að það sé ótrúlegt að hugsa til þess að sonur sinn muni hugsanlega tilheyra hópi fólks sem mun deyja út. 17. ágúst 2017 13:00 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Heimsmet í fósturskimun fyrir Downs-heilkennum Nánast allar slíkar meðgöngur þar sem Downs-heilkenni greinist enda með fóstureyðingu hér á landi. Lögfræðingur og móðir stúlku með Downs heilkenni segir veikan lagargrundvöll fyrir svo afgerandi framkvæmd. 12. mars 2016 20:00 Fósturgreining talin sjálfsagður hluti af mæðraskoðun Hulda Hjartardóttir telur að upplýsingar, sem komu fram í bandaríska þættinum um meðgöngurof, hafi verið teygðar og togaðar. 16. ágúst 2017 20:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Hörð viðbrögð fyrst og fremst vegna fóstureyðinga Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hörð viðbrögð íhaldssamra bandaríkjamanna ekki koma sér á óvart. 16. ágúst 2017 20:45
Móðir drengs með Downs: „Líklega hefði ég valið að eiga hann ekki“ Thelmu Þorbergsdóttir segir að það sé ótrúlegt að hugsa til þess að sonur sinn muni hugsanlega tilheyra hópi fólks sem mun deyja út. 17. ágúst 2017 13:00
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38
Heimsmet í fósturskimun fyrir Downs-heilkennum Nánast allar slíkar meðgöngur þar sem Downs-heilkenni greinist enda með fóstureyðingu hér á landi. Lögfræðingur og móðir stúlku með Downs heilkenni segir veikan lagargrundvöll fyrir svo afgerandi framkvæmd. 12. mars 2016 20:00
Fósturgreining talin sjálfsagður hluti af mæðraskoðun Hulda Hjartardóttir telur að upplýsingar, sem komu fram í bandaríska þættinum um meðgöngurof, hafi verið teygðar og togaðar. 16. ágúst 2017 20:30