Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 20:30 Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega. Vísir/Getty Umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Downs-heilkennið á Íslandi, sem birt var í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins og fyrrverandi frambjóðandi í síðustu forsetakosningum, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu heilkennisins á Íslandi harðlega í dag í kjölfar umfjöllunarinnar. Heilkennið smám saman að hverfa Nær allar þungaðar, íslenskar konur, sem fá jákvæðar niðurstöður þegar prófað er fyrir Downs-heilkenni, láta eyða fóstrinu, að því er fram kemur í umfjöllun CBS um málið. Heilkennið er því smám saman að hverfa á Íslandi. Þessi próf eru valkvæð en samkvæmt lögum verður þó að gera öllum verðandi mæðrum á Íslandi ljóst að þau séu í boði. Í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. Þá kemur enn fremur fram í umfjölluninni að þróun í þessa átt sé sambærileg í öðrum löndum. Árin 1995-2011 völdu 67 prósent bandarískra kvenna að láta eyða fóstrum með Downs-heilkenni, 77 prósent franskra kvenna og 98 prósent danskra. Tvö börn með Downs-heilkenni fæðast á ári á Íslandi Börn með Downs-heilkenni fæðast þó enn á Íslandi, þrátt fyrir að nær allar konur láti prófa fyrir litningagallanum, en hann finnst ekki í öllum tilvikum. CBS ræddi við Þórdísi Ingadóttur, móður hinnar sjö ára Ágústu, en dóttir hennar fæddist með Downs-heilkenni þrátt fyrir að Þórdís hafi látið prófa fyrir því. Þórdís sagði í samtali við CBS að árið 2010, fæðingarár Ágústu, hefðu þrjú börn fæðst með Downs-heilkenni á Íslandi. „Það er nokkuð meira en venjulega. Venjulega eru það tvö, síðustu nokkur ár.“ Íslendingar að „drepa“ en ekki eyðaÍ kjölfar umfjöllunar CBS um stöðu Downs-heilkennis á Íslandi tjáði einn áhrifamesti þingmaður Repúblikana, Ted Cruz, sig um málið á Twitter-síðu sinni. Hann segir að börn með heilkennið ætti að varðveita en ekki eyða. Truly sad. News celebrating Iceland's "100% termination rate" for children w/ Downs Syndrome. Downs children should be cherished, not ended. https://t.co/GEJGPcFLQg— Ted Cruz (@tedcruz) August 15, 2017 „Svo sannarlega sorglegt. Fréttir upphefja „100 prósent fóstureyðingartíðni“ barna með Downs-heilkenni á Íslandi. Börn með Downs-heilkenni ætti að varðveita en ekki eyða“ ritar Cruz. Í fyrra laut Cruz í lægra haldi fyrir Bandaríkjaforseta, Donald Trump, í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Leikkonan Patricia Heaton, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Debra Barone í þáttunum Everybody Loves Raymond, segir Íslendinga beinlínis vera að drepa þá sem hafa Downs-heilkennið. Iceland isn't actually eliminating Down Syndrome. They're just killing everybody that has it. Big difference. #Downsyndrome #abortion https://t.co/gAONIzqRXW— Patricia Heaton (@PatriciaHeaton) August 15, 2017 „Ísland er í raun ekki að eyða Downs-heilkenni. Þau eru bara að drepa alla sem að eru með það. Mikill munur,“ skrifar Heaton. Heaton hefur um langt skeið verið andstæðingur fóstureyðinga og hefur enn fremur verið hávær í þeirri afstöðu sinni. Hún er einnig skráð í Repúblikanaflokkinn og á heiðurssæti í samtökunum Feminists for Life sem beita sér gegn fóstureyðingum og stofnfrumurannsóknum. Í kjölfar tístsins hefur hún keppst við að deila myndum af börnum með Downs-heilkenni sem foreldrar hafa sent henni. Preciousness! https://t.co/D9upCCRr4J— Patricia Heaton (@PatriciaHeaton) August 15, 2017 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem farið er til Íslands vegna stöðu Downs-heilkennisins í heiminum. Í heimildarmynd bresku leikkonunnar Sally Phillips, A World Without Down‘s Syndrome? eða Heimur án Downs-heilkennis?, heimsótti hún bæði Landspítalann og ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um háa tíðni þungunarrofs á fóstrum með Downs-heilkenni, líkt og gert var í umfjöllun CBS. Phillips á sjálf son með Downs-heilkenni en heimildarmyndin hlaut mikið lof. Einhverjir gagnrýnendur sögðu myndina þó of persónulega og að hægt væri að lesa úr henni að þeir, sem valið hefðu að fara í fóstureyðingu vegna Downs-heilkennis í fóstri, hefðu tekið ranga ákvörðun. Downs-heilkenni Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um Downs-heilkennið á Íslandi, sem birt var í gærkvöldi, hefur vakið mikla athygli. Nær engin börn fæðast lengur með heilkennið á Íslandi vegna tíðra prófana fyrir litningagalla sem veldur því. Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins og fyrrverandi frambjóðandi í síðustu forsetakosningum, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu heilkennisins á Íslandi harðlega í dag í kjölfar umfjöllunarinnar. Heilkennið smám saman að hverfa Nær allar þungaðar, íslenskar konur, sem fá jákvæðar niðurstöður þegar prófað er fyrir Downs-heilkenni, láta eyða fóstrinu, að því er fram kemur í umfjöllun CBS um málið. Heilkennið er því smám saman að hverfa á Íslandi. Þessi próf eru valkvæð en samkvæmt lögum verður þó að gera öllum verðandi mæðrum á Íslandi ljóst að þau séu í boði. Í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. Þá kemur enn fremur fram í umfjölluninni að þróun í þessa átt sé sambærileg í öðrum löndum. Árin 1995-2011 völdu 67 prósent bandarískra kvenna að láta eyða fóstrum með Downs-heilkenni, 77 prósent franskra kvenna og 98 prósent danskra. Tvö börn með Downs-heilkenni fæðast á ári á Íslandi Börn með Downs-heilkenni fæðast þó enn á Íslandi, þrátt fyrir að nær allar konur láti prófa fyrir litningagallanum, en hann finnst ekki í öllum tilvikum. CBS ræddi við Þórdísi Ingadóttur, móður hinnar sjö ára Ágústu, en dóttir hennar fæddist með Downs-heilkenni þrátt fyrir að Þórdís hafi látið prófa fyrir því. Þórdís sagði í samtali við CBS að árið 2010, fæðingarár Ágústu, hefðu þrjú börn fæðst með Downs-heilkenni á Íslandi. „Það er nokkuð meira en venjulega. Venjulega eru það tvö, síðustu nokkur ár.“ Íslendingar að „drepa“ en ekki eyðaÍ kjölfar umfjöllunar CBS um stöðu Downs-heilkennis á Íslandi tjáði einn áhrifamesti þingmaður Repúblikana, Ted Cruz, sig um málið á Twitter-síðu sinni. Hann segir að börn með heilkennið ætti að varðveita en ekki eyða. Truly sad. News celebrating Iceland's "100% termination rate" for children w/ Downs Syndrome. Downs children should be cherished, not ended. https://t.co/GEJGPcFLQg— Ted Cruz (@tedcruz) August 15, 2017 „Svo sannarlega sorglegt. Fréttir upphefja „100 prósent fóstureyðingartíðni“ barna með Downs-heilkenni á Íslandi. Börn með Downs-heilkenni ætti að varðveita en ekki eyða“ ritar Cruz. Í fyrra laut Cruz í lægra haldi fyrir Bandaríkjaforseta, Donald Trump, í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Leikkonan Patricia Heaton, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem Debra Barone í þáttunum Everybody Loves Raymond, segir Íslendinga beinlínis vera að drepa þá sem hafa Downs-heilkennið. Iceland isn't actually eliminating Down Syndrome. They're just killing everybody that has it. Big difference. #Downsyndrome #abortion https://t.co/gAONIzqRXW— Patricia Heaton (@PatriciaHeaton) August 15, 2017 „Ísland er í raun ekki að eyða Downs-heilkenni. Þau eru bara að drepa alla sem að eru með það. Mikill munur,“ skrifar Heaton. Heaton hefur um langt skeið verið andstæðingur fóstureyðinga og hefur enn fremur verið hávær í þeirri afstöðu sinni. Hún er einnig skráð í Repúblikanaflokkinn og á heiðurssæti í samtökunum Feminists for Life sem beita sér gegn fóstureyðingum og stofnfrumurannsóknum. Í kjölfar tístsins hefur hún keppst við að deila myndum af börnum með Downs-heilkenni sem foreldrar hafa sent henni. Preciousness! https://t.co/D9upCCRr4J— Patricia Heaton (@PatriciaHeaton) August 15, 2017 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem farið er til Íslands vegna stöðu Downs-heilkennisins í heiminum. Í heimildarmynd bresku leikkonunnar Sally Phillips, A World Without Down‘s Syndrome? eða Heimur án Downs-heilkennis?, heimsótti hún bæði Landspítalann og ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um háa tíðni þungunarrofs á fóstrum með Downs-heilkenni, líkt og gert var í umfjöllun CBS. Phillips á sjálf son með Downs-heilkenni en heimildarmyndin hlaut mikið lof. Einhverjir gagnrýnendur sögðu myndina þó of persónulega og að hægt væri að lesa úr henni að þeir, sem valið hefðu að fara í fóstureyðingu vegna Downs-heilkennis í fóstri, hefðu tekið ranga ákvörðun.
Downs-heilkenni Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent