Hjálpartæki – þarfasti þjónninn Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 12. október 2017 07:00 Þann 27.september sl. stóð Öryrkjabandalag Íslands fyrir afar fróðlegu málþingi um hjálpartæki daglegs lífs. Hjálpartæki eru einhver mikilvægasta fjárfesting sem hugsast getur, því þau gera fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Lög og reglugerðir þarf þó að taka til gagngerrar endurskoðunar til þess að þau nái raunverulegu markmiði sínu, en núverandi regluverk er ekki í takti við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa þó fullgilt. Meðan aðgangur að viðeigandi hjálpartækjum er ekki í lagi er tómt mál að tala um að auka samfélagsþátttöku og þar með atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Aðgengi að hjálpartækjum snýst þó um svo miklu meira en að hver og einn eigi sem mest af nýjustu og flottustu græjunum. Aðgengi að hjálpartækjum snýst umfram allt um að hafa aðgang að þeim tækjum sem henta hverjum og einum best og gagnast í daglegu amstri. Þar þarf að líta til fleiri þátta en sjúkdómsgreininga eða skerðingar. Efla þarf sérfræðiaðstoð til fólks þegar kemur að vali á hjálpartækjunum og gera fólki mögulegt að prófa tækin, ekki einungis í verslun heldur í þess eigin nærumhverfi. Að sama skapi verður að treysta fötluðu fólki til að þekkja eigin þarfir – því hver kærir sig um að sanka að sér hjálpartækjum sem virka ekki? Slíkt er einfaldlega sóun á fjármunum sem væri betur varið í hjálpartæki sem raunverulega koma að gagni. Illa valin hjálpartæki sem ekki uppfylla þarfir fólks eru auk þess til þess fallin að veita falska mynd af getu fólks til að taka þátt í samfélaginu. Þá er sérstaklega mikilvægt að aðgengi barna að viðeigandi hjálpartækjum sé ávallt tryggt. Þau eru ekki aðeins nauðsynleg til að létta börnum lífið heldur eru þau grundvöllur þess að börn geti þroskast og dafnað í samfélagi við annað fólk, ekki síst önnur börn. Sá sem ekki hefur fullan aðgang að samfélaginu sem barn mun ekki öðlast hann við það eitt að fullorðnast. Á sama hátt er brýnt að huga að eldra fólki sem margt þarf hjálpartæki til að halda færni sinni. Einnig er aðkallandi að tryggja fólki fullnægjandi aðstoð við viðhald á slíkum búnaði. Það má ekki missa sjónar á þessum tveimur hópum, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. Það eru því mörg krefjandi en um leið spennandi verkefni sem bíða stjórnvalda á þessu sviði að kosningum loknum. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Þann 27.september sl. stóð Öryrkjabandalag Íslands fyrir afar fróðlegu málþingi um hjálpartæki daglegs lífs. Hjálpartæki eru einhver mikilvægasta fjárfesting sem hugsast getur, því þau gera fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Lög og reglugerðir þarf þó að taka til gagngerrar endurskoðunar til þess að þau nái raunverulegu markmiði sínu, en núverandi regluverk er ekki í takti við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem íslensk stjórnvöld hafa þó fullgilt. Meðan aðgangur að viðeigandi hjálpartækjum er ekki í lagi er tómt mál að tala um að auka samfélagsþátttöku og þar með atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Aðgengi að hjálpartækjum snýst þó um svo miklu meira en að hver og einn eigi sem mest af nýjustu og flottustu græjunum. Aðgengi að hjálpartækjum snýst umfram allt um að hafa aðgang að þeim tækjum sem henta hverjum og einum best og gagnast í daglegu amstri. Þar þarf að líta til fleiri þátta en sjúkdómsgreininga eða skerðingar. Efla þarf sérfræðiaðstoð til fólks þegar kemur að vali á hjálpartækjunum og gera fólki mögulegt að prófa tækin, ekki einungis í verslun heldur í þess eigin nærumhverfi. Að sama skapi verður að treysta fötluðu fólki til að þekkja eigin þarfir – því hver kærir sig um að sanka að sér hjálpartækjum sem virka ekki? Slíkt er einfaldlega sóun á fjármunum sem væri betur varið í hjálpartæki sem raunverulega koma að gagni. Illa valin hjálpartæki sem ekki uppfylla þarfir fólks eru auk þess til þess fallin að veita falska mynd af getu fólks til að taka þátt í samfélaginu. Þá er sérstaklega mikilvægt að aðgengi barna að viðeigandi hjálpartækjum sé ávallt tryggt. Þau eru ekki aðeins nauðsynleg til að létta börnum lífið heldur eru þau grundvöllur þess að börn geti þroskast og dafnað í samfélagi við annað fólk, ekki síst önnur börn. Sá sem ekki hefur fullan aðgang að samfélaginu sem barn mun ekki öðlast hann við það eitt að fullorðnast. Á sama hátt er brýnt að huga að eldra fólki sem margt þarf hjálpartæki til að halda færni sinni. Einnig er aðkallandi að tryggja fólki fullnægjandi aðstoð við viðhald á slíkum búnaði. Það má ekki missa sjónar á þessum tveimur hópum, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. Það eru því mörg krefjandi en um leið spennandi verkefni sem bíða stjórnvalda á þessu sviði að kosningum loknum. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun