Skoðun

Um okkar dönsku stjórnarskrá

Hans Kristján Árnason skrifar
Árið 1849 var stjórnarskrá Danaveldis samin og samþykkt – eftir borgarastríð milli þjóðarinnar og konungsvaldsins. Með stjórnarskránni var m.a. komið á fulltrúalýðræði og þingið fékk þau völd sem konungur áður hafði. Þá fengu aðeins 15% Dana rétt til að kjósa – en m.a. konur og eignalaust fólk öðlaðist ekki þann rétt.

Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands er skilgetið afkvæmi dönsku stjórnarskrárinnar frá 1849. Þó komu Íslendingar hvergi nærri samningu þeirrar stjórnarskrár. Hún var samin og samþykkt af Dönum, ekki Íslendingum.

Núverandi stjórnarskrá var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu vorið 1944 af nærri 99% kjósenda. Hún var í meginatriðum byggð á dönsku stjórnarskránni frá 1849, en í stað konungs kom forseti. Þjóðin kom samt hvergi nærri samningu þessara grundvallarlaga lýðveldisins, sem voru alfarið í höndum alþingis.

NÝJA STJÓRNARSKRÁIN er hins vegar samin af almenningi og samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012. Afturhaldsöflin á Alþingi hafa samt hundsað vilja þjóðarinnar og neitað að fullgilda hana.

En vitaskuld kemur að því að við fáum okkar nýju stjórnarskrá – og það fyrr en síðar.

Höfundur er hagfræðingur.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×